Fótbolti

Danirnir hjá Norwich fögnuðu ó­förum Víkinga berir að ofan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Oscar Schwartau og Mathias Kvistgaarden fögnuðu saman fjórða marki Bröndby með því að faðmast berir að ofan, syngja og tralla.
Oscar Schwartau og Mathias Kvistgaarden fögnuðu saman fjórða marki Bröndby með því að faðmast berir að ofan, syngja og tralla. @anis_slimane10

Bröndby komst áfram í umspil um sæti í Sambandsdeildinni eftir magnaða endurkomu á móti Víkingum í Kaupmannahöfn í gærkvöldi.

Víkingar unnu fyrri leikinn 3-0 í Víkinni og voru því í frábærri stöðu og ekki versnaði hún þegar danska liðið missti mann af velli strax á átjándu mínútu.

Danirnir skoruðu hins vegar fjögur mörk tíu á móti ellefu og það fjórða og síðasta kom á 71. mínútu leiksins.

Sárgrætilegt klúður hjá Víkingum en Bröndby menn höfðu ástæðu til að fagna.

Það var ekki bara fagnað í Kaupmannahöfn. Það gerðu líka fyrrum leikmenn Bröndby, sem nú spila með Norwich City í ensku B-deildinni.

Túnismaðurinn Anis Ben Slimane, sem lék líka um tíma með Bröndby, tók upp myndband af því þegar Oscar Schwartau og Mathias Kvistgaarden fögnuðu saman fjórða marki Bröndby með því að faðmast berir að ofan, syngja og tralla.

Kvistgaarden er 23 ára gamall en Schwartau er nítján ára gamall. Þeir komu báðir upp hjá Bröndby og voru afar kátir með endurkomuna.

Schwartau kom til Norwich frá Bröndby í fyrrasumar en Kvistgaarden fór frá Bröndby til Norwich í júlí síðastliðnum.

Hér fyrir neðan má sjá félagana fagna fjórða markinu en þrátt fyrir að það væru tuttugu mínútur eftir var orðið ljóst hvernig færi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×