Enski boltinn

Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jordan Pickford var frábær í marki Everton í fyrsta úrvalsdeildarleiknum á Hill Dickinson leikvanginum.
Jordan Pickford var frábær í marki Everton í fyrsta úrvalsdeildarleiknum á Hill Dickinson leikvanginum. EPA/PETER POWELL

Everton fagnaði sigri í fyrsta úrvalsdeildarleik sínum á nýja leikvangi sínum um helgina en úrslitin hefðu kannski getað endað allt öðruvísi ef ekki væri fyrir hetjudáðir markvarðarins Jordan Pickford.

Everton vann 2-0 sigur á Brighton & Hove Albion í fyrsta leiknum á Hill Dickinson Stadium. Everton hafði spilað á Goodison Park í 133 ár eða síðan 1892.

Félagið flutti í sumar og vígði stærri og betri leikvang með sigri.

Jordan Pickford átti mjög góðan leik í marki Everton og varði víti frá Danny Welbeck á 77. mínútu leiksins en staðan var þá orðin 2-0.

Pickford varði alls fjögur skot í leiknum og xG hjá Brighton var 2,43 sem segir mikil um frammistöðu markvarðar Everton.

Hann hélt líka uppi meira en aldar gamalli hefð með því að verja víti í leiknum.

Þetta er í þriðja sinn sem markvörður Everton ver fyrstu vítaspyrnuna sem Everton fær dæmda á sig á nýjum leikvangi.

Það gerðist líka í fyrsta víti Everton á Anfield Road 1891 og í fyrsta víti mótherja Everton á Goodison Park 1893.

Everton lék á Anfield leikvanginum áður en Liverpool gerði það. Eigandi leikvangsins stofnaði Liverpool þegar Everton flúði yfir á Goodison Park vegna hækkandi leigu á vellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×