Nýju fötin forsetans Jón Þór Stefánsson skrifar 19. ágúst 2025 20:15 Vólódímír Selenskí í „jakkafötum“ á skrifstofu Bandaríkjaforseta. EPA Á fundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Vólódímírs Selenskí Úkraínuforseta í gær varð klæðaburður þess síðarnefnda meðal annars til umfjöllunar, og það ekki í fyrsta skipti. Selenskí mætti í svörtum jakka, í svartri skyrtu. „Selenskí, þú tekur þig frábærlega út í þessum jakkafötum. Þú lítur mjög vel út,“ sagði fjölmiðlamaðurinn Brian Glenn í gamansömum tón. Glenn þessi vakti athygli í febrúar síðastliðnum þegar Trump og Selenskí funduðu í Washington-borg en þá gagnrýndi hann Selenskí harðlega fyrir að vera ekki í jakkafötum, en þá klæddur svartri peysu. „Ég sagði það sama. Er þetta ekki fallega sagt? Þetta er sá sem réðst að þér síðast,“ sagði Trump og Selenskí svaraði: „Ég man eftir því.“ „Ég biðst afsökunar á því. Þú lítur virklega vel út,“ sagði Glenn. „Þú ert í sömu jakkafötunum og síðast. Ég skipti um föt, þú gerðir það ekki,“ svaraði Selenskí og uppskar hlátur viðstaddra. Vildu fá hann í sínu fínasta pússi Wall Street Journal segir að Hvíta húsið hafi fyrir fund gærdagsins óskað eftir því að Selenskí myndi klæðast jakkafötum og vera með hálsbindi á fundinum. Selenskí virðist ekki hafa farið alveg eftir þessum fyrirmælum, en hann var ekki með neitt hálstau heldur hneppti upp í topp. Þess má geta að eftir fundinn í febrúar sagði Selenskí að hann myndi ekki sjást í jakkafötum meðan stríðsástand ríkir í Úkraínu. Síðan stríðið hófst hefur klæðnaður Selenskís einkennst af grænum eða dökklituðum fötum, oftast bolum eða peysum. Með því hefur hann þótt samsama sig úkraínsku þjóðinni meðan hún er í stríðsrekstri. Jakkföt eða ekki? Skilgreiningar á jakkafötum eru margar á mismunandi. Sums staðar eru þau skilgreind sem föt þar sem jakki og buxur séu úr sama efni. En annars staðar segir að þeim þurfi að fylgja skyrta, hálstau og fínir skór. Í umfjöllun Politico segir að nýju fötin Úkraínuforsetans séu ekki hefðbundin jakkaföt heldur fatnaður í hernaðarlegum stíl. „Í þetta skipti var Selenskí í jakkafötum, en stíll þeirra var enn í takt við hernað og sömu táknrænu framsetningu: Hann er þjóðarleiðtogi í stríði,“ hefur Politico eftir Elvíru Gasanova, hönnuði vörumerkisins Damirli, sem hefur séð um að hanna föt á Selenskí síðustu ár. „Það er mikilvægt að hafa í huga að það er Vólódímír Selenskí sem ákveður hverju hann klæðist,“ segir Elvíra. „Forsetinn er nú í landi þar sem hvert smáatriði skiptir sköpum, hvort sem það er útlit, hegðun eða tilfinningar. Þar af leiðandi, sem leiðtogi Úkraínu, velur hann ímyndina sem hentar hlutverki hans og augnablikinu best.“ Tíska og hönnun Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Sjá meira
„Selenskí, þú tekur þig frábærlega út í þessum jakkafötum. Þú lítur mjög vel út,“ sagði fjölmiðlamaðurinn Brian Glenn í gamansömum tón. Glenn þessi vakti athygli í febrúar síðastliðnum þegar Trump og Selenskí funduðu í Washington-borg en þá gagnrýndi hann Selenskí harðlega fyrir að vera ekki í jakkafötum, en þá klæddur svartri peysu. „Ég sagði það sama. Er þetta ekki fallega sagt? Þetta er sá sem réðst að þér síðast,“ sagði Trump og Selenskí svaraði: „Ég man eftir því.“ „Ég biðst afsökunar á því. Þú lítur virklega vel út,“ sagði Glenn. „Þú ert í sömu jakkafötunum og síðast. Ég skipti um föt, þú gerðir það ekki,“ svaraði Selenskí og uppskar hlátur viðstaddra. Vildu fá hann í sínu fínasta pússi Wall Street Journal segir að Hvíta húsið hafi fyrir fund gærdagsins óskað eftir því að Selenskí myndi klæðast jakkafötum og vera með hálsbindi á fundinum. Selenskí virðist ekki hafa farið alveg eftir þessum fyrirmælum, en hann var ekki með neitt hálstau heldur hneppti upp í topp. Þess má geta að eftir fundinn í febrúar sagði Selenskí að hann myndi ekki sjást í jakkafötum meðan stríðsástand ríkir í Úkraínu. Síðan stríðið hófst hefur klæðnaður Selenskís einkennst af grænum eða dökklituðum fötum, oftast bolum eða peysum. Með því hefur hann þótt samsama sig úkraínsku þjóðinni meðan hún er í stríðsrekstri. Jakkföt eða ekki? Skilgreiningar á jakkafötum eru margar á mismunandi. Sums staðar eru þau skilgreind sem föt þar sem jakki og buxur séu úr sama efni. En annars staðar segir að þeim þurfi að fylgja skyrta, hálstau og fínir skór. Í umfjöllun Politico segir að nýju fötin Úkraínuforsetans séu ekki hefðbundin jakkaföt heldur fatnaður í hernaðarlegum stíl. „Í þetta skipti var Selenskí í jakkafötum, en stíll þeirra var enn í takt við hernað og sömu táknrænu framsetningu: Hann er þjóðarleiðtogi í stríði,“ hefur Politico eftir Elvíru Gasanova, hönnuði vörumerkisins Damirli, sem hefur séð um að hanna föt á Selenskí síðustu ár. „Það er mikilvægt að hafa í huga að það er Vólódímír Selenskí sem ákveður hverju hann klæðist,“ segir Elvíra. „Forsetinn er nú í landi þar sem hvert smáatriði skiptir sköpum, hvort sem það er útlit, hegðun eða tilfinningar. Þar af leiðandi, sem leiðtogi Úkraínu, velur hann ímyndina sem hentar hlutverki hans og augnablikinu best.“
Tíska og hönnun Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Sjá meira