Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Jón Þór Stefánsson skrifar 17. ágúst 2025 13:21 Þorbjörg Sigríður er dómsmálaráðherra Viðreisnar og Sabine Leskopf er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.. Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segist hafa áhyggjur af því hvernig dómsmálaráðherra talar um útlendingamál, og finnst ráðherrann ala á ótta. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Sabine sagðist hafa orðið vör við það að stjórnmálafólk væri að ala á ótta fólks á innflytjendum. Hún sagðist ánægð með að sinn flokkur, Samfylkingin, hefði ekki gert það fyrir síðustu kosningabaráttu, þó skiptar skoðanir væru innan flokksins. „Ég er Samfylkingarkona og ég hef haft orð á þessu í mínum flokki. Við höfum rætt þetta og það eru alveg skiptar skoðanir á þessu. Ég er þeirrar skoðunar að við þurfum að passa okkur betur,“ sagði Sabine. „Það var fyrir ári síðan að mér fannst að margir voru að tala inn í óttann í staðinn fyrir að koma með staðreyndir á móti. Samfylkingin var ekki að því í síðustu kosningabaráttu. Og Kristrún hefur nú talað mikið fyrir breyttri atvinnustefnu sem er lykilpunktur, og ég er sammála henni varðandi það.“ Hefur áhyggjur af orðræðu ráðherra Sabine sagðist þó hafa áhyggjur af orðræðu Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra Viðreisnar, sem er í stjórnarsamstarfi með Samfylkingunni. Hún nefndi sem dæmi viðbrögð Þorbjargar við hópnum Skildi Íslands, sem hún vísaði til sem nýnasistahóps. Umræddur hópur hefur látið sjá sig í miðbæ Reykjavíkur og er yfirlýst markmið hans að vernda Íslendinga, en meðlimir hans hafa gagnrýnt meint andvaraleysi stjórnvalda í útlendingamálum. „Ég hef hins vegar til dæmis áhyggjur af því hvernig dómsmálaráðherra hefur talað. Hún hefur talað mikið inn í óttan held ég. Hún talaði sérstaklega þegar þessi nýnasistahópur kom inn og var að ógna fólki í miðborginni, þá talaði hún í því samhengi um meiri hörku flóttamannamálum, eins og það myndi hjálpa til að vinna gegn útlendingaandúð. Það gerir það ekki, þvert á móti. Það gefur þessu fólki réttlætingu. Það megum við ekki gera.“ Kallar skildina nasista Sabine, sem er af þýskum uppruna, sagðist kalla Skjöld Íslands nýnasistahóp meðal annars vegna merkisins sem hópurinn valdi sér, hin svokallaða járnkross sem nýnasistar hafa oft borið. Þess má þó geta að hópurinn hefur breytt um merki síðan. „Ég tel mig líka nota þetta orð vegna þess að við þurfum að passa upp á að við förum ekki í þessa átt, að þetta byrji ekki að verða stórt. Þróunin í mörgum löndum sem hafa endað á mjög vondum stað byrjar einmitt með þessari umræðu sem við höfum, þar sem útlendingar eru gerðir að blóraböggli. Það er talað um að heilbrigðiskerfið sé að brotna saman, eins og það hafi verið fullkomið áður en útlendingar komu. Skólakerfið, velferðarkerfið, allt er útlendingum að kenna. Þetta er talsmáti sem er ótrúlega hættulegur.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Innflytjendamál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira
Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Sabine sagðist hafa orðið vör við það að stjórnmálafólk væri að ala á ótta fólks á innflytjendum. Hún sagðist ánægð með að sinn flokkur, Samfylkingin, hefði ekki gert það fyrir síðustu kosningabaráttu, þó skiptar skoðanir væru innan flokksins. „Ég er Samfylkingarkona og ég hef haft orð á þessu í mínum flokki. Við höfum rætt þetta og það eru alveg skiptar skoðanir á þessu. Ég er þeirrar skoðunar að við þurfum að passa okkur betur,“ sagði Sabine. „Það var fyrir ári síðan að mér fannst að margir voru að tala inn í óttann í staðinn fyrir að koma með staðreyndir á móti. Samfylkingin var ekki að því í síðustu kosningabaráttu. Og Kristrún hefur nú talað mikið fyrir breyttri atvinnustefnu sem er lykilpunktur, og ég er sammála henni varðandi það.“ Hefur áhyggjur af orðræðu ráðherra Sabine sagðist þó hafa áhyggjur af orðræðu Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra Viðreisnar, sem er í stjórnarsamstarfi með Samfylkingunni. Hún nefndi sem dæmi viðbrögð Þorbjargar við hópnum Skildi Íslands, sem hún vísaði til sem nýnasistahóps. Umræddur hópur hefur látið sjá sig í miðbæ Reykjavíkur og er yfirlýst markmið hans að vernda Íslendinga, en meðlimir hans hafa gagnrýnt meint andvaraleysi stjórnvalda í útlendingamálum. „Ég hef hins vegar til dæmis áhyggjur af því hvernig dómsmálaráðherra hefur talað. Hún hefur talað mikið inn í óttan held ég. Hún talaði sérstaklega þegar þessi nýnasistahópur kom inn og var að ógna fólki í miðborginni, þá talaði hún í því samhengi um meiri hörku flóttamannamálum, eins og það myndi hjálpa til að vinna gegn útlendingaandúð. Það gerir það ekki, þvert á móti. Það gefur þessu fólki réttlætingu. Það megum við ekki gera.“ Kallar skildina nasista Sabine, sem er af þýskum uppruna, sagðist kalla Skjöld Íslands nýnasistahóp meðal annars vegna merkisins sem hópurinn valdi sér, hin svokallaða járnkross sem nýnasistar hafa oft borið. Þess má þó geta að hópurinn hefur breytt um merki síðan. „Ég tel mig líka nota þetta orð vegna þess að við þurfum að passa upp á að við förum ekki í þessa átt, að þetta byrji ekki að verða stórt. Þróunin í mörgum löndum sem hafa endað á mjög vondum stað byrjar einmitt með þessari umræðu sem við höfum, þar sem útlendingar eru gerðir að blóraböggli. Það er talað um að heilbrigðiskerfið sé að brotna saman, eins og það hafi verið fullkomið áður en útlendingar komu. Skólakerfið, velferðarkerfið, allt er útlendingum að kenna. Þetta er talsmáti sem er ótrúlega hættulegur.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Innflytjendamál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira