Framboðið „verður að koma í ljós“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. ágúst 2025 17:05 Sanna Magdalena Mörudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista, sagði það hafa verið orðaleik að titla sig sem „sósíalískan borgarfulltrúa.“ Vísir/Ívar Fannar Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hefur ekki ákveðið hvort hún bjóði sig fram fyrir flokkinn í komandi sveitastjórnarkosningum. Mikið hefur gengið á innan stjórnar flokksins eftir stjórnarskipti í vor. Hún segist opin fyrir samtali um samstarf við aðra flokka. Það vakti athygli blaðamanns þegar Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, titlaði sig sem „sósíalískur borgarfulltrúi“ í aðsendri skoðanagrein á Vísi. „Ég var bara að leika mér með orðalag,“ segir Sanna í samtali við fréttastofu. „Ég er hluti af þessum framboði sem náði inn þó það sé augljóst hver skoðun mín er á núverandi stjórn.“ Mikið hefur gengið á í flokknum í sumar eftir að ný framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins var kjörin. Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi forseti framkvæmdastjórnar flokksins, hlaut ekki kjör þar sem hópur stillti sér upp gegn honum. Sjá nánar: Gunnar Smári féll í stjórnarkjör: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sanna var endurkjörin pólitískur leiðtogi flokksins en sagði sig frá öllum trúnaðarstörfum innan flokksins eftir áðurnefndan fund. Þá sagði hún nýju forystuna stefna í ranga átt. Hún segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hún ætli að bjóða sig fram í sveitastjórnarkosningunum sem nálgast óðum. Þær fara fram 16. maí, sama dag og úrslitakvöld Eurovision. Þannig, ef þú myndir bjóða þig fram í komandi sveitastjórnarkosningum þá væri það fyrir Sósíalistaflokkinn? „Það verður að koma í ljós, ég hef ekki tekið ákvörðun.“ Sjálfsagt að ræða samstarf Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur sagst vera að skoða samstarf við aðra flokka fyrir komandi kosningar. „Mér finnst sjálfsagt að ræða hvort að það gæti gengið upp, mér fyndist eðlilegt og sjálfsagt að ræða það,“ segir Sanna. „Mér fyndist athyglisvert ef við gætum komið á einhverjum vettvangi þar sem að kjósendur sem aðhyllast sömu hugmyndir geti rætt saman.“ Engin formleg skref hafa verið tekin en að sögn Sönnu hafa Píratar verið nefndir en hún hafi sjálf ekki tekið þátt í slíkum samtölum. Hún vill efla grasrót flokkanna og koma af stað samtali. „Auðvitað er maður að heyra í fólki úr öðrum flokkum, það hefur átt sér stað, en það þarf að fara fram meira samtal um þetta,“ segir Sanna. „Það er mikið verið að spyrja mig þau sem að leiða störfin rir sína flokkanna hvernig ég sjái framtíðina fyrir mér. Mér fyndist svo athyglisvert og mikilvægt að heyra hvað grasrót flokkanna er að segja og ég vil heyra frá þeim.“ Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Það vakti athygli blaðamanns þegar Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, titlaði sig sem „sósíalískur borgarfulltrúi“ í aðsendri skoðanagrein á Vísi. „Ég var bara að leika mér með orðalag,“ segir Sanna í samtali við fréttastofu. „Ég er hluti af þessum framboði sem náði inn þó það sé augljóst hver skoðun mín er á núverandi stjórn.“ Mikið hefur gengið á í flokknum í sumar eftir að ný framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins var kjörin. Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi forseti framkvæmdastjórnar flokksins, hlaut ekki kjör þar sem hópur stillti sér upp gegn honum. Sjá nánar: Gunnar Smári féll í stjórnarkjör: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sanna var endurkjörin pólitískur leiðtogi flokksins en sagði sig frá öllum trúnaðarstörfum innan flokksins eftir áðurnefndan fund. Þá sagði hún nýju forystuna stefna í ranga átt. Hún segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hún ætli að bjóða sig fram í sveitastjórnarkosningunum sem nálgast óðum. Þær fara fram 16. maí, sama dag og úrslitakvöld Eurovision. Þannig, ef þú myndir bjóða þig fram í komandi sveitastjórnarkosningum þá væri það fyrir Sósíalistaflokkinn? „Það verður að koma í ljós, ég hef ekki tekið ákvörðun.“ Sjálfsagt að ræða samstarf Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur sagst vera að skoða samstarf við aðra flokka fyrir komandi kosningar. „Mér finnst sjálfsagt að ræða hvort að það gæti gengið upp, mér fyndist eðlilegt og sjálfsagt að ræða það,“ segir Sanna. „Mér fyndist athyglisvert ef við gætum komið á einhverjum vettvangi þar sem að kjósendur sem aðhyllast sömu hugmyndir geti rætt saman.“ Engin formleg skref hafa verið tekin en að sögn Sönnu hafa Píratar verið nefndir en hún hafi sjálf ekki tekið þátt í slíkum samtölum. Hún vill efla grasrót flokkanna og koma af stað samtali. „Auðvitað er maður að heyra í fólki úr öðrum flokkum, það hefur átt sér stað, en það þarf að fara fram meira samtal um þetta,“ segir Sanna. „Það er mikið verið að spyrja mig þau sem að leiða störfin rir sína flokkanna hvernig ég sjái framtíðina fyrir mér. Mér fyndist svo athyglisvert og mikilvægt að heyra hvað grasrót flokkanna er að segja og ég vil heyra frá þeim.“
Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira