„Þetta er innrás“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2025 13:01 Norskir kafarar við störf í Haukasdalsá í gær. Þeir færa sig í Vatnsdalsá í Húnabyggð í dag. Vísir/Anton Brink Formaður Veiðifélags Vatnsdalsár segir stjórnvöld hafa skilað auðu í málum er varða sjókvíaeldi og verndun íslenska laxastofnsins. Niðurstöðu úr erfðarannsókn á löxum sem veiddust í Haukadalsá í síðustu viku er enn beðið. Norskir kafarar sinntu í gær eftirliti í Haukadalsá fyrir Fiskistofu, en nokkrir eldislaxar hafa veiðst í ánni á undanförnum dögum. Einn lax, með einkenni eldislax, hefur veiðst í Vatnsdalsá í Húnaþingi og munu kafararnir beina spjótum sínum þangað í dag. „Það er algjör óvissa, við vonum það besta en búum okkur undir það versta. Þetta er fyrst og fremst stöðutaka til að sjá hvernig ástandið er og reyna að ná utan um það,“ segir Kristján Þorbjörnsson, formaður Veiðifélags Vatnsdalsár. Hann segir atburðarrás síðustu daga hafa vakið upp minningar af því sem hann kallar ógnaratburð, þegar tugir strokulaxa úr kvíum Arctic Sea Farm veiddust í ám á Norðvesturlandi árið 2023. „Það er nú bara fortíðin sem segir okkur að það er við öllu að búast. Það virðist enginn hafa neitt yfirlit um það eða yfirsjón hvort eldislax sé hér á sveimi eða ekki.“ Norskur laxakafari, sem rætt var við í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi, sagði viðbrögð Íslendinga langt frá því að vera nógu góð. „Það eru bara forkastanleg vinnubrögð sem hafa viðgengist varðandi þetta allt saman. Talsmenn þessara innrásaraðila hafa talið öllum trú um að það sé engin hætta,“ segir Kristján. „Stjórnvöld hafa skilað gjörsamlega auðu og nú verður hver og einn að grípa til aðgerða við sína á. Þetta er innrás, ekkert nema innrás og við áskiljum okkur þann rétt að verja ána á allan þann hátt sem við getum.“ Lax Sjókvíaeldi Húnabyggð Tengdar fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Norskir kafarar hafa verið við störf í Haukadalsá í Dalasýslu í dag, og leitað að eldislöxum. Þeir hófu störf um hálfþrjúleytið í dag, og skömmu síðar skutluðu þeir í fyrsta laxinn sem þeim þótti grunsamlegur. Þeir náðu að minnsta kosti fjórum löxum sem þeir telja mögulega eldislaxa í dag. 19. ágúst 2025 22:00 Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Norskir kafarar eru komnir til landsins til að sinna eftirliti í Haukadalsá fyrir Fiskistofu. Laxar með skýr einkenni eldisfiska hafa veiðst í ánni á undanförnum dögum. 19. ágúst 2025 16:40 Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Enn á ný er komið upp neyðarástand í íslenskri náttúru. Strokulaxar úr sjókvíaeldi synda nú upp í árnar okkar og ógna tilvist villta laxins. Haukadalsá í Dölum er ein af þekktustu laxveiðiám landsins og hefur sinn einstaka laxastofn sem hefur aðlagast aðstæðum þar síðan á síðustu ísöld. 18. ágúst 2025 14:31 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Norskir kafarar sinntu í gær eftirliti í Haukadalsá fyrir Fiskistofu, en nokkrir eldislaxar hafa veiðst í ánni á undanförnum dögum. Einn lax, með einkenni eldislax, hefur veiðst í Vatnsdalsá í Húnaþingi og munu kafararnir beina spjótum sínum þangað í dag. „Það er algjör óvissa, við vonum það besta en búum okkur undir það versta. Þetta er fyrst og fremst stöðutaka til að sjá hvernig ástandið er og reyna að ná utan um það,“ segir Kristján Þorbjörnsson, formaður Veiðifélags Vatnsdalsár. Hann segir atburðarrás síðustu daga hafa vakið upp minningar af því sem hann kallar ógnaratburð, þegar tugir strokulaxa úr kvíum Arctic Sea Farm veiddust í ám á Norðvesturlandi árið 2023. „Það er nú bara fortíðin sem segir okkur að það er við öllu að búast. Það virðist enginn hafa neitt yfirlit um það eða yfirsjón hvort eldislax sé hér á sveimi eða ekki.“ Norskur laxakafari, sem rætt var við í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi, sagði viðbrögð Íslendinga langt frá því að vera nógu góð. „Það eru bara forkastanleg vinnubrögð sem hafa viðgengist varðandi þetta allt saman. Talsmenn þessara innrásaraðila hafa talið öllum trú um að það sé engin hætta,“ segir Kristján. „Stjórnvöld hafa skilað gjörsamlega auðu og nú verður hver og einn að grípa til aðgerða við sína á. Þetta er innrás, ekkert nema innrás og við áskiljum okkur þann rétt að verja ána á allan þann hátt sem við getum.“
Lax Sjókvíaeldi Húnabyggð Tengdar fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Norskir kafarar hafa verið við störf í Haukadalsá í Dalasýslu í dag, og leitað að eldislöxum. Þeir hófu störf um hálfþrjúleytið í dag, og skömmu síðar skutluðu þeir í fyrsta laxinn sem þeim þótti grunsamlegur. Þeir náðu að minnsta kosti fjórum löxum sem þeir telja mögulega eldislaxa í dag. 19. ágúst 2025 22:00 Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Norskir kafarar eru komnir til landsins til að sinna eftirliti í Haukadalsá fyrir Fiskistofu. Laxar með skýr einkenni eldisfiska hafa veiðst í ánni á undanförnum dögum. 19. ágúst 2025 16:40 Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Enn á ný er komið upp neyðarástand í íslenskri náttúru. Strokulaxar úr sjókvíaeldi synda nú upp í árnar okkar og ógna tilvist villta laxins. Haukadalsá í Dölum er ein af þekktustu laxveiðiám landsins og hefur sinn einstaka laxastofn sem hefur aðlagast aðstæðum þar síðan á síðustu ísöld. 18. ágúst 2025 14:31 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Ísland frumstætt samanborið við Noreg Norskir kafarar hafa verið við störf í Haukadalsá í Dalasýslu í dag, og leitað að eldislöxum. Þeir hófu störf um hálfþrjúleytið í dag, og skömmu síðar skutluðu þeir í fyrsta laxinn sem þeim þótti grunsamlegur. Þeir náðu að minnsta kosti fjórum löxum sem þeir telja mögulega eldislaxa í dag. 19. ágúst 2025 22:00
Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Norskir kafarar eru komnir til landsins til að sinna eftirliti í Haukadalsá fyrir Fiskistofu. Laxar með skýr einkenni eldisfiska hafa veiðst í ánni á undanförnum dögum. 19. ágúst 2025 16:40
Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Enn á ný er komið upp neyðarástand í íslenskri náttúru. Strokulaxar úr sjókvíaeldi synda nú upp í árnar okkar og ógna tilvist villta laxins. Haukadalsá í Dölum er ein af þekktustu laxveiðiám landsins og hefur sinn einstaka laxastofn sem hefur aðlagast aðstæðum þar síðan á síðustu ísöld. 18. ágúst 2025 14:31