Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2025 06:31 Tommy Fleetwood gat ekki annað en brosað eftir aðstoðina frá flugunni. Getty/Kevin C. Cox/NurPhoto Enski kylfingurinn Tommy Fleetwood fékk óvenjulega aðstoð á BMW Championship golfmótinu um helgina. Heppnin hefur ekki verið með Fleetwood á þessu ári. Hann hefur oft verið við toppinn á mótum og spilað mjög vel en náði ekki að vinna eitt einasta mót á mótaröðinni. Síðasti sigur hans á móti kom í janúar 2024 en síðan hefur vantað herslumuninn á svo mörgum mótum. Kannski fer lukkan nú að snúast með honum og fugl um helgina gefur kannski fyrirheit um það að heppnin sé aftur með honum í liði. Fleetwood átti þá gott pútt en kúlan stöðvaðist engu að síður við holubrúnina. Var óheppnin enn að elta hann. Nei ekki alveg. Fleetwood byrjaði að ganga í átt að holunni þegar skordýr, einhverskonar fluga, settist á kúluna. Þetta var nóg til að kúlan snerist aðeins, fór af stað og datt ofan í holu. Fleetwood gat skiljanlega ekki annað en brosað og púttið var það langt frá að hann var enn innan tímamarka til að komast að kúlunni til að ýta henni sjálfur ofan í holuna. Hann sparaði sér dýrmætt högg. Þetta högg hjálpaði honum að ná fimmta sætinu sem þýddi verðlaunafé upp á 730 þúsund Bandaríkjadali eða níutíu milljónir. Fimmta sætið á þessu móti hjálpaði honum einnig að tryggja sér 1,45 milljón dollara bónus með því að ná fimmta sæti á FedEx listanum. Sá bónus er upp á 180 milljónir í íslenskum krónum. Það má sjá þessa hjálp frá flugunni hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports) Golf Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Heppnin hefur ekki verið með Fleetwood á þessu ári. Hann hefur oft verið við toppinn á mótum og spilað mjög vel en náði ekki að vinna eitt einasta mót á mótaröðinni. Síðasti sigur hans á móti kom í janúar 2024 en síðan hefur vantað herslumuninn á svo mörgum mótum. Kannski fer lukkan nú að snúast með honum og fugl um helgina gefur kannski fyrirheit um það að heppnin sé aftur með honum í liði. Fleetwood átti þá gott pútt en kúlan stöðvaðist engu að síður við holubrúnina. Var óheppnin enn að elta hann. Nei ekki alveg. Fleetwood byrjaði að ganga í átt að holunni þegar skordýr, einhverskonar fluga, settist á kúluna. Þetta var nóg til að kúlan snerist aðeins, fór af stað og datt ofan í holu. Fleetwood gat skiljanlega ekki annað en brosað og púttið var það langt frá að hann var enn innan tímamarka til að komast að kúlunni til að ýta henni sjálfur ofan í holuna. Hann sparaði sér dýrmætt högg. Þetta högg hjálpaði honum að ná fimmta sætinu sem þýddi verðlaunafé upp á 730 þúsund Bandaríkjadali eða níutíu milljónir. Fimmta sætið á þessu móti hjálpaði honum einnig að tryggja sér 1,45 milljón dollara bónus með því að ná fimmta sæti á FedEx listanum. Sá bónus er upp á 180 milljónir í íslenskum krónum. Það má sjá þessa hjálp frá flugunni hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports)
Golf Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira