Sannfærði Balta um að snúa aftur Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. ágúst 2025 15:32 Baltasar leist vel á handritið að Dark Ocean og sannfærðist um að leika í henni. Vísir/Vilhelm/Aðsend Leikstjórinn Baldvin Z sannfærði Baltasar Kormák, sem hefur einblínt á kvikmyndaleikstjórn frá aldamótum, um að færa sig úr leikstjórastólnum fram fyrir kvikmyndatökuvélina á ný fyrir nýja spennumynd. Tímaritið Variety greinir frá fréttum af myndinni Dark Ocean sem verður leikstýrt af Baldvin Zophoníassyni og er framleidd af Glassriver. Auk Baltasars munu Ólafur Darri Ólafsson, Þorsteinn Bachmann og Þorvaldur Davíð Kristjánsson leika í myndinni. Leikararnir og söguþráður myndarinnar verða formlega kynntir í dag á Norræna meðframleiðendamarkaðnum í Haugasundi í Noregi. „Baltasar er frábær leikari og ég hef reynt að fá hann á hvíta tjaldið í þónokkurn tíma en hann er bara alltaf mjög upptekinn!“ er haft eftir Baldvin Z. Baltasar hefur fyrst og fremst einblínt á leikstjórn síðustu tuttug ár. Síðast lék Baltasar í sinni eigin mynd, Eiðnum, árið 2016 og þar áður Reykjavík-Rotterdam (2008) sem hann leikstýrði einnig sjálfur. Átakanleg sjóferð eftir snjófljóð Hugmynd Baldvins að myndinni kviknaði þegar hann las frétt árið 2015 þar sem fram kom að árið 1995 hafi hópur sjómanna farið í land til að hjálpa til við að finna þá sem höfðu grafist undir í snjóflóðinu fyrir vestan. „Eftir þessa átakanlegu reynslu fóru þeir beint aftur út á sjó og dvöldu þar í mánuð. Þeim var bannað að tala um það og tjá tilfinningar sínar,“ sagði Baldvin við Variety. Þegar MeToo-bylgjan reið yfir hafi loksins verið tekið á eitraðri karlmennsku og Baldvin hafi áttað sig á því að hann hafi sjálfur orðið fyrir áhrifum eitraðrar karlmennsku án þess að átta sig á því. Hann hafi viljað kafa djúpt ofan í efnið og leitað til handritshöfundarins Matthíasar Tryggva sem er af yngri kynslóð en Baldvin. Sjóferðin í myndinni breytist fljótt í martröð þegar einn í áhöfninni fremur sjálfsmorð um borð og skipstjórinn neitar að snúa aftur í land. „Ég var mjög ánægður með handrit Baldvins og kom það mér skemmtilega á óvart að hann skyldi hafa samband við mig,“ sagði Baltasar um verkefnið. Hlutverkið hentaði honum vel og hann hafi þess vegna ákveðið að slá til. Baldvin segir næst á dagskrá að finna skip fyrir tökurnar sem áætlað er að hefjist haustið 2026. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk i með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og síma Pieta-samtakanna, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur hefur skrifað nýtt leikrit fyrir Þjóðleikhúsið sem Baltasar Kormákur mun leikstýra. Leikritið heitir Íbúð 10B og fjallar um eiganda fjölbýlishúss í Reykjavík sem ákveður að breyta lúxusíbúð sinni í gistiheimili fyrir hælisleitendur. Íbúar í húsinu hittast svo til að leggja á ráðin um þessa stöðu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. 22. maí 2025 08:42 Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Fyrsta stiklan fyrir miðaldaþættina King & Conqueror sem fjalla um orrustuna við Hastings hefur verið birt en Baltasar Kormákur leikstýrir fyrsta þættinum og er yfirframleiðandi seríunnar. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna. 24. júlí 2025 15:03 Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Tímaritið Variety greinir frá fréttum af myndinni Dark Ocean sem verður leikstýrt af Baldvin Zophoníassyni og er framleidd af Glassriver. Auk Baltasars munu Ólafur Darri Ólafsson, Þorsteinn Bachmann og Þorvaldur Davíð Kristjánsson leika í myndinni. Leikararnir og söguþráður myndarinnar verða formlega kynntir í dag á Norræna meðframleiðendamarkaðnum í Haugasundi í Noregi. „Baltasar er frábær leikari og ég hef reynt að fá hann á hvíta tjaldið í þónokkurn tíma en hann er bara alltaf mjög upptekinn!“ er haft eftir Baldvin Z. Baltasar hefur fyrst og fremst einblínt á leikstjórn síðustu tuttug ár. Síðast lék Baltasar í sinni eigin mynd, Eiðnum, árið 2016 og þar áður Reykjavík-Rotterdam (2008) sem hann leikstýrði einnig sjálfur. Átakanleg sjóferð eftir snjófljóð Hugmynd Baldvins að myndinni kviknaði þegar hann las frétt árið 2015 þar sem fram kom að árið 1995 hafi hópur sjómanna farið í land til að hjálpa til við að finna þá sem höfðu grafist undir í snjóflóðinu fyrir vestan. „Eftir þessa átakanlegu reynslu fóru þeir beint aftur út á sjó og dvöldu þar í mánuð. Þeim var bannað að tala um það og tjá tilfinningar sínar,“ sagði Baldvin við Variety. Þegar MeToo-bylgjan reið yfir hafi loksins verið tekið á eitraðri karlmennsku og Baldvin hafi áttað sig á því að hann hafi sjálfur orðið fyrir áhrifum eitraðrar karlmennsku án þess að átta sig á því. Hann hafi viljað kafa djúpt ofan í efnið og leitað til handritshöfundarins Matthíasar Tryggva sem er af yngri kynslóð en Baldvin. Sjóferðin í myndinni breytist fljótt í martröð þegar einn í áhöfninni fremur sjálfsmorð um borð og skipstjórinn neitar að snúa aftur í land. „Ég var mjög ánægður með handrit Baldvins og kom það mér skemmtilega á óvart að hann skyldi hafa samband við mig,“ sagði Baltasar um verkefnið. Hlutverkið hentaði honum vel og hann hafi þess vegna ákveðið að slá til. Baldvin segir næst á dagskrá að finna skip fyrir tökurnar sem áætlað er að hefjist haustið 2026. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk i með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og síma Pieta-samtakanna, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk i með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og síma Pieta-samtakanna, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur hefur skrifað nýtt leikrit fyrir Þjóðleikhúsið sem Baltasar Kormákur mun leikstýra. Leikritið heitir Íbúð 10B og fjallar um eiganda fjölbýlishúss í Reykjavík sem ákveður að breyta lúxusíbúð sinni í gistiheimili fyrir hælisleitendur. Íbúar í húsinu hittast svo til að leggja á ráðin um þessa stöðu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. 22. maí 2025 08:42 Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Fyrsta stiklan fyrir miðaldaþættina King & Conqueror sem fjalla um orrustuna við Hastings hefur verið birt en Baltasar Kormákur leikstýrir fyrsta þættinum og er yfirframleiðandi seríunnar. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna. 24. júlí 2025 15:03 Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur hefur skrifað nýtt leikrit fyrir Þjóðleikhúsið sem Baltasar Kormákur mun leikstýra. Leikritið heitir Íbúð 10B og fjallar um eiganda fjölbýlishúss í Reykjavík sem ákveður að breyta lúxusíbúð sinni í gistiheimili fyrir hælisleitendur. Íbúar í húsinu hittast svo til að leggja á ráðin um þessa stöðu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. 22. maí 2025 08:42
Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Fyrsta stiklan fyrir miðaldaþættina King & Conqueror sem fjalla um orrustuna við Hastings hefur verið birt en Baltasar Kormákur leikstýrir fyrsta þættinum og er yfirframleiðandi seríunnar. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna. 24. júlí 2025 15:03