Algjört hrun í fálkastofninum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. ágúst 2025 21:33 Mynd af fálka úr safni. Vísir/Vilhelm Fálkar hafa ekki verið færri á Íslandi síðan mælingar hófust fyrir fjörutíu og fjórum árum. Fuglafræðingur segir fuglaflensu líklega einu skýringuna, en síðan 2021 hefur meira en helmingur dauðra fálka sem borist hafa til Náttúrufræðistofnunar, verið sýktir af fuglaflensu. Fjallað var um ástand íslenska fálkastofnsins í Speglinum á RÚV, en þar var Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur sem leitt hefur teymi Náttúrufræðistofnunar við vöktun fálka í rúma fjóra áratugi, til viðtals. Ólafur segir að hægi ekki á fordæmalausri fækkun gæti stofninn horfið á næstu árum. Árlega kemba rannsakendur ríflega fimm þúsund ferkílómetra til að finna svokölluð óðul fálkanna. Óðul fálkans, eða hreiður hans og nánasta umhverfi, er yfirleitt í klettum en eftir að fálkar velja sér óðal eru þeir heimakærir og trúir sínum óðulum, kynslóð eftir kynslóð. Mörg óðulin séu núna tóm. „Það er dapurlegt þegar maður kemur og mörg af þessum góðu óðulum sem alltaf voru setin fálkum eru núna tóm. Það eru engir fálkar til að koma og fagna manni, eða þannig, þeir yfirleitt skamma mann þegar maður kemur“, segir Ólafur í þættinum. Algjört hrun í stofninum Ólafur segir að af þeim 88 óðulum sem eru á rannsóknarsvæðinu hafi aðeins 27 þeirra verið setin, eða um 30 prósent. Þetta hlutfall hafi sveiflast milli ára, en þróunin eftir 2022 sé uggvænleg. Talað sé um algert hrun í stofninum og því miður sjái ekki fyrir endann á þeirri þróun. Líklegasta skýringin sé skæð fuglaflensa, sem yfir helmingur dauðra fugla sem borist hafa Náttúrufræðistofnun síðan 2021 hafa verið sýktir af. „Fálkar virðast vera mjög viðkvæmir fyrir þessari veiru. Smitleiðin inn í fálkastofninn er líklega í gegnum fæðuna. Hann hikar ekki við að leggjast á hræ og eins ef að það eru sjúkir eða bæklaðir fuglar sem eru auðveld bráð þá lætur hann freistast og fangar þá og étur“, segir Ólafur. Flest bendi til þess að það sé smitleiðin - að fálkinn éti fugla með fuglaflensu eða fuglaflensusýkt hræ. Sjá nánar á vef Ríkisútvarpsins. Dýr Fuglar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Fálkastofninn nálgast hámark Árlegri talningu Náttúrufræðistofnunar Íslands á fálkum er lokið. Stærsti áhrifaþáttur á stærð stofnsins er ástand rjúpnastofnsins, en rjúpa er mikilvægasta fæða fálka. 23. ágúst 2011 04:30 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Fjallað var um ástand íslenska fálkastofnsins í Speglinum á RÚV, en þar var Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur sem leitt hefur teymi Náttúrufræðistofnunar við vöktun fálka í rúma fjóra áratugi, til viðtals. Ólafur segir að hægi ekki á fordæmalausri fækkun gæti stofninn horfið á næstu árum. Árlega kemba rannsakendur ríflega fimm þúsund ferkílómetra til að finna svokölluð óðul fálkanna. Óðul fálkans, eða hreiður hans og nánasta umhverfi, er yfirleitt í klettum en eftir að fálkar velja sér óðal eru þeir heimakærir og trúir sínum óðulum, kynslóð eftir kynslóð. Mörg óðulin séu núna tóm. „Það er dapurlegt þegar maður kemur og mörg af þessum góðu óðulum sem alltaf voru setin fálkum eru núna tóm. Það eru engir fálkar til að koma og fagna manni, eða þannig, þeir yfirleitt skamma mann þegar maður kemur“, segir Ólafur í þættinum. Algjört hrun í stofninum Ólafur segir að af þeim 88 óðulum sem eru á rannsóknarsvæðinu hafi aðeins 27 þeirra verið setin, eða um 30 prósent. Þetta hlutfall hafi sveiflast milli ára, en þróunin eftir 2022 sé uggvænleg. Talað sé um algert hrun í stofninum og því miður sjái ekki fyrir endann á þeirri þróun. Líklegasta skýringin sé skæð fuglaflensa, sem yfir helmingur dauðra fugla sem borist hafa Náttúrufræðistofnun síðan 2021 hafa verið sýktir af. „Fálkar virðast vera mjög viðkvæmir fyrir þessari veiru. Smitleiðin inn í fálkastofninn er líklega í gegnum fæðuna. Hann hikar ekki við að leggjast á hræ og eins ef að það eru sjúkir eða bæklaðir fuglar sem eru auðveld bráð þá lætur hann freistast og fangar þá og étur“, segir Ólafur. Flest bendi til þess að það sé smitleiðin - að fálkinn éti fugla með fuglaflensu eða fuglaflensusýkt hræ. Sjá nánar á vef Ríkisútvarpsins.
Dýr Fuglar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Fálkastofninn nálgast hámark Árlegri talningu Náttúrufræðistofnunar Íslands á fálkum er lokið. Stærsti áhrifaþáttur á stærð stofnsins er ástand rjúpnastofnsins, en rjúpa er mikilvægasta fæða fálka. 23. ágúst 2011 04:30 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Fálkastofninn nálgast hámark Árlegri talningu Náttúrufræðistofnunar Íslands á fálkum er lokið. Stærsti áhrifaþáttur á stærð stofnsins er ástand rjúpnastofnsins, en rjúpa er mikilvægasta fæða fálka. 23. ágúst 2011 04:30