Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. ágúst 2025 15:04 Stór ökutæki eru á bílastæði Ástjarnarkirkju. Ástjarnarkirkja Bílastæðið við Ástjarnarkirkju hefur verið tekið yfir af stórum atvinnutækum sem leggja yfir þvert bílastæðið. Prestur í kirkjunni segir slíkt ekki gerast oft. Bílastæði kirkjunnar er ekki það eina þar sem fullt er af ökutækjum. „Við í Ástjarnarkirkju erum öll af vilja gerð til að vera fólki að liði. Oft - og eiginlega oftast horfum við í gegnum fingur okkar með það þegar bílastæðin við kirkjuna fyllast af bílum af ýmsum stærðum og gerðum - öndum með nefinu og bíðum eftir að þeir verði færðir svo fólk sem kemur í kirkjuna geti lagt bílunum sínum við kirkjuna,“ skrifar Arnór Bjarki Blomsterberg, prestur í Ástjarnarkirkju, á Facebook. Í færslunni biður hann þá sem eiga umrædd ökutæki að finna önnur bílastæði. Það sé leiðinlegt að fólk sem sæki kirkjuna fái ekki stæði. „Þetta er ekki algengt og við höfum yfirleitt horft í gegnum fingur okkar,“ segir Arnór í samtali við fréttastofu. Hann þurfi nokkrum sinnum á ári að birta slíkar færslur í hóp íbúa í Hafnarfirði á Facebook, aðallega þegar viðburðir eru fram undan. Hann segist þó skilja ökumenn farartækjanna sem leggi á bílastæði kirkjunnar. Þeir keyri stór ökutæki sem almennt sé erfitt að finna stæði fyrir. Þá sé kirkjan ef til vill nær heimilum viðkomandi og því freistandi að leggja nær heimilum þeirra. Arnór Bjarki segir ökumennina alltaf hafa brugðist vel við og fært bílana samstundis. Hann segir í færslunni að hann vonist til að allir bílarnir verði farnir fyrir morgundaginn. Ferðavagnar taka yfir bílastæði grunnskóla Bílastæði Ástjarnarkirkju er ekki það eina á höfuðborgarsvæðinu sem á í slíkum vanda. Í færslu á Facebook-síðu Garðabæjar biðja bæjaryfirvöld íbúa um að sækja ferðavagna sem geymdir eru á skólalóðum grunnskólanna. „Það er enn fullt af ferðavögnum við grunnskóla bæjarins, sérstaklega við Sjálandsskóla,“ segir í færslunni. Skólastarf hefst á morgun og þurfi starfsfólk og nemendur greitt aðgengi að skólanum og bílastæði hans. „Göngum í málið og sækjum tækin strax í dag.“ Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og Kópavogi hafa áður boðið íbúum að geyma hjól- og fellihýsi á svæðum í eigu sveitarfélaganna. Í svari við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur, þáverandi áherynarfulltrúa í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar frá árinu 2022 sagði að ekki væri á dagskrá að útvega eigendum hjól- og fellihýsa sérstakt geymslupláss yfir sumartímann. Sjá nánar: Ekki á dagskrá að sjá hjól- og fellihýsaeigendum fyrir geymsluplássi á sumrin Hafnarfjörður Garðabær Bílastæði Bílar Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
„Við í Ástjarnarkirkju erum öll af vilja gerð til að vera fólki að liði. Oft - og eiginlega oftast horfum við í gegnum fingur okkar með það þegar bílastæðin við kirkjuna fyllast af bílum af ýmsum stærðum og gerðum - öndum með nefinu og bíðum eftir að þeir verði færðir svo fólk sem kemur í kirkjuna geti lagt bílunum sínum við kirkjuna,“ skrifar Arnór Bjarki Blomsterberg, prestur í Ástjarnarkirkju, á Facebook. Í færslunni biður hann þá sem eiga umrædd ökutæki að finna önnur bílastæði. Það sé leiðinlegt að fólk sem sæki kirkjuna fái ekki stæði. „Þetta er ekki algengt og við höfum yfirleitt horft í gegnum fingur okkar,“ segir Arnór í samtali við fréttastofu. Hann þurfi nokkrum sinnum á ári að birta slíkar færslur í hóp íbúa í Hafnarfirði á Facebook, aðallega þegar viðburðir eru fram undan. Hann segist þó skilja ökumenn farartækjanna sem leggi á bílastæði kirkjunnar. Þeir keyri stór ökutæki sem almennt sé erfitt að finna stæði fyrir. Þá sé kirkjan ef til vill nær heimilum viðkomandi og því freistandi að leggja nær heimilum þeirra. Arnór Bjarki segir ökumennina alltaf hafa brugðist vel við og fært bílana samstundis. Hann segir í færslunni að hann vonist til að allir bílarnir verði farnir fyrir morgundaginn. Ferðavagnar taka yfir bílastæði grunnskóla Bílastæði Ástjarnarkirkju er ekki það eina á höfuðborgarsvæðinu sem á í slíkum vanda. Í færslu á Facebook-síðu Garðabæjar biðja bæjaryfirvöld íbúa um að sækja ferðavagna sem geymdir eru á skólalóðum grunnskólanna. „Það er enn fullt af ferðavögnum við grunnskóla bæjarins, sérstaklega við Sjálandsskóla,“ segir í færslunni. Skólastarf hefst á morgun og þurfi starfsfólk og nemendur greitt aðgengi að skólanum og bílastæði hans. „Göngum í málið og sækjum tækin strax í dag.“ Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og Kópavogi hafa áður boðið íbúum að geyma hjól- og fellihýsi á svæðum í eigu sveitarfélaganna. Í svari við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur, þáverandi áherynarfulltrúa í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar frá árinu 2022 sagði að ekki væri á dagskrá að útvega eigendum hjól- og fellihýsa sérstakt geymslupláss yfir sumartímann. Sjá nánar: Ekki á dagskrá að sjá hjól- og fellihýsaeigendum fyrir geymsluplássi á sumrin
Hafnarfjörður Garðabær Bílastæði Bílar Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira