Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2025 19:30 Fabio fagnar marki hjá Fluminense í leik þar sem hann hélt hreinu, fagnaði sigri og sló heimsmet. EPA/Antonio Lacerda Brasilíski markvörðurinn Fábio er nú sá sem hefur spilað flesta opinbera fótboltaleiki á ferlinum. Fábio spilar með Fluminense í Brasilíu og félagið sagði frá því að hann hafi í gærkvöldi spilað sinn 1391. leik á ferlinum. Heimsmetabók Guinness var með heimsmetið skráð á enska markvörðinn Peter Shilton. Shilton var skráður með 1390 leiki en Shilton taldi þó sjálfur að hann hefði aðeins spilað 1387 leiki. Fluminense say goalkeeper Fabio Deivson Lopes Maciel has broken Peter Shilton’s record for the most competitive appearances in world football 👏🌍 pic.twitter.com/vrx0AjksUI— Match of the Day (@BBCMOTD) August 20, 2025 Fluminense fór eftir skráningu Heimsmetabók Guinness og taldi sinn mann hafa slegið heimsmetið í 2-0 sigri á América de Cali á Maracaná leikvanginum í gær. Leikurinn var í sextán liða úrslitum Suðurameríkukeppninnar, Copa Sudamericana, sem er eins og Evrópudeildin eða næstefsta alþjóðlega keppnin hjá félögunum í Suður Ameríku. Fábio spilaði leikinn með sérstaka merkingu á búningi sínum og fékk síðan heimsmetsplatta afhentan eftir leikinn. Fábio heldur upp á 45 ára afmælið sitt 30. september næstkomandi. Hann hefur nokkrum sinnum verið valinn í brasilíska landsliðshópinn en aldrei spilað landsleik. Hann hefur unnið 27 titla á ferlinum þar á meðal stærstu félagskeppninnar í Suður-Ameríku. Fábio var með þegar Fluminense komst í undanúrslit heimsmeistarakeppni félagsliða í sumar. Hann hefur spilað 976 leiki fyrir Cruzeiro (2005-2021), 235 leiki fyrir Fluminense (2022-2025), 150 leiki Vasco (2000-2004) og 30 leiki fyrir União Bandeirante (1997). Næstir á eftir Fábio og Shilton á listanum yfir flesta opinbera leiki á ferlinum eru Cristiano Ronaldo (1287 leikir), Paul Bastock (1284) og Rogério Ceni (1226). Allir eru markverðir nema Ronaldo. LENDÁRIO! 🧤🔥Fábio acaba de se tornar o jogador com MAIS PARTIDAS na história do futebol mundial! Contra o América de Cali, no Maracanã, pelo, o goleiro do Fluminense chegou a 1391 atuações e superou o inglês Peter Shilton. GIGANTE! 👏⚽️🇭🇺#FutebolBrasileiro #Fabio pic.twitter.com/UV2pwZWxNA— sportv (@sportv) August 20, 2025 Brasilía Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Fábio spilar með Fluminense í Brasilíu og félagið sagði frá því að hann hafi í gærkvöldi spilað sinn 1391. leik á ferlinum. Heimsmetabók Guinness var með heimsmetið skráð á enska markvörðinn Peter Shilton. Shilton var skráður með 1390 leiki en Shilton taldi þó sjálfur að hann hefði aðeins spilað 1387 leiki. Fluminense say goalkeeper Fabio Deivson Lopes Maciel has broken Peter Shilton’s record for the most competitive appearances in world football 👏🌍 pic.twitter.com/vrx0AjksUI— Match of the Day (@BBCMOTD) August 20, 2025 Fluminense fór eftir skráningu Heimsmetabók Guinness og taldi sinn mann hafa slegið heimsmetið í 2-0 sigri á América de Cali á Maracaná leikvanginum í gær. Leikurinn var í sextán liða úrslitum Suðurameríkukeppninnar, Copa Sudamericana, sem er eins og Evrópudeildin eða næstefsta alþjóðlega keppnin hjá félögunum í Suður Ameríku. Fábio spilaði leikinn með sérstaka merkingu á búningi sínum og fékk síðan heimsmetsplatta afhentan eftir leikinn. Fábio heldur upp á 45 ára afmælið sitt 30. september næstkomandi. Hann hefur nokkrum sinnum verið valinn í brasilíska landsliðshópinn en aldrei spilað landsleik. Hann hefur unnið 27 titla á ferlinum þar á meðal stærstu félagskeppninnar í Suður-Ameríku. Fábio var með þegar Fluminense komst í undanúrslit heimsmeistarakeppni félagsliða í sumar. Hann hefur spilað 976 leiki fyrir Cruzeiro (2005-2021), 235 leiki fyrir Fluminense (2022-2025), 150 leiki Vasco (2000-2004) og 30 leiki fyrir União Bandeirante (1997). Næstir á eftir Fábio og Shilton á listanum yfir flesta opinbera leiki á ferlinum eru Cristiano Ronaldo (1287 leikir), Paul Bastock (1284) og Rogério Ceni (1226). Allir eru markverðir nema Ronaldo. LENDÁRIO! 🧤🔥Fábio acaba de se tornar o jogador com MAIS PARTIDAS na história do futebol mundial! Contra o América de Cali, no Maracanã, pelo, o goleiro do Fluminense chegou a 1391 atuações e superou o inglês Peter Shilton. GIGANTE! 👏⚽️🇭🇺#FutebolBrasileiro #Fabio pic.twitter.com/UV2pwZWxNA— sportv (@sportv) August 20, 2025
Brasilía Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira