Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar 24. ágúst 2025 10:01 Að ógleymdri mörg þúsund ára langri og flókinni sögu þjóða fyrir botni Miðjarðarhafs er nauðsynlegt að merkja við tímalínuna á miðjum 3. áratug 21. aldar. Í aðdraganda árásar Hamas á Ísrael 7. október 2023 höfðu ísraelskir borgarar fjölmennt á götum ísraelskra borga tugum og hundruðum þúsunda saman kvöld efti kvöld vikum og mánuðum saman til að mótmæla Netanyahu forsætisráðherra og öfgahægri ríkisstjórn hans. Um þær mundir hafði ríkissaksóknari Ísraels birt Nethanyahu ákæru fyrir vanrækslu í starfi, mútuþægni, fjársvik og trúnaðarbrot. Augljóst er að athygli ísraelska hersins og harðsnúinnar leyniþjónustu landsins hafi um of beinst inn á við að fjöldamótmælunum á götum borganna en í staðinn um of frá mörkunum að Gaza þar sem haldið hefur verið uppi sérlega strangri öryggisgæslu áratugum saman. Því hafi Hamas gripið það óvænta tækifæri, sem þannig gafst, til útrásar með hryllilegum afleiðingum. Líklegt er að stjórn Ísraelsríkis hafi með enn skelfilegri og langdregnari viðbrögðum skaðað orðspor og hagsmuni Gyðinga um allan heim, bæði innan og utan Ísraels, varanlega eða amk. til langrar framtíðar. Ekki er td. ólíklegt að í ólýsanlegum hörmungum sl. tveggja ára á Gaza hafi Ísraelsher fyllt hug og hjörtu hundruða þúsunda, jafnvel milljóna Gazabúa ævilangri heift og hatri um ókomin ár og aldir. Margar ríkisstjórnir vestrænna lýðræðisríkja hafa enn ekki haft kjark eða döngun í sér til að draga skýra línu milli þjóðar og samfélags gyðinga, sögu þeirra og menningu annars vegar og hins vegar öfgafullra stjórnvalda Ísraelsríkis. Engu er líkara en ísraelski herinn skjóti og varpi sprengjum á öll mjúku skotmörkin, sjúkrahús, matarmarkaði, bænastaði, tjaldbúðir og jafnvel hópa kvenna og barna í von um að einhvers staðar leynist Hamasliðar. Engu er líkara en þessi her virði líf Gazabúa minna en einskis. Er hugsanleg að Netanyahu haldi stríðsrekstri sínum á Gaza áfram eins lengi og mögulet er til þess eins að forðast ákærur á hendur sér persónulega fyrir mútuþægni, trúnaðarbrot, fjársvik, og vanrækslu í starfi ? Er hugsanleg að Netanyahu ætli að raungera hugmynd vinar síns, fasteignsalans í Hvíta húsinu, um að breyta Gaza í glæsilegt fasteignaævintýri. Rústirnar væru etv. efni í dálaglega landfyllingu á Miðjarðarhafsströndinni ? Eitt er víst. Á meðan voldugasti fasteignasali heims veitir Netanyahu óskoraðan stuðning mun Ísraelsher halda áfram að fremja þjóðarmorð. Þess vegna þurfa allir að beina orðum sínum að Hvíta húsinu, sem fjármagnar meðvitað eða ómeðvitað þá hungursneyð af manna völdum, sem Sameinuðu þjóðirnar og IPC hafa lýst yfir í dag. Föstudagurinn 22. ágúst 2025 verðskuldar annað greinilegt merki á rás tímans. Þó við Íslendingar séu agnarsmátt samfélag meðal þjóða heims verður rödd okkar að heyrast. Strax ! Og það hátt og snallt ! Höfundur er arkitekt Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Að ógleymdri mörg þúsund ára langri og flókinni sögu þjóða fyrir botni Miðjarðarhafs er nauðsynlegt að merkja við tímalínuna á miðjum 3. áratug 21. aldar. Í aðdraganda árásar Hamas á Ísrael 7. október 2023 höfðu ísraelskir borgarar fjölmennt á götum ísraelskra borga tugum og hundruðum þúsunda saman kvöld efti kvöld vikum og mánuðum saman til að mótmæla Netanyahu forsætisráðherra og öfgahægri ríkisstjórn hans. Um þær mundir hafði ríkissaksóknari Ísraels birt Nethanyahu ákæru fyrir vanrækslu í starfi, mútuþægni, fjársvik og trúnaðarbrot. Augljóst er að athygli ísraelska hersins og harðsnúinnar leyniþjónustu landsins hafi um of beinst inn á við að fjöldamótmælunum á götum borganna en í staðinn um of frá mörkunum að Gaza þar sem haldið hefur verið uppi sérlega strangri öryggisgæslu áratugum saman. Því hafi Hamas gripið það óvænta tækifæri, sem þannig gafst, til útrásar með hryllilegum afleiðingum. Líklegt er að stjórn Ísraelsríkis hafi með enn skelfilegri og langdregnari viðbrögðum skaðað orðspor og hagsmuni Gyðinga um allan heim, bæði innan og utan Ísraels, varanlega eða amk. til langrar framtíðar. Ekki er td. ólíklegt að í ólýsanlegum hörmungum sl. tveggja ára á Gaza hafi Ísraelsher fyllt hug og hjörtu hundruða þúsunda, jafnvel milljóna Gazabúa ævilangri heift og hatri um ókomin ár og aldir. Margar ríkisstjórnir vestrænna lýðræðisríkja hafa enn ekki haft kjark eða döngun í sér til að draga skýra línu milli þjóðar og samfélags gyðinga, sögu þeirra og menningu annars vegar og hins vegar öfgafullra stjórnvalda Ísraelsríkis. Engu er líkara en ísraelski herinn skjóti og varpi sprengjum á öll mjúku skotmörkin, sjúkrahús, matarmarkaði, bænastaði, tjaldbúðir og jafnvel hópa kvenna og barna í von um að einhvers staðar leynist Hamasliðar. Engu er líkara en þessi her virði líf Gazabúa minna en einskis. Er hugsanleg að Netanyahu haldi stríðsrekstri sínum á Gaza áfram eins lengi og mögulet er til þess eins að forðast ákærur á hendur sér persónulega fyrir mútuþægni, trúnaðarbrot, fjársvik, og vanrækslu í starfi ? Er hugsanleg að Netanyahu ætli að raungera hugmynd vinar síns, fasteignsalans í Hvíta húsinu, um að breyta Gaza í glæsilegt fasteignaævintýri. Rústirnar væru etv. efni í dálaglega landfyllingu á Miðjarðarhafsströndinni ? Eitt er víst. Á meðan voldugasti fasteignasali heims veitir Netanyahu óskoraðan stuðning mun Ísraelsher halda áfram að fremja þjóðarmorð. Þess vegna þurfa allir að beina orðum sínum að Hvíta húsinu, sem fjármagnar meðvitað eða ómeðvitað þá hungursneyð af manna völdum, sem Sameinuðu þjóðirnar og IPC hafa lýst yfir í dag. Föstudagurinn 22. ágúst 2025 verðskuldar annað greinilegt merki á rás tímans. Þó við Íslendingar séu agnarsmátt samfélag meðal þjóða heims verður rödd okkar að heyrast. Strax ! Og það hátt og snallt ! Höfundur er arkitekt
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun