Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Jón Þór Stefánsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 26. ágúst 2025 10:10 Lúkas Geir Ingvarsson sem ákærður er fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán segist hafa komist í samband við Hjörleif á Snapchat þar sem hann hafi þóst vera stúlka undir lögaldri. Ekkja Hjörleifs hafnar því með öllu að Hjörleifur hafi verið þannig þenkjandi. Vísir/Anton Brink Ekkja Hjörleifs Hauks Guðmundssonar, mannsins sem lést í Gufunesmálinu svokallaða, gaf skýrslu við aðalmeðferðmálsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hún hafnar ásökunum sakborninga málsins alfarið um að hann hafi verið barnaperri. Mennirnir þrír sem grunaðir eru um að ráða manninn hennar af dögum voru allir viðstaddir skýrslutökuna. Í heildina eru fimm ákærð í Gufunesmálinu. Þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára sem eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir hlutdeild í málinu, auk fjárdráttar. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Órólegur um kvöldið Ekkja Hjörleifs Hauks lýsti kvöldinu örlagaríka fyrir dómi. Hún sagði Hjörleif hafa farið á Selfoss þennan dag og komið aftur heim seinni partinn. Hann hafi spurt hvort það væri í lagi að hann myndi fara að hjálpa vini sínum að setja saman húsgögn um kvöldið. Hann yrði sóttur um kvöldmatarleytið. Hún hafi þá sagst ætla að hafa kvöldmatinn fyrr en vanalega. Þetta kvöld hafi síminn mikið verið að pípa hjá Hjörleifi. „Við borðum og klukkan verður sjö og ekkert gerist, og svo verður hún átta og ekkert gerist, en alltaf eru píp í símanum,“ sagði konan. Einhvern tímann um kvöldið hafi verið hringt, og það eina sem hún sagðist heyra Hjörleif segja var: „Ég hélt þú ætlaðir að koma fyrr.“ Hún segir Hjörleif hafa verið mjög órólegan. „Það mátti ekki heyrast í bíl og þá var hann farinn að kíkja út.“ Ákvað að elta bílinn „Svo hringir síminn aftur og hann stökk út án þess að ég gæti gert nokkuð,“ sagði ekkja Hjörleifs. Hún hafi farið að fylgjast með út um gluggann og séð að hann væri kominn smá spöl frá húsinu en í sömu götu og þar farið upp í bíl. Hún hafi þá hringt í dætur sínar í myndsímtali, og síðan farið út á eftir þeim til að ná bílnúmerinu. „Ég fer út úr bílskúrnum, náði númerinu og lét stelpurnar hafa það, þær fundu út hver átti þetta númer. Við sáum að það var einhver kvenmaður sem átti þetta númer, og ég ákvað að elta bílinn,“ sagði hún, og bætti við að hún hafi verið með forrit í símanum sínum þar sem hún gat fylgst með ferðum hans. Fram kom við aðalmeðferðina í gær að ákærðu Stefán og Lúkas skiptu um númeraplötu á bílnum áður en þeir fóru að sækja Hjörleif í Þorlákshöfn. Konan lýsti því að hún hafi síðan farið á bílnum sínum að elta bílinn. „Ég ákvað að keyra inn þennan botnlanga, þá fæ ég háu ljósin á móti mér og bíllinn fer á öðru hundraðinu út úr þorpinu.“ Í kjölfarið hafi hún aftur verið í samskiptum við dætur sínar og önnur þeirra ákveðið að hringja á lögregluna. Ekkert hafi verið hægt að gera þar sem Hjörleifur var sjálfráða. „Bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“ Svo rétt fyrir miðnætti fékk hún símtal. „Þá er það [Hjörleifur] Haukur sem talar við mig. Hann segir að hann sé lentur í einhverjum perraskap, og að hann þurfi að borga einhvern pening. Svo er síminn rifinn af honum og einhver maður sem talar við mig. Sá segir að þeir vilji fá PIN-númer eða pening,“ sagði konan. Hún tók fram að talað hafi verið um þriggja milljóna lausnargjald. Þess má geta að sakborningarnir eru grunaðir um að stofna reikning í nafni Hjörleifs, taka þriggja milljóna króna lán og leggja inn á mann sem ákærður er í málinu fyrir peningaþvætti. Þeir Stefán og Lúkas hafa raunar játað að hafa frelsissvipt og rænt Hjörleif Hauk en hafna því að hafa orðið honum að bana. Konan sagðist hafa farið í uppnám við símtalið. „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum.“ Þau hafi aftur haft samband við lögregluna og síðan hafi komið annað símtal. „Það kom annað símtal strax á eftir að ég skellti á hitt en ég svaraði ekki því ég bara titraði.“ Síðan kom enn eitt símtalið og henni tókst að taka það upp. „[Hjörleifur] Haukur var látinn segja eitthvað fyrst, ég man ekki hvað það var. Svo var ég bara beðin um að gefa upp PIN-númerið. Ég sagðist ekki vita það. „Þú veist það víst,“ var svarið. Ég bað um fimm mínútur. Ég veit ekki af hverju, ég ætlaði að redda einhverju og láta lögregluna vita. „Nei“ var svarið og svo var skellt á.“ Konan sagðist telja að í báðum símtölunum hafi sama röddin rætt við hana, en var ekki viss um það. Hún minntist þess ekki að Hjörleifi hafi verið hótað með líkamlegu ofbeldi, heldur hafi verið talað um að meintur perraskapur hans yrði settur á netið. Svaf ekki dúr Nóttin var að sögn konunnar hræðileg. Hún hafi ekki sofið einn dúr. Morguninn eftir fékk hún fregnir af afdrifum Hjörleifs sem þá var illa haldinn. Lögreglan mun hafa ráðlagt henni að fara ekki í bæinn að sjá líkið. Hún sagðist ekki vita hvers vegna. Dagarnir á eftir hafi verið mjög erfiðir, en hún hafi reynt að standa upprétt barnanna vegna. Áttu í góðu sambandi Hjörleifur og konan hans kynntust fyrir rúmum tveimur áratugum. Hún sagði þau hafa átt í mjög góðu sambandi. „Hann tók mikinn þátt í heimilislífinu og við áttum margar góðar stundir,“ sagði konan. Hann hefði gengið börnum hennar í föðurstað. Á síðustu árum, eftir á að hyggja, sagði hún að einhver breyting hafi orðið á Hjörleifi, sérstaklega frá og með septembermánuði árið áður. Hafnar ásökunum Sakborningar málsins hafa haldið því fram að þeir hafi lokkað Hjörleif upp í bíl með sér með því að þykjast vera stúlka undir lögaldri. Ekkjan hans hafnar þeim ásökunum. „Ég vil láta það koma fram að hann var enginn barnaperri. Ég stóð í þeirri meiningu að hann væri að fara að hitta konu, út af því elti ég bílinn, og ég ætlaði að grípa hann,“ sagði konan. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum Sjá meira
Mennirnir þrír sem grunaðir eru um að ráða manninn hennar af dögum voru allir viðstaddir skýrslutökuna. Í heildina eru fimm ákærð í Gufunesmálinu. Þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára sem eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir hlutdeild í málinu, auk fjárdráttar. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Órólegur um kvöldið Ekkja Hjörleifs Hauks lýsti kvöldinu örlagaríka fyrir dómi. Hún sagði Hjörleif hafa farið á Selfoss þennan dag og komið aftur heim seinni partinn. Hann hafi spurt hvort það væri í lagi að hann myndi fara að hjálpa vini sínum að setja saman húsgögn um kvöldið. Hann yrði sóttur um kvöldmatarleytið. Hún hafi þá sagst ætla að hafa kvöldmatinn fyrr en vanalega. Þetta kvöld hafi síminn mikið verið að pípa hjá Hjörleifi. „Við borðum og klukkan verður sjö og ekkert gerist, og svo verður hún átta og ekkert gerist, en alltaf eru píp í símanum,“ sagði konan. Einhvern tímann um kvöldið hafi verið hringt, og það eina sem hún sagðist heyra Hjörleif segja var: „Ég hélt þú ætlaðir að koma fyrr.“ Hún segir Hjörleif hafa verið mjög órólegan. „Það mátti ekki heyrast í bíl og þá var hann farinn að kíkja út.“ Ákvað að elta bílinn „Svo hringir síminn aftur og hann stökk út án þess að ég gæti gert nokkuð,“ sagði ekkja Hjörleifs. Hún hafi farið að fylgjast með út um gluggann og séð að hann væri kominn smá spöl frá húsinu en í sömu götu og þar farið upp í bíl. Hún hafi þá hringt í dætur sínar í myndsímtali, og síðan farið út á eftir þeim til að ná bílnúmerinu. „Ég fer út úr bílskúrnum, náði númerinu og lét stelpurnar hafa það, þær fundu út hver átti þetta númer. Við sáum að það var einhver kvenmaður sem átti þetta númer, og ég ákvað að elta bílinn,“ sagði hún, og bætti við að hún hafi verið með forrit í símanum sínum þar sem hún gat fylgst með ferðum hans. Fram kom við aðalmeðferðina í gær að ákærðu Stefán og Lúkas skiptu um númeraplötu á bílnum áður en þeir fóru að sækja Hjörleif í Þorlákshöfn. Konan lýsti því að hún hafi síðan farið á bílnum sínum að elta bílinn. „Ég ákvað að keyra inn þennan botnlanga, þá fæ ég háu ljósin á móti mér og bíllinn fer á öðru hundraðinu út úr þorpinu.“ Í kjölfarið hafi hún aftur verið í samskiptum við dætur sínar og önnur þeirra ákveðið að hringja á lögregluna. Ekkert hafi verið hægt að gera þar sem Hjörleifur var sjálfráða. „Bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“ Svo rétt fyrir miðnætti fékk hún símtal. „Þá er það [Hjörleifur] Haukur sem talar við mig. Hann segir að hann sé lentur í einhverjum perraskap, og að hann þurfi að borga einhvern pening. Svo er síminn rifinn af honum og einhver maður sem talar við mig. Sá segir að þeir vilji fá PIN-númer eða pening,“ sagði konan. Hún tók fram að talað hafi verið um þriggja milljóna lausnargjald. Þess má geta að sakborningarnir eru grunaðir um að stofna reikning í nafni Hjörleifs, taka þriggja milljóna króna lán og leggja inn á mann sem ákærður er í málinu fyrir peningaþvætti. Þeir Stefán og Lúkas hafa raunar játað að hafa frelsissvipt og rænt Hjörleif Hauk en hafna því að hafa orðið honum að bana. Konan sagðist hafa farið í uppnám við símtalið. „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum.“ Þau hafi aftur haft samband við lögregluna og síðan hafi komið annað símtal. „Það kom annað símtal strax á eftir að ég skellti á hitt en ég svaraði ekki því ég bara titraði.“ Síðan kom enn eitt símtalið og henni tókst að taka það upp. „[Hjörleifur] Haukur var látinn segja eitthvað fyrst, ég man ekki hvað það var. Svo var ég bara beðin um að gefa upp PIN-númerið. Ég sagðist ekki vita það. „Þú veist það víst,“ var svarið. Ég bað um fimm mínútur. Ég veit ekki af hverju, ég ætlaði að redda einhverju og láta lögregluna vita. „Nei“ var svarið og svo var skellt á.“ Konan sagðist telja að í báðum símtölunum hafi sama röddin rætt við hana, en var ekki viss um það. Hún minntist þess ekki að Hjörleifi hafi verið hótað með líkamlegu ofbeldi, heldur hafi verið talað um að meintur perraskapur hans yrði settur á netið. Svaf ekki dúr Nóttin var að sögn konunnar hræðileg. Hún hafi ekki sofið einn dúr. Morguninn eftir fékk hún fregnir af afdrifum Hjörleifs sem þá var illa haldinn. Lögreglan mun hafa ráðlagt henni að fara ekki í bæinn að sjá líkið. Hún sagðist ekki vita hvers vegna. Dagarnir á eftir hafi verið mjög erfiðir, en hún hafi reynt að standa upprétt barnanna vegna. Áttu í góðu sambandi Hjörleifur og konan hans kynntust fyrir rúmum tveimur áratugum. Hún sagði þau hafa átt í mjög góðu sambandi. „Hann tók mikinn þátt í heimilislífinu og við áttum margar góðar stundir,“ sagði konan. Hann hefði gengið börnum hennar í föðurstað. Á síðustu árum, eftir á að hyggja, sagði hún að einhver breyting hafi orðið á Hjörleifi, sérstaklega frá og með septembermánuði árið áður. Hafnar ásökunum Sakborningar málsins hafa haldið því fram að þeir hafi lokkað Hjörleif upp í bíl með sér með því að þykjast vera stúlka undir lögaldri. Ekkjan hans hafnar þeim ásökunum. „Ég vil láta það koma fram að hann var enginn barnaperri. Ég stóð í þeirri meiningu að hann væri að fara að hitta konu, út af því elti ég bílinn, og ég ætlaði að grípa hann,“ sagði konan.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?