Enski boltinn

Sjáðu sigur­mark Rios og öll hin frá St. James' Park

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rio Ngumoha er yngsti markaskorari í sögu Liverpool og fjórði yngsti markaskorari í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Rio Ngumoha er yngsti markaskorari í sögu Liverpool og fjórði yngsti markaskorari í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. epa/ADAM VAUGHAN

Nafn hins sextán ára Rios Ngumoha var á allra vörum eftir að hann skoraði sigurmark Liverpool gegn Newcastle United, 2-3, í lokaleik 2. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í gær.

Tíu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma þegar Nguhoma tryggði Liverpool öll stigin þrjú með góðri afgreiðslu eftir laglega sókn Englandsmeistaranna. Hann er yngsti markaskorari í sögu Liverpool, aðeins sextán ára og 363 daga gamall. Nguhoma fagnar sautján ára afmæli sínu á föstudaginn.

Annan leikinn í röð komst Liverpool í 2-0, missti forskotið niður en landaði sigri á endanum.

Ryan Gravenberch kom gestunum frá Bítlaborginni yfir á St. James' Park í gær þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Í uppbótartíma hans var Newcastle-maðurinn Anthony Gordon svo rekinn af velli fyrir að brjóta á Virgil van Dijk, fyrirliða Liverpool.

Hugo Ekitiké kom Liverpool í 0-2 í upphafi seinni hálfleiks og staða meistaranna orðin vænleg. En Newcastle gafst ekki upp. Fyrirliðinn Bruno Guimaraes minnkaði muninn með skallamarki á 57. mínútu og þegar tvær mínútur voru til leiksloka jafnaði varamaðurinn William Osula svo metin.

Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, átti þó ás upp í erminni. Hann setti Nguhoma inn á þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og strákurinn þakkaði fyrir sig með marki fjórum mínútum síðar.

Klippa: Newcastle 2-3 Liverpool

Liverpool hefur unnið báða leiki sína á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni en Newcastle er með eitt stig.

Mörkin úr leiknum á St. James' Park í lýsingu Guðmundar Benediktssonar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin

Englandsmeistarar Liverpool eru áfram með fullt hús í ensku úrvalsdeildinni eftir erfiða heimsókn norður til Newcastle í kvöld. Það var mikil dramatík í leikslok og hetjan kom úr óvæntri átt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×