Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Smári Jökull Jónsson skrifar 17. ágúst 2025 19:30 Hér má sjá grjótvarnargarðinn við Miðfjarðará. Aðsend/Magnús Magnússon Miðfjarðará hefur verið lokað með öflugum grjótgarði til að koma í veg fyrir að sjókvíaeldislax komist í ána. Formaður veiðifélags árinnar segir stjórnvöld hafa dregið lappirnar í málaflokki sjókvíaeldis og vill að stigið verði fastar til jarðar í nýju frumvarpi. Fyrir helgi ákvað veiðifélag Miðfjarðarár að loka ánni með grjótgarði neðarlega á laxveiðisvæðinu. Ákvörðunin var tekin eftir fund hagmunaaðila á fimmtudag og í samráði við fiskifræðing og leigutaka Miðfjarðarár. „Við áttum grjót í handraðanum, gjaldeyrisvarasjóð sem við höfðum ætlað að nota í veiðistaðagerð og það kom sér vel í þessu tilfelli og gátum notað hann til að búa til þennan garð,“ sagði Magnús Magnússon formaður Veiðifélags Miðfirðinga í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Stórar vinnuvélar voru fengnar til verkefnisins.Aðsend/Magnús Magnússon Magnús segir að ekki hafi þurft mörg orð til að fá menn á staðinn að vinna verkið en stórvirkar vinnuvélar voru notaðar við grjótgarðagerðina. Hann segir alla meðvitaða um áhættuna sem fylgir því að eldislax komist í ána. Hætta sé á erfðablöndun og sjúkdómum auk áhrifa á gæði árinnar og markaðsstarfsemi. Slys sem þetta virðist vera hluti af mynstri. „Menn voru bara boðnir og búnir. Við höfum rætt þennan vanda og mögulega áhættu á undanförum árum í veiðifélaginu og á aðalfundum margoft.“ Grjótgarðurinn er neðarlega í Miðfjarðar, eins neðarlega og hægt var að sögn Magnúsar. „Þarna fyrir neðan er lax- og silungsveiðisvæði. Þar sem aðstæður voru mögulegar, bakki góður öðru megin og malarkambur hinu megin. Þetta er fyrir neðan hyl sem heitir Teighúsahylur og margir veiðimenn kannast við.“ „Kvíarnar eru ekki nægilega öruggar, það er alveg greinilegt“ Frumvarp um fiskeldi var lagt fyrir vorið 2024 en hlaut ekki afgreiðslu á Alþingi. Magnús segir stjórnvöld hafa dregið lappirnar í málaflokknum og segir það alvarlegt mál ef frumvarpið verði lagt fram á nýjan leik í óbreyttri mynd, stíga verði fastar til jarðar. Sjókvíaeldi í opnum sjókvíum sé gamaldags hugsun. „Ef illa fer þá er ekki bara okkar ár heldur laxveiðiár vítt og breitt um landið í hættu, stofninn í hættu og öll starfsemi sem er í kringum veiðifélög og fyrirtæki leigutaka. Þetta er gríðarleg velta í heildina, þetta varðar starfsemina og byggðafestu í landinu vítt og breitt.“ Hann segir grundvallaratriði að villti laxastofninn fái að njóta vafans. „Kvíarnar eru ekki nægilega öruggar sem er verið að vinna með núna, það er alveg greinilegt. Við getum ekki skrifað upp á það, við getum ekki samþykkt þetta að það verði nýtt eldisfrumvarp þar sem er ekki tekið tillit til villta laxastofnsins og að hann fái að njóta vafans. Það er bara stórt grundvallaratriði.“ Stangveiði Fiskeldi Húnaþing vestra Sjókvíaeldi Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Fyrir helgi ákvað veiðifélag Miðfjarðarár að loka ánni með grjótgarði neðarlega á laxveiðisvæðinu. Ákvörðunin var tekin eftir fund hagmunaaðila á fimmtudag og í samráði við fiskifræðing og leigutaka Miðfjarðarár. „Við áttum grjót í handraðanum, gjaldeyrisvarasjóð sem við höfðum ætlað að nota í veiðistaðagerð og það kom sér vel í þessu tilfelli og gátum notað hann til að búa til þennan garð,“ sagði Magnús Magnússon formaður Veiðifélags Miðfirðinga í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Stórar vinnuvélar voru fengnar til verkefnisins.Aðsend/Magnús Magnússon Magnús segir að ekki hafi þurft mörg orð til að fá menn á staðinn að vinna verkið en stórvirkar vinnuvélar voru notaðar við grjótgarðagerðina. Hann segir alla meðvitaða um áhættuna sem fylgir því að eldislax komist í ána. Hætta sé á erfðablöndun og sjúkdómum auk áhrifa á gæði árinnar og markaðsstarfsemi. Slys sem þetta virðist vera hluti af mynstri. „Menn voru bara boðnir og búnir. Við höfum rætt þennan vanda og mögulega áhættu á undanförum árum í veiðifélaginu og á aðalfundum margoft.“ Grjótgarðurinn er neðarlega í Miðfjarðar, eins neðarlega og hægt var að sögn Magnúsar. „Þarna fyrir neðan er lax- og silungsveiðisvæði. Þar sem aðstæður voru mögulegar, bakki góður öðru megin og malarkambur hinu megin. Þetta er fyrir neðan hyl sem heitir Teighúsahylur og margir veiðimenn kannast við.“ „Kvíarnar eru ekki nægilega öruggar, það er alveg greinilegt“ Frumvarp um fiskeldi var lagt fyrir vorið 2024 en hlaut ekki afgreiðslu á Alþingi. Magnús segir stjórnvöld hafa dregið lappirnar í málaflokknum og segir það alvarlegt mál ef frumvarpið verði lagt fram á nýjan leik í óbreyttri mynd, stíga verði fastar til jarðar. Sjókvíaeldi í opnum sjókvíum sé gamaldags hugsun. „Ef illa fer þá er ekki bara okkar ár heldur laxveiðiár vítt og breitt um landið í hættu, stofninn í hættu og öll starfsemi sem er í kringum veiðifélög og fyrirtæki leigutaka. Þetta er gríðarleg velta í heildina, þetta varðar starfsemina og byggðafestu í landinu vítt og breitt.“ Hann segir grundvallaratriði að villti laxastofninn fái að njóta vafans. „Kvíarnar eru ekki nægilega öruggar sem er verið að vinna með núna, það er alveg greinilegt. Við getum ekki skrifað upp á það, við getum ekki samþykkt þetta að það verði nýtt eldisfrumvarp þar sem er ekki tekið tillit til villta laxastofnsins og að hann fái að njóta vafans. Það er bara stórt grundvallaratriði.“
Stangveiði Fiskeldi Húnaþing vestra Sjókvíaeldi Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira