Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Arnar Skúli Atlason skrifar 17. ágúst 2025 15:55 Alex Freyr Hilmarsson var á skotskónum fyrir Eyjamenn í dag. ÍBV sigraði Val 4-1 á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag. Leikurinn í 19 umferð Bestu deildarinnar í knattspyrnu. Leikurinn hófst rólega. Bæði lið reyndu að ná yfirhöndunum í leiknum. ÍBV voru grimmari en valur og voru að klára sóknir sínar með skotum af löngu færi. Valur meira að reyna að spila sig í gegnum pressu heimamanna og halda í boltann. Það dró til tíðinda strax á 13. mínútu leiksins þegar Vincente Valor setur hornspyrnu inn á teig Vals og eftir barning í teignum mætti fyrirliðinn Alex Freyr Hilmarsson á boltann og negldi honum í netið og heimamenn komnir yfir. ÍBV hélt áfram að hamra járnið á meðan það var heitt og á 18 mínútu leiksins bætti Sverrir Páll Hjaltested við markið þegar skot hans af löngu færi endaði í fjærstönginni og inn gjörsamlega óverjandi fyrir markmann Vals. Eftir þetta lögðust ÍBV aftar á völlinn og lokuðu svæðum. Valur náði ekki að skapa sér opinn færi en áttu tvö skot í þverslá ÍBV. Fyrst var það Bjarni Mark Antonsson sem setti boltann í slánna eftir hornspyrnu Tryggva Hrafns Haraldssonar. Hitt sláar skotið átti Orri Sigurður Ómarsson þegar hann setti boltann í slánna eftir aukaspyrnu Tryggva Hrafns. Staðan í hálfleik var sanngjörn, 2-0. Seinni hálfleikurinn byrjaði eins og fyrri hálf leikurinn endaði. Valur meira með boltann að reyna að skapa en ÍBV lágu aðeins til baka og sóttu hratt með miklum krafti þegar þeir fóru í sókn. Á 71. mínútu bætti ÍBV við forystu sína þegar Vincente spilaði frábærlega með Sverri Pál og komst inná teiginn og setti hann fyrir þar sem Elvis Bwomono var mættur á teiginn og skoraði með sinni fyrstu snertingu. Enn bættu Eyjamenn við þegar Oliver Heiðarsson tók boltann af varnarmanni Vals og þrumaði boltanum fyrir markið þar sem Hermann Þór Ragnarsson kom á fjærstöngina og tæklaði boltann í markið og staðan 4-0 fyrir ÍBV. Valur minnkaði muninn á 94. mínútu þegar Jónatan Ingi sótti vítaspyrnu sem Patrick Pedersen skoraði örugglega úr. Nær komst Valur ekki og ÍBV vann þetta þægilega 4-1. Breiðablik og Víkingur í dauðafæri að minnka muninn á toppnum í kvöld, þar sem Valur hafði fimm stiga forystu fyrir leiki dagsins. Atvikið Þegar Alex Freyr Hilmarsson skoraði fyrsta mark leiksins. Boltinn barst til hans og hann þrumaði boltanum í netið. Þetta gaf tóninn það sem eftir var af leiknum. Stjörnur og skúrkar Stjörnur dagsins var allt ÍBV liðið sem lagði inn vinnuna í dag og uppskar eftir því. Voru miklu betri á öllum sviðum í dag. Vincente Valor og Alex Freyr voru gjörsamlega frábærir og þeim hélt enginn bönd. Skúrkar dagsins var Valsliðið heilt yfir. Enginn ákefð í að vinna leikinn. Hefðu ekki skorað í opnum leik þó það hefði verið spilað fram á rauðanótt. Mikið áhyggjuefni því þeir hafa verið frábærir í sumar. Dómarar [8] Voru flottir í dag. Ekkert út á þá að setja. Góð lína hjá ÞÞÞ. Besta deild karla ÍBV Valur
ÍBV sigraði Val 4-1 á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag. Leikurinn í 19 umferð Bestu deildarinnar í knattspyrnu. Leikurinn hófst rólega. Bæði lið reyndu að ná yfirhöndunum í leiknum. ÍBV voru grimmari en valur og voru að klára sóknir sínar með skotum af löngu færi. Valur meira að reyna að spila sig í gegnum pressu heimamanna og halda í boltann. Það dró til tíðinda strax á 13. mínútu leiksins þegar Vincente Valor setur hornspyrnu inn á teig Vals og eftir barning í teignum mætti fyrirliðinn Alex Freyr Hilmarsson á boltann og negldi honum í netið og heimamenn komnir yfir. ÍBV hélt áfram að hamra járnið á meðan það var heitt og á 18 mínútu leiksins bætti Sverrir Páll Hjaltested við markið þegar skot hans af löngu færi endaði í fjærstönginni og inn gjörsamlega óverjandi fyrir markmann Vals. Eftir þetta lögðust ÍBV aftar á völlinn og lokuðu svæðum. Valur náði ekki að skapa sér opinn færi en áttu tvö skot í þverslá ÍBV. Fyrst var það Bjarni Mark Antonsson sem setti boltann í slánna eftir hornspyrnu Tryggva Hrafns Haraldssonar. Hitt sláar skotið átti Orri Sigurður Ómarsson þegar hann setti boltann í slánna eftir aukaspyrnu Tryggva Hrafns. Staðan í hálfleik var sanngjörn, 2-0. Seinni hálfleikurinn byrjaði eins og fyrri hálf leikurinn endaði. Valur meira með boltann að reyna að skapa en ÍBV lágu aðeins til baka og sóttu hratt með miklum krafti þegar þeir fóru í sókn. Á 71. mínútu bætti ÍBV við forystu sína þegar Vincente spilaði frábærlega með Sverri Pál og komst inná teiginn og setti hann fyrir þar sem Elvis Bwomono var mættur á teiginn og skoraði með sinni fyrstu snertingu. Enn bættu Eyjamenn við þegar Oliver Heiðarsson tók boltann af varnarmanni Vals og þrumaði boltanum fyrir markið þar sem Hermann Þór Ragnarsson kom á fjærstöngina og tæklaði boltann í markið og staðan 4-0 fyrir ÍBV. Valur minnkaði muninn á 94. mínútu þegar Jónatan Ingi sótti vítaspyrnu sem Patrick Pedersen skoraði örugglega úr. Nær komst Valur ekki og ÍBV vann þetta þægilega 4-1. Breiðablik og Víkingur í dauðafæri að minnka muninn á toppnum í kvöld, þar sem Valur hafði fimm stiga forystu fyrir leiki dagsins. Atvikið Þegar Alex Freyr Hilmarsson skoraði fyrsta mark leiksins. Boltinn barst til hans og hann þrumaði boltanum í netið. Þetta gaf tóninn það sem eftir var af leiknum. Stjörnur og skúrkar Stjörnur dagsins var allt ÍBV liðið sem lagði inn vinnuna í dag og uppskar eftir því. Voru miklu betri á öllum sviðum í dag. Vincente Valor og Alex Freyr voru gjörsamlega frábærir og þeim hélt enginn bönd. Skúrkar dagsins var Valsliðið heilt yfir. Enginn ákefð í að vinna leikinn. Hefðu ekki skorað í opnum leik þó það hefði verið spilað fram á rauðanótt. Mikið áhyggjuefni því þeir hafa verið frábærir í sumar. Dómarar [8] Voru flottir í dag. Ekkert út á þá að setja. Góð lína hjá ÞÞÞ.
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn