Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Smári Jökull Jónsson skrifar 20. ágúst 2025 22:04 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir ákvörðun Seðlabankans um óbreytta stýrivexti vera vonbrigði. Vísir/Sigurjón Fjármálaráðherra boðar meira aðhald í fjármálafrumvarpi en hjá fyrri ríkisstjórnum. Hann segir ákvörðun seðlabanka um að halda stýrivöxtum óbreyttum hafa verið vonbrigði en gefur lítið fyrir gagnrýni formanns Sjálfstæðisflokks, sem segir ríkisstjórnina skorta slagkraft. Seðlabankinn tilkynnti í morgun að peningastefnunefnd bankans hefði ákveðið að stýrivextir yrðu óbreyttir en þeir standa nú í 7,5%. Þetta er í fyrsta sinn síðan í október á síðasta ári sem vextir lækka ekki og sagði seðlabankastjóri að vextirnir væru að kæla hagkerfið en að það gengi hægar en búist hafði verið við. „Við erum að sjá meiri verðbólgu í haust en við höfum áður spáð en við erum að gera ráð fyrir að þetta sé tímabundið,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali eftir fund þar sem ákvörðun nefndarinnar var kynnt. „Mun sýna meira aðhald heldur en menn hafa séð hjá fyrri ríkisstjórnum“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir ákvörðun seðlabankans vera vonbrigði en fyrirsjáanlega. Húsnæðismálin þurfi að taka sérstaklega föstum tökum og að samkomulag sé til staðar milli ríkisstjórnarflokka þar að lútandi. Þá nefndi Daði einnig stöðugleikaregluna sem ríkisstjórnin kynnti í vor og sagði það beinlínis markmið hennar að tryggja að ríkisfjármál séu sjálfbær. „Fjármálafrumvarpið í haust mun sýna meira aðhald heldur en menn hafa séð hjá fyrri ríkisstjórnum einfaldlega vegna þess að við ætlum okkur að tryggja stöðugleika í verðlagi,“ sagði Daði Már í kvöldfréttum Sýnar. Segir seðlabankastjóra hafa talað um jákvæð skref ríkisstjórnar Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í pistli á Facebook og sagði hana hvorki hafa slagkraft né plan. Daði Már gefur lítið fyrir orð Guðrúnar og sagði hana betur hafa tekið þátt í að samþykkja góð mál á vorþingi sem sneru að húsnæðismálum. „Ég vil minna á að seðlabankastjóri tók sérstaklega fram þau jákvæðu skref sem við höfum náð sem er að leysa ýmis stórmál, lækka skuldir ríkisins með uppgjörinu á ÍL-sjóði og sölunni á Íslandsbanka.“ Hann segist munu standa undir kröfum almennings og að það væri sameiginlegt verkefni að tryggja verðstöðugleika. „Þessir háu stýrivextir bitna mjög ósanngjarnt á sérstaklega mjög ákveðnum hluta samfélagsins, þeim sem hafa nýlega keypt sér húsnæði. Þetta er verkefni sem við munum vinna saman og leysa.“ Efnahagsmál Seðlabankinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Verðlag Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Jóla jóla stemningin: Elsti í heiðurshópnum 90 ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Sjá meira
Seðlabankinn tilkynnti í morgun að peningastefnunefnd bankans hefði ákveðið að stýrivextir yrðu óbreyttir en þeir standa nú í 7,5%. Þetta er í fyrsta sinn síðan í október á síðasta ári sem vextir lækka ekki og sagði seðlabankastjóri að vextirnir væru að kæla hagkerfið en að það gengi hægar en búist hafði verið við. „Við erum að sjá meiri verðbólgu í haust en við höfum áður spáð en við erum að gera ráð fyrir að þetta sé tímabundið,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali eftir fund þar sem ákvörðun nefndarinnar var kynnt. „Mun sýna meira aðhald heldur en menn hafa séð hjá fyrri ríkisstjórnum“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir ákvörðun seðlabankans vera vonbrigði en fyrirsjáanlega. Húsnæðismálin þurfi að taka sérstaklega föstum tökum og að samkomulag sé til staðar milli ríkisstjórnarflokka þar að lútandi. Þá nefndi Daði einnig stöðugleikaregluna sem ríkisstjórnin kynnti í vor og sagði það beinlínis markmið hennar að tryggja að ríkisfjármál séu sjálfbær. „Fjármálafrumvarpið í haust mun sýna meira aðhald heldur en menn hafa séð hjá fyrri ríkisstjórnum einfaldlega vegna þess að við ætlum okkur að tryggja stöðugleika í verðlagi,“ sagði Daði Már í kvöldfréttum Sýnar. Segir seðlabankastjóra hafa talað um jákvæð skref ríkisstjórnar Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í pistli á Facebook og sagði hana hvorki hafa slagkraft né plan. Daði Már gefur lítið fyrir orð Guðrúnar og sagði hana betur hafa tekið þátt í að samþykkja góð mál á vorþingi sem sneru að húsnæðismálum. „Ég vil minna á að seðlabankastjóri tók sérstaklega fram þau jákvæðu skref sem við höfum náð sem er að leysa ýmis stórmál, lækka skuldir ríkisins með uppgjörinu á ÍL-sjóði og sölunni á Íslandsbanka.“ Hann segist munu standa undir kröfum almennings og að það væri sameiginlegt verkefni að tryggja verðstöðugleika. „Þessir háu stýrivextir bitna mjög ósanngjarnt á sérstaklega mjög ákveðnum hluta samfélagsins, þeim sem hafa nýlega keypt sér húsnæði. Þetta er verkefni sem við munum vinna saman og leysa.“
Efnahagsmál Seðlabankinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Verðlag Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Jóla jóla stemningin: Elsti í heiðurshópnum 90 ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Sjá meira