„Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. ágúst 2025 11:00 Guðrún ánægð með Íslandsmetið FRÍ / Hlín Guðmundsdóttir Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir fann hlutina smella saman á æfingu í síðustu viku og sló Íslandsmetið í sleggjukasti um helgina. Hún er orðin vongóð um að komast á heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fer fram í Tókýó í Japan í næsta mánuði. Síðasta vika var viðburðarík hjá Guðrúnu, sem náði góðum árangri á sterku móti í Ungverjalandi á miðvikudag, flaug svo heim og gerði gott betur á föstudag þegar hún setti nýtt Íslandsmet með því að kasta sleggjunni 71,38 metra. „Ég bara hitti á svona gott kast. Ótrúlega gaman og mikill léttir. Maður er búinn að vera að vinna mikið í að ná góðum köstum og fara á mót, fyrir HM, sem hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ sagði Guðrún og var þá spurð hvað hefði skyndilega virkað hjá henni í síðustu viku. „Stundum koma bara svona tæknipunktar sem að smella og það getur breytt mjög miklu. Þegar maður nær góðri ferð og tengingu við sleggjuna. Það var eitthvað sem small hjá mér á æfingu á mánudaginn, ég fann muninn og náði að flytja það yfir í mót, sem ég er mjög ánægð með.“ Guðrún útskrifaðist úr háskóla í vor og stefnir á atvinnumennsku í Danmörku.vísir / bjarni „Búin að gera allt sem ég get“ Íslandsmetið er örlitlu minna en lágmarkið á HM, sem er 74 metrar, en færir hana nær því að tryggja sér þátttökurétt á HM í frjálsum íþróttum, sem fer fram í Tókýó í Japan núna í september. „Eftir síðustu viku ætti ég að vera í góðri stöðu, þannig að ég er alveg vongóð en það kemur svo bara í ljós á miðvikudaginn, lokalistinn fyrir HM. Þetta hefur verið markmið síðustu ár og eftir að ég fór á EM í fyrra. Alltaf pínu fjarstætt en maður fer alltaf nær og nær því. Ég er búin að gera allt sem ég get, þannig að núna verðum við bara að bíða og vona.“ Íslandsmethafinn hylltur af silfur- og bronsverðlaunahöfum.FRÍ / Hlín Guðmundsdóttir Viðtalið við Íslandsmeistarann má sjá í spilaranum að ofan. Frjálsar íþróttir ÍR Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Síðasta vika var viðburðarík hjá Guðrúnu, sem náði góðum árangri á sterku móti í Ungverjalandi á miðvikudag, flaug svo heim og gerði gott betur á föstudag þegar hún setti nýtt Íslandsmet með því að kasta sleggjunni 71,38 metra. „Ég bara hitti á svona gott kast. Ótrúlega gaman og mikill léttir. Maður er búinn að vera að vinna mikið í að ná góðum köstum og fara á mót, fyrir HM, sem hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ sagði Guðrún og var þá spurð hvað hefði skyndilega virkað hjá henni í síðustu viku. „Stundum koma bara svona tæknipunktar sem að smella og það getur breytt mjög miklu. Þegar maður nær góðri ferð og tengingu við sleggjuna. Það var eitthvað sem small hjá mér á æfingu á mánudaginn, ég fann muninn og náði að flytja það yfir í mót, sem ég er mjög ánægð með.“ Guðrún útskrifaðist úr háskóla í vor og stefnir á atvinnumennsku í Danmörku.vísir / bjarni „Búin að gera allt sem ég get“ Íslandsmetið er örlitlu minna en lágmarkið á HM, sem er 74 metrar, en færir hana nær því að tryggja sér þátttökurétt á HM í frjálsum íþróttum, sem fer fram í Tókýó í Japan núna í september. „Eftir síðustu viku ætti ég að vera í góðri stöðu, þannig að ég er alveg vongóð en það kemur svo bara í ljós á miðvikudaginn, lokalistinn fyrir HM. Þetta hefur verið markmið síðustu ár og eftir að ég fór á EM í fyrra. Alltaf pínu fjarstætt en maður fer alltaf nær og nær því. Ég er búin að gera allt sem ég get, þannig að núna verðum við bara að bíða og vona.“ Íslandsmethafinn hylltur af silfur- og bronsverðlaunahöfum.FRÍ / Hlín Guðmundsdóttir Viðtalið við Íslandsmeistarann má sjá í spilaranum að ofan.
Frjálsar íþróttir ÍR Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira