Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. ágúst 2025 23:31 Frá ferjubryggjunni við Flatey. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur hafnað beiðni Hótel Flateyjar um að breytingar verði gerðar á deiliskipulagi svo hægt verði að byggja við hótelið. Sveitarstjóri segir að tillagan þurfi að falla betur að athugasemdum Minjastofnunar eigi hún fram að ganga. Hótel Flatey sótti í síðast amánuði um leyfi til að stækka hótelið og byggja á friðlýstu landi í Flatey. Íbúar á eyjunni voru ekki allir sáttir við áformin, og lýsti bóndi einn miklum áhyggjum af þessu í samtali við Vísi. Í bókun sveitarjórnar Reykhólahrepps segir að 29 umsagnir hafi borist um deiliskipulagstillöguna, bæði frá stofnunum og hagsmunaaðilum. „Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd telur mikilvægt að byggja undir rekstur Hótel Flateyjar en telur fram komnar umsagnir og ályktun íbúafundar sýna að mikilvægt er að taka skref til baka og vinna heildstætt mat á þolmörkum eyjarinnar með tilliti til innviða, náttúruverndar og félagslegra þolmarka.“ „Nefndin telur að umsögn Minjastofnunar sýni fram á að byggingaráform hótelsins, sem eru meginmarkmið breytingarinnar, samrýmist ekki skilmálum verndaráætlunar Flateyjar. Þar sem Minjastofnun, sem er leyfisveitandi framkvæmda innan friðhelgunarsvæða friðlýstra fornminja, leggst gegn fyrirhugaðri deiliskipulagstillögu muni málið ekki ná fram að ganga í óbreyttri mynd,“ segir í bókuninni. Hótelið skipti miklu máli Lagt verði til að undirbúa samráð við Hótel Flatey, hagsmunaaðila og stofnanir til að skoða aðra möguleika til að ná fram markmiðum breytingarinnar án þess að ganga gegn verndarákvæðum. Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Reykhólahrepps, segir í samtali við fréttastofu að athugasemdirnar sem fram hafi komið hafi verið þess eðlis að sveitarfélagið hafi ákveðið að halda ekki áfram. „Þetta er verndarsvæði í byggð og þar gilda mjög strangar kröfur. Þegar Minjastofnun segir nei, er eiginlega ekki lengra haldið.“ „Flatey er einstök og það er ekki hægt að gera hlutina hvernig sem er. En að sama skapi skiptir hótelið miklu máli fyrir Eyjuna og ferðamennskuna. Við þurfum að finna leiðina til að komast áfram með þetta,“ segir Ólafur. Flatey Reykhólahreppur Hótel á Íslandi Ferðaþjónusta Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Sjá meira
Hótel Flatey sótti í síðast amánuði um leyfi til að stækka hótelið og byggja á friðlýstu landi í Flatey. Íbúar á eyjunni voru ekki allir sáttir við áformin, og lýsti bóndi einn miklum áhyggjum af þessu í samtali við Vísi. Í bókun sveitarjórnar Reykhólahrepps segir að 29 umsagnir hafi borist um deiliskipulagstillöguna, bæði frá stofnunum og hagsmunaaðilum. „Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd telur mikilvægt að byggja undir rekstur Hótel Flateyjar en telur fram komnar umsagnir og ályktun íbúafundar sýna að mikilvægt er að taka skref til baka og vinna heildstætt mat á þolmörkum eyjarinnar með tilliti til innviða, náttúruverndar og félagslegra þolmarka.“ „Nefndin telur að umsögn Minjastofnunar sýni fram á að byggingaráform hótelsins, sem eru meginmarkmið breytingarinnar, samrýmist ekki skilmálum verndaráætlunar Flateyjar. Þar sem Minjastofnun, sem er leyfisveitandi framkvæmda innan friðhelgunarsvæða friðlýstra fornminja, leggst gegn fyrirhugaðri deiliskipulagstillögu muni málið ekki ná fram að ganga í óbreyttri mynd,“ segir í bókuninni. Hótelið skipti miklu máli Lagt verði til að undirbúa samráð við Hótel Flatey, hagsmunaaðila og stofnanir til að skoða aðra möguleika til að ná fram markmiðum breytingarinnar án þess að ganga gegn verndarákvæðum. Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Reykhólahrepps, segir í samtali við fréttastofu að athugasemdirnar sem fram hafi komið hafi verið þess eðlis að sveitarfélagið hafi ákveðið að halda ekki áfram. „Þetta er verndarsvæði í byggð og þar gilda mjög strangar kröfur. Þegar Minjastofnun segir nei, er eiginlega ekki lengra haldið.“ „Flatey er einstök og það er ekki hægt að gera hlutina hvernig sem er. En að sama skapi skiptir hótelið miklu máli fyrir Eyjuna og ferðamennskuna. Við þurfum að finna leiðina til að komast áfram með þetta,“ segir Ólafur.
Flatey Reykhólahreppur Hótel á Íslandi Ferðaþjónusta Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Sjá meira