Innlent

Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Kefla­vík

Agnar Már Másson skrifar
Flugvél WizzAir var snúið við og lent í Noregi þar sem tilkynnt var um háreysti tveggja farþega.
Flugvél WizzAir var snúið við og lent í Noregi þar sem tilkynnt var um háreysti tveggja farþega. vísir/vilhelm

Fluvél Wizz air sem flogið var frá Íslandi til Ungverjalands þurfti óvænt að lenda í Noregi í gærkvöldi þar sem að vísa þurfti tveimur ölvuðum mönnum úr vélinni sem voru til vandræða. Þeir mega búast við sitthvorri sektinni upp á 180 þúsund krónur.

Mennirnir tveir eru á fertugs- og fimmtugsaldri og voru tilkynntir fyrir brot á flugferðalögum að sögn Stavanger Aftenbladet. Þjóðerni þeirra liggur ekki fyrir.

Lögreglan fékk tilkynningu rétt fyrir 23.30 um að flugvél þyrfti að lenda til að vísa út tveimur ölvuðum mönnum sem voru að valda ónæði um borð í vélinni en þá hafði vélin verið í loftinu í um tvo tíma. Að sögn Stavanger Aftenblad var vélin á leið frá Reykjavík til Búdapest en hún lenti frekar á Sola flugvellinum í Stavangri.

Veistu meira um málið? Áttu myndir af atvikinu? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.

Lögreglan mun hafa sótt mennina um klukkan 00.40 og tekið þá í gæsluvarðhald í fangageymslu lögreglunnar í Stavanger.

Þeir fá hvor sekt upp á fimmtán þúsund norskar krónur að sögn lögreglusaksóknarans Tonje Ravndal við Stavanger Aftenbladet í dag, sem er um 180 þúsund íslenskar krónur. Um klukkan 00.50 var flugvélinni aftur rennt út á flugbaut til að leggja af stað til Ungverjalands.

Þeir gætu einnig þurft að bera fjárhagslega ábyrgð á millilendingu vélarinnar þar sem flugfélög geta krafist upphæða í hundruðum þúsunda norskra króna frá fólki sem veldur aukalendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×