„Þetta er innrás“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2025 13:01 Norskir kafarar við störf í Haukasdalsá í gær. Þeir færa sig í Vatnsdalsá í Húnabyggð í dag. Vísir/Anton Brink Formaður Veiðifélags Vatnsdalsár segir stjórnvöld hafa skilað auðu í málum er varða sjókvíaeldi og verndun íslenska laxastofnsins. Niðurstöðu úr erfðarannsókn á löxum sem veiddust í Haukadalsá í síðustu viku er enn beðið. Norskir kafarar sinntu í gær eftirliti í Haukadalsá fyrir Fiskistofu, en nokkrir eldislaxar hafa veiðst í ánni á undanförnum dögum. Einn lax, með einkenni eldislax, hefur veiðst í Vatnsdalsá í Húnaþingi og munu kafararnir beina spjótum sínum þangað í dag. „Það er algjör óvissa, við vonum það besta en búum okkur undir það versta. Þetta er fyrst og fremst stöðutaka til að sjá hvernig ástandið er og reyna að ná utan um það,“ segir Kristján Þorbjörnsson, formaður Veiðifélags Vatnsdalsár. Hann segir atburðarrás síðustu daga hafa vakið upp minningar af því sem hann kallar ógnaratburð, þegar tugir strokulaxa úr kvíum Arctic Sea Farm veiddust í ám á Norðvesturlandi árið 2023. „Það er nú bara fortíðin sem segir okkur að það er við öllu að búast. Það virðist enginn hafa neitt yfirlit um það eða yfirsjón hvort eldislax sé hér á sveimi eða ekki.“ Norskur laxakafari, sem rætt var við í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi, sagði viðbrögð Íslendinga langt frá því að vera nógu góð. „Það eru bara forkastanleg vinnubrögð sem hafa viðgengist varðandi þetta allt saman. Talsmenn þessara innrásaraðila hafa talið öllum trú um að það sé engin hætta,“ segir Kristján. „Stjórnvöld hafa skilað gjörsamlega auðu og nú verður hver og einn að grípa til aðgerða við sína á. Þetta er innrás, ekkert nema innrás og við áskiljum okkur þann rétt að verja ána á allan þann hátt sem við getum.“ Lax Sjókvíaeldi Húnabyggð Tengdar fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Norskir kafarar hafa verið við störf í Haukadalsá í Dalasýslu í dag, og leitað að eldislöxum. Þeir hófu störf um hálfþrjúleytið í dag, og skömmu síðar skutluðu þeir í fyrsta laxinn sem þeim þótti grunsamlegur. Þeir náðu að minnsta kosti fjórum löxum sem þeir telja mögulega eldislaxa í dag. 19. ágúst 2025 22:00 Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Norskir kafarar eru komnir til landsins til að sinna eftirliti í Haukadalsá fyrir Fiskistofu. Laxar með skýr einkenni eldisfiska hafa veiðst í ánni á undanförnum dögum. 19. ágúst 2025 16:40 Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Enn á ný er komið upp neyðarástand í íslenskri náttúru. Strokulaxar úr sjókvíaeldi synda nú upp í árnar okkar og ógna tilvist villta laxins. Haukadalsá í Dölum er ein af þekktustu laxveiðiám landsins og hefur sinn einstaka laxastofn sem hefur aðlagast aðstæðum þar síðan á síðustu ísöld. 18. ágúst 2025 14:31 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Norskir kafarar sinntu í gær eftirliti í Haukadalsá fyrir Fiskistofu, en nokkrir eldislaxar hafa veiðst í ánni á undanförnum dögum. Einn lax, með einkenni eldislax, hefur veiðst í Vatnsdalsá í Húnaþingi og munu kafararnir beina spjótum sínum þangað í dag. „Það er algjör óvissa, við vonum það besta en búum okkur undir það versta. Þetta er fyrst og fremst stöðutaka til að sjá hvernig ástandið er og reyna að ná utan um það,“ segir Kristján Þorbjörnsson, formaður Veiðifélags Vatnsdalsár. Hann segir atburðarrás síðustu daga hafa vakið upp minningar af því sem hann kallar ógnaratburð, þegar tugir strokulaxa úr kvíum Arctic Sea Farm veiddust í ám á Norðvesturlandi árið 2023. „Það er nú bara fortíðin sem segir okkur að það er við öllu að búast. Það virðist enginn hafa neitt yfirlit um það eða yfirsjón hvort eldislax sé hér á sveimi eða ekki.“ Norskur laxakafari, sem rætt var við í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi, sagði viðbrögð Íslendinga langt frá því að vera nógu góð. „Það eru bara forkastanleg vinnubrögð sem hafa viðgengist varðandi þetta allt saman. Talsmenn þessara innrásaraðila hafa talið öllum trú um að það sé engin hætta,“ segir Kristján. „Stjórnvöld hafa skilað gjörsamlega auðu og nú verður hver og einn að grípa til aðgerða við sína á. Þetta er innrás, ekkert nema innrás og við áskiljum okkur þann rétt að verja ána á allan þann hátt sem við getum.“
Lax Sjókvíaeldi Húnabyggð Tengdar fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Norskir kafarar hafa verið við störf í Haukadalsá í Dalasýslu í dag, og leitað að eldislöxum. Þeir hófu störf um hálfþrjúleytið í dag, og skömmu síðar skutluðu þeir í fyrsta laxinn sem þeim þótti grunsamlegur. Þeir náðu að minnsta kosti fjórum löxum sem þeir telja mögulega eldislaxa í dag. 19. ágúst 2025 22:00 Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Norskir kafarar eru komnir til landsins til að sinna eftirliti í Haukadalsá fyrir Fiskistofu. Laxar með skýr einkenni eldisfiska hafa veiðst í ánni á undanförnum dögum. 19. ágúst 2025 16:40 Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Enn á ný er komið upp neyðarástand í íslenskri náttúru. Strokulaxar úr sjókvíaeldi synda nú upp í árnar okkar og ógna tilvist villta laxins. Haukadalsá í Dölum er ein af þekktustu laxveiðiám landsins og hefur sinn einstaka laxastofn sem hefur aðlagast aðstæðum þar síðan á síðustu ísöld. 18. ágúst 2025 14:31 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ísland frumstætt samanborið við Noreg Norskir kafarar hafa verið við störf í Haukadalsá í Dalasýslu í dag, og leitað að eldislöxum. Þeir hófu störf um hálfþrjúleytið í dag, og skömmu síðar skutluðu þeir í fyrsta laxinn sem þeim þótti grunsamlegur. Þeir náðu að minnsta kosti fjórum löxum sem þeir telja mögulega eldislaxa í dag. 19. ágúst 2025 22:00
Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Norskir kafarar eru komnir til landsins til að sinna eftirliti í Haukadalsá fyrir Fiskistofu. Laxar með skýr einkenni eldisfiska hafa veiðst í ánni á undanförnum dögum. 19. ágúst 2025 16:40
Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Enn á ný er komið upp neyðarástand í íslenskri náttúru. Strokulaxar úr sjókvíaeldi synda nú upp í árnar okkar og ógna tilvist villta laxins. Haukadalsá í Dölum er ein af þekktustu laxveiðiám landsins og hefur sinn einstaka laxastofn sem hefur aðlagast aðstæðum þar síðan á síðustu ísöld. 18. ágúst 2025 14:31