Ákærður fyrir fjórar nauðganir Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. ágúst 2025 12:59 Høiby er stjúpsonur Hákonar, norska krónprinsins. EPA Maríus Borg Høiby, stjúpsonur Hákonar krónprins Noregs, hefur verið ákærður í 32 ákæruliðum, þar af fyrir fjórar nauðganir gegn fjórum konum. Hann er einnig ákærður fyrir ofbeldi í nánu sambandi gegn fyrrverandi kærustu sinni Nora Haukland. Sturla Henriksbø saksóknari í Noregi greindi frá efni ákærunnar á blaðamannafundi í Osló í dag, en hann segir að málið sé umfangsmikið og alvarlegt. „Þetta mál er alvarlegt. Nauðgun og ofbeldi í nánu sambandi eru alvarlegir glæpir sem geta skilið eftir sig stór sár og eyðilagt líf fólks,“ sagði Henriksbø. Maríus er einnig ákærður fyrir ofbeldisbrot gegn annarri fyrrverandi kærustu. Morðhótanir og svefnnauðgun Allar hinar meintu nauðganir eru skilgreindar sem svokallaðar svefnnauðganir í ákæru saksóknara. Maríus er einnig ákærður fyrir morðhótanir, líkamsárás gegn opinberum starfsmanni og brotum gegn umferðarlögum. „Sú staðreynd að Maríus sé hluti af konungsfjölskyldunni á að sjálfsögðu ekki að hafa þau áhrif að hann fái sérmeðferð hjá okkur, hvorki harðari eða mýkri,“ sagði Henriksbø á fundinum. Gert er ráð fyrir því að mál Maríusar fari fyrir dóm í miðjum janúar, og að málsmeðferð muni taka um sex vikur. Meðal þess sem Maríus Borg Høiby hefur verið ákærður fyrir er eftirfarandi: Nauðgun með samræði Tvær nauðganir án samræðis Fjögur tilfelli af kynferðislegu áreiti eða öðru kynferðisofbeldi Eitt tilfelli af ofbeldi í nánu sambandi Tvær líkamsárásir Eitt skemmdarverk Ein morðhótun Fimm brot gegn nálgunarbanni Áreiti gegn lögreglumanni Fimm brot gegn umferðarlögum Neitar sök Norsk lögregluyfirvöld segja að Høiby hafi að mestu leyti verið samstarfsfús á meðan rannsókn hefur staðið yfir, en hann neitar sök í öllum helstu ákæruliðunum. „Hann neitar sök í þessum stóru atriðum. Til dæmis þessum ásökunum um svokallaðar svefnnauðganir, hann hafnar því algjörlega,“ segir Petar Sekulic, einn lögmanna Maríusar. Noregur Erlend sakamál Kóngafólk Mál Mariusar Borg Høiby Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Sturla Henriksbø saksóknari í Noregi greindi frá efni ákærunnar á blaðamannafundi í Osló í dag, en hann segir að málið sé umfangsmikið og alvarlegt. „Þetta mál er alvarlegt. Nauðgun og ofbeldi í nánu sambandi eru alvarlegir glæpir sem geta skilið eftir sig stór sár og eyðilagt líf fólks,“ sagði Henriksbø. Maríus er einnig ákærður fyrir ofbeldisbrot gegn annarri fyrrverandi kærustu. Morðhótanir og svefnnauðgun Allar hinar meintu nauðganir eru skilgreindar sem svokallaðar svefnnauðganir í ákæru saksóknara. Maríus er einnig ákærður fyrir morðhótanir, líkamsárás gegn opinberum starfsmanni og brotum gegn umferðarlögum. „Sú staðreynd að Maríus sé hluti af konungsfjölskyldunni á að sjálfsögðu ekki að hafa þau áhrif að hann fái sérmeðferð hjá okkur, hvorki harðari eða mýkri,“ sagði Henriksbø á fundinum. Gert er ráð fyrir því að mál Maríusar fari fyrir dóm í miðjum janúar, og að málsmeðferð muni taka um sex vikur. Meðal þess sem Maríus Borg Høiby hefur verið ákærður fyrir er eftirfarandi: Nauðgun með samræði Tvær nauðganir án samræðis Fjögur tilfelli af kynferðislegu áreiti eða öðru kynferðisofbeldi Eitt tilfelli af ofbeldi í nánu sambandi Tvær líkamsárásir Eitt skemmdarverk Ein morðhótun Fimm brot gegn nálgunarbanni Áreiti gegn lögreglumanni Fimm brot gegn umferðarlögum Neitar sök Norsk lögregluyfirvöld segja að Høiby hafi að mestu leyti verið samstarfsfús á meðan rannsókn hefur staðið yfir, en hann neitar sök í öllum helstu ákæruliðunum. „Hann neitar sök í þessum stóru atriðum. Til dæmis þessum ásökunum um svokallaðar svefnnauðganir, hann hafnar því algjörlega,“ segir Petar Sekulic, einn lögmanna Maríusar.
Noregur Erlend sakamál Kóngafólk Mál Mariusar Borg Høiby Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira