Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2025 11:31 Christo Lamprecht fagnar sigurhöggi sínu gríðarlega og ekki er kylfusveinninn hans minna kátur. Getty/Jay Biggerstaff Suður-afríski kylfingurinn Christo Lamprecht tryggði sér sigur á Pinnacle Bank meistaramótinu með mögnuðu lokahöggi. Lamprecht vann mótið með einu höggi, lék hringina fjóra á nítján höggum undir pari. Mótið fór fram í Omaha í Nebraska og var á Korn Ferry mótaröðinni. Hinn 24 ára gamli kylfingur var samt í talsverðum vandræðum á átjándu holunni þar sem högg hans endaði ofan í sandgloppu við flötuna. Hann hefði tryggt sér umspil með því að vippa inn á flot og setja púttið niður. Tvö pútt og hann hafði orðið í öðru sætinu. View this post on Instagram A post shared by Korn Ferry Tour (@kornferrytour) Lamprecht hafði spilað mjög jafnt og gott golf því hann lék hringina fjóra á 67, 67, 65 og 66 höggum. Það var einmitt þetta 66. högg hans á lokaholunni á lokahringum og það 265. á öllu mótinu sem sló öllum öðrum við. Lamprecht náði nefnilega fullkomnu höggi úr sandinum. Kúlan fór bæði rétta leið og á réttum hraða og endaði beint ofan í holu. Lamprecht hafði þar með tryggt sér sigurinn á mótinu. Þeir gerast líklega ekki sætari sigrarnir en þessi sem sást líka á fagnaðarlátunum hjá Lamprecht. Lamprecht henti frá sér kylfunni og fagnað gríðarlega með kylfusveini sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. Þetta var líka fyrsta golfmótið sem hann vinnur sem atvinnumaður og það er ekki slæmt að gera það með þessum hætti. View this post on Instagram A post shared by Korn Ferry Tour (@kornferrytour) Golf Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Lamprecht vann mótið með einu höggi, lék hringina fjóra á nítján höggum undir pari. Mótið fór fram í Omaha í Nebraska og var á Korn Ferry mótaröðinni. Hinn 24 ára gamli kylfingur var samt í talsverðum vandræðum á átjándu holunni þar sem högg hans endaði ofan í sandgloppu við flötuna. Hann hefði tryggt sér umspil með því að vippa inn á flot og setja púttið niður. Tvö pútt og hann hafði orðið í öðru sætinu. View this post on Instagram A post shared by Korn Ferry Tour (@kornferrytour) Lamprecht hafði spilað mjög jafnt og gott golf því hann lék hringina fjóra á 67, 67, 65 og 66 höggum. Það var einmitt þetta 66. högg hans á lokaholunni á lokahringum og það 265. á öllu mótinu sem sló öllum öðrum við. Lamprecht náði nefnilega fullkomnu höggi úr sandinum. Kúlan fór bæði rétta leið og á réttum hraða og endaði beint ofan í holu. Lamprecht hafði þar með tryggt sér sigurinn á mótinu. Þeir gerast líklega ekki sætari sigrarnir en þessi sem sást líka á fagnaðarlátunum hjá Lamprecht. Lamprecht henti frá sér kylfunni og fagnað gríðarlega með kylfusveini sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. Þetta var líka fyrsta golfmótið sem hann vinnur sem atvinnumaður og það er ekki slæmt að gera það með þessum hætti. View this post on Instagram A post shared by Korn Ferry Tour (@kornferrytour)
Golf Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira