Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. ágúst 2025 13:46 Hlauparar í keppnisflokki voru margir óánægðir með skort á skipulagi og stýringu í upphafi hlaups þegar fjöldi fólks í almennum flokki flæktist fyrir. Vísir/Lýður Valberg Töluverðrar óánægju gætir innan hlaupasamfélagsins með framkvæmd Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í gær. Skipting í almennan flokk og keppnisflokk tókst ekki betur en svo að fyrri hópurinn teppti fyrir þeim seinni. Íslandsmeistari í maraþoni segir mistök brautarstarfsmanns mögulega hafa kostað sig sigur. Í Reykjavíkurmaraþoninu í ár voru í fyrsta sinn tvær skráningarleiðir í boði fyrir hlaupara: almennur flokkur og keppnisflokkur. Ástæðan fyrir þeirri útfærslu eru deilur milli Íþróttabandalags Reykjavíkur og Frjálsíþróttasambands Íslands um vottun hlaupsins sem ná nokkur ár aftur í tímann. Lengi dróst í fyrra að votta Reykjavíkurmaraþonið sem gilt keppnishlaup vegna deilna milli ÍBR og FRÍ um vottunina. ÍBR taldi sjálfkrafa skráningu í afrekaskrá FRÍ brjóta gegn persónuverndarlögum meðan FRÍ sagði ÍBR ekki vilja greiða 150 króna gjaldið sem sett er á hvern þátttakanda sem kemur í mark. Af þessum ástæðum var ákveðið að bjóða upp á tvær skráningarleiðir í ár. Annars vegar almennan miða sem veitir þátttakendum rétt til að taka þátt án þess að keppa til verðlauna og sleppa við að úrslitin fari í afrekaskrá FRÍ. Hins vegar keppnismiða sem veitir þátttakendum val um að vera í fremsta ráshólfi, eiga möguleika á að vinna til verðlauna og fá úrslitin skráð í afrekaskrá FRÍ. Munurinn á miðunum var jafnframt sá að almennur flokkur hófst seinna en keppnisflokkur, þannig hófst keppnisflokkur í maraþoni og hálfmaraþoni klukkan hálf níu en almennur flokkur tíu mínútum síðar. Þessu var eins háttað í tíu kílómetra hlaupinu. „Klúðrið í startinu í gær var algjört“ Heitar umræður hafa skapast um nýtt fyrirkomulag hlaupsins á Facebook-hópnum „Hlauparar á Íslandi“ sem telur um átta þúsund manns. „Vonandi verður þessi undarlega skipting ekki endurtekin. Þvílíka ruglið í ræsingu fyrir maraþon og hálfmaraþon,“ sagði Gunnhildur Ásta Traustadóttir, sem hljóp hálfmaraþon í gær með Hlaupahópi FH, í hópnum. Engin stýring hafi verið á því hvar fólk með almennan miða ætti að bíða. „Fullt af fólki með almennan miða sem stóð framarlega í ráshólfinu og stóð hreinlega fyrir fólki með keppnismiða eftir ræsingu keppnishópsins (sem var langt á eftir áætlun). Tók marga mjög langan tíma að komast yfir ráslínuna,“ sagði hún janframt Óskar Jakobsson, sem hljóp maraþon með hlaupahópnum HHHC, tók í svipaðan streng og sagði ræsið í hlaupinu hafa mislukkast. „RM er í algjöru rugli með svo margt. Klúðrið í startinu í gær var algjört. Þurfti að sviga framhjá fullt af fólki til að komast af stað. Startið átti að vera klukkan 8:30 en ræsingin var ekki fyrr en einhverjum 8 mínútum síðar,“ skrifaði hann í hópnum. Mögulega afdridarík mistök Flokkaskiptingin og skipulag hennar er þó ekki eina umkvörtunarefnið, einn fremsti hlaupari landsins, Hlynur Andrésson, kvartaði undan því hvernig staðið væri að hlaupinu í brautinni. Hlynur lýsti því bæði í viðtölum í gær og á samfélagsmiðlum sínum að honum hefði verið vísað út af brautinni á mikilvægum tímapunkti í hlaupinu. Mögulega hafi það kostað hann sigur. Hlynur sýndi á Instagram útúrdúrinn sem hann tók í hlaupinu eftir að hafa verið beint í ranga átt þegar hann hafði hlaupið um 30 kílómetra.Skjáskot/hlynurand12 „Eftir 30 km er mér svo beint af brautarverði að beygja upp á Sævarhöfða í staðinn fyrir að halda beint áfram eins og við áttum að gera. Portúgalinn gerði ekki sömu mistök og græddi strax 50 metra bil á mig. Ég reyndi að elta hann niður en hafði eytt of mikilli orku fyrsta helminginn og ég byrjaði þá að lenda í vandræðum,“ skrifar Hlynur. Baldvin Þór Magnússon varð Íslandsmeistari í tíu kílómetra hlaupi en forsvarsmenn hlaupafataverslunarinnar Hlaupár vöktu athygli á því á samfélagsmiðlum að Baldur hafi þurft að sikk-sakka milli hálfmaraþonhlaupara til að komast leiðar sinnar. Tímasetningin hefði því ekki verið nógu vel úthugsuð. Skjáskot úr hringrás Hlaupárs á samfélagsmiðlum. Sjálfur deildi Baldvin Þór færslu Hlaupárs og skrifaði við hana: „Getur ekki verið margir sem hafa hlaupið hraðar og tekið fram úr yfir örugglega vel yfir 1000 manns.“ Fréttastofa leitaði viðbragða Íþróttabandalags Reykjavíkur sem lítur málið alvarlegum augum, ætlar sér að vinna í úrbótum að málinu og mun bregðast formlega við málinu með fréttatilkynningu á næstu klukkustundum. Hlaup Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Íslandsmeistarinn Hlynur Andrésson segir það frekar ósmekklegt hvernig Portúgalinn José Sousa nýtti sér Hlyn sem skjól fyrir vindinum stærstan hluta Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í gær. Sousa hafi þó verðskuldað sigurinn og Hlynur ekki átt sinn besta dag. 24. ágúst 2025 09:31 Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Íslandsmethafinn Baldvin Þór Magnússon hljóp til sigurs í tíu kílómetra hlaupi í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, á nýju brautarmeti, eða 29 mínútum og 34 sekúndum. Hann fann virkilega fyrir vindi og stuðningi í hlaupinu. 24. ágúst 2025 10:35 Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í fertugasta sinn í dag. Aldrei hafa fleiri hlauparar verið skráðir til leiks né jafn mikill peningur safnast til góðgerðarmála. Viktor Freyr ljósmyndari var á staðnum og myndaði fólk að hlaupa og koma í mark. 23. ágúst 2025 15:54 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Í Reykjavíkurmaraþoninu í ár voru í fyrsta sinn tvær skráningarleiðir í boði fyrir hlaupara: almennur flokkur og keppnisflokkur. Ástæðan fyrir þeirri útfærslu eru deilur milli Íþróttabandalags Reykjavíkur og Frjálsíþróttasambands Íslands um vottun hlaupsins sem ná nokkur ár aftur í tímann. Lengi dróst í fyrra að votta Reykjavíkurmaraþonið sem gilt keppnishlaup vegna deilna milli ÍBR og FRÍ um vottunina. ÍBR taldi sjálfkrafa skráningu í afrekaskrá FRÍ brjóta gegn persónuverndarlögum meðan FRÍ sagði ÍBR ekki vilja greiða 150 króna gjaldið sem sett er á hvern þátttakanda sem kemur í mark. Af þessum ástæðum var ákveðið að bjóða upp á tvær skráningarleiðir í ár. Annars vegar almennan miða sem veitir þátttakendum rétt til að taka þátt án þess að keppa til verðlauna og sleppa við að úrslitin fari í afrekaskrá FRÍ. Hins vegar keppnismiða sem veitir þátttakendum val um að vera í fremsta ráshólfi, eiga möguleika á að vinna til verðlauna og fá úrslitin skráð í afrekaskrá FRÍ. Munurinn á miðunum var jafnframt sá að almennur flokkur hófst seinna en keppnisflokkur, þannig hófst keppnisflokkur í maraþoni og hálfmaraþoni klukkan hálf níu en almennur flokkur tíu mínútum síðar. Þessu var eins háttað í tíu kílómetra hlaupinu. „Klúðrið í startinu í gær var algjört“ Heitar umræður hafa skapast um nýtt fyrirkomulag hlaupsins á Facebook-hópnum „Hlauparar á Íslandi“ sem telur um átta þúsund manns. „Vonandi verður þessi undarlega skipting ekki endurtekin. Þvílíka ruglið í ræsingu fyrir maraþon og hálfmaraþon,“ sagði Gunnhildur Ásta Traustadóttir, sem hljóp hálfmaraþon í gær með Hlaupahópi FH, í hópnum. Engin stýring hafi verið á því hvar fólk með almennan miða ætti að bíða. „Fullt af fólki með almennan miða sem stóð framarlega í ráshólfinu og stóð hreinlega fyrir fólki með keppnismiða eftir ræsingu keppnishópsins (sem var langt á eftir áætlun). Tók marga mjög langan tíma að komast yfir ráslínuna,“ sagði hún janframt Óskar Jakobsson, sem hljóp maraþon með hlaupahópnum HHHC, tók í svipaðan streng og sagði ræsið í hlaupinu hafa mislukkast. „RM er í algjöru rugli með svo margt. Klúðrið í startinu í gær var algjört. Þurfti að sviga framhjá fullt af fólki til að komast af stað. Startið átti að vera klukkan 8:30 en ræsingin var ekki fyrr en einhverjum 8 mínútum síðar,“ skrifaði hann í hópnum. Mögulega afdridarík mistök Flokkaskiptingin og skipulag hennar er þó ekki eina umkvörtunarefnið, einn fremsti hlaupari landsins, Hlynur Andrésson, kvartaði undan því hvernig staðið væri að hlaupinu í brautinni. Hlynur lýsti því bæði í viðtölum í gær og á samfélagsmiðlum sínum að honum hefði verið vísað út af brautinni á mikilvægum tímapunkti í hlaupinu. Mögulega hafi það kostað hann sigur. Hlynur sýndi á Instagram útúrdúrinn sem hann tók í hlaupinu eftir að hafa verið beint í ranga átt þegar hann hafði hlaupið um 30 kílómetra.Skjáskot/hlynurand12 „Eftir 30 km er mér svo beint af brautarverði að beygja upp á Sævarhöfða í staðinn fyrir að halda beint áfram eins og við áttum að gera. Portúgalinn gerði ekki sömu mistök og græddi strax 50 metra bil á mig. Ég reyndi að elta hann niður en hafði eytt of mikilli orku fyrsta helminginn og ég byrjaði þá að lenda í vandræðum,“ skrifar Hlynur. Baldvin Þór Magnússon varð Íslandsmeistari í tíu kílómetra hlaupi en forsvarsmenn hlaupafataverslunarinnar Hlaupár vöktu athygli á því á samfélagsmiðlum að Baldur hafi þurft að sikk-sakka milli hálfmaraþonhlaupara til að komast leiðar sinnar. Tímasetningin hefði því ekki verið nógu vel úthugsuð. Skjáskot úr hringrás Hlaupárs á samfélagsmiðlum. Sjálfur deildi Baldvin Þór færslu Hlaupárs og skrifaði við hana: „Getur ekki verið margir sem hafa hlaupið hraðar og tekið fram úr yfir örugglega vel yfir 1000 manns.“ Fréttastofa leitaði viðbragða Íþróttabandalags Reykjavíkur sem lítur málið alvarlegum augum, ætlar sér að vinna í úrbótum að málinu og mun bregðast formlega við málinu með fréttatilkynningu á næstu klukkustundum.
Hlaup Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Íslandsmeistarinn Hlynur Andrésson segir það frekar ósmekklegt hvernig Portúgalinn José Sousa nýtti sér Hlyn sem skjól fyrir vindinum stærstan hluta Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í gær. Sousa hafi þó verðskuldað sigurinn og Hlynur ekki átt sinn besta dag. 24. ágúst 2025 09:31 Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Íslandsmethafinn Baldvin Þór Magnússon hljóp til sigurs í tíu kílómetra hlaupi í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, á nýju brautarmeti, eða 29 mínútum og 34 sekúndum. Hann fann virkilega fyrir vindi og stuðningi í hlaupinu. 24. ágúst 2025 10:35 Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í fertugasta sinn í dag. Aldrei hafa fleiri hlauparar verið skráðir til leiks né jafn mikill peningur safnast til góðgerðarmála. Viktor Freyr ljósmyndari var á staðnum og myndaði fólk að hlaupa og koma í mark. 23. ágúst 2025 15:54 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
„Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Íslandsmeistarinn Hlynur Andrésson segir það frekar ósmekklegt hvernig Portúgalinn José Sousa nýtti sér Hlyn sem skjól fyrir vindinum stærstan hluta Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í gær. Sousa hafi þó verðskuldað sigurinn og Hlynur ekki átt sinn besta dag. 24. ágúst 2025 09:31
Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Íslandsmethafinn Baldvin Þór Magnússon hljóp til sigurs í tíu kílómetra hlaupi í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, á nýju brautarmeti, eða 29 mínútum og 34 sekúndum. Hann fann virkilega fyrir vindi og stuðningi í hlaupinu. 24. ágúst 2025 10:35
Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í fertugasta sinn í dag. Aldrei hafa fleiri hlauparar verið skráðir til leiks né jafn mikill peningur safnast til góðgerðarmála. Viktor Freyr ljósmyndari var á staðnum og myndaði fólk að hlaupa og koma í mark. 23. ágúst 2025 15:54
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent