Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Valur Páll Eiríksson skrifar 15. ágúst 2025 08:00 Gummi Ben var með míkrófóninn þegar Joey Barton gekk berserksgang í leik QPR og Manchester City vorið 2012. City varð Englandsmeistari eftir dramatík í lok leiks. Samsett/Getty/Vísir Í kvöld fer boltinn að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Gummi Ben gleymir seint lokaleik deildarinnar vorið 2012 þar sem Sergio Aguero tryggði Manchester City titilinn en margir muna ef til vill betur eftir lýsingu hans á berserksgangi Joey Barton, þáverandi leikmanni QPR, í leiknum. „Þetta er leikur sem ég gleymi aldrei. Þó ég sé ekkert sérstakur Manchester City maður, en að þeir tryggi sér titilinn með þessum hætti á lokasekúndunum var hreint ótrúlegt,“ segir Gummi um leikinn. Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari sem verður sérfræðingur í kringum umfjöllun Sýnar Sport frá enska boltanum í vetur, hafði þegar valið sigurmark Sergio Aguero sem eftirminnilegasta augnablik sem hann man eftir. Svo ótrúlegur leikur, þar sem barátta um titilinn ræðst í lokaumferð vegna tveggja marka á 90. mínútu, er mörgum eðlilega ofarlega í huga. Gummi er að líkindum minnsti aðdáandi Joey Barton á Íslandi en hann kom töluvert við sögu í leiknum. „Barton fékk þarna rautt fyrir almennan fautaskap,“ segir Gummi og er það augnablik mörgum Íslendingum jafnvel ofar í huga heldur en sigurmark Aguero í leiknum, e.t.v. vegna lýsingar Gumma á atvikinu á sínum tíma. Klippa: Enska augnablikið: Gummi Ben kallar Barton vitleysing og aumingja Gummi sagði Barton meðal annars vitleysing, aumingja sem ætti ekki heima í íþróttum og glæpamann sem ætti að læsa inni í kostuglegri lýsingu af hreint ótrúlegri atburðarrás sem varð snemma í síðari hálfleik í leiknum fræga. Sjón er sögu ríkari og má heyra magnaða lýsingu Gumma á eftirminnilegu atviki í spilaranum að ofan. Gummi Ben mun lýsa enska boltanum á Sýn Sport í vetur, fyrst leik Liverpool og Bournemouth á Sýn Sport í kvöld. Hann mun einnig stýra þáttunum Big Ben með Hjálmari Erni Jóhannssyni á fimmtudögum í vetur. Þar verður rauðvín álíka mikið til umræðu og rauð spjöld. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport. Önnur augnablik sérfræðinga í enska boltanum á Sýn Sport má sjá að neðan. Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Á morgun fer boltinn að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Paolo Di Canio er ofarlega á lista Ólafs Kristjánssonar, enda eftirminnilegur maður og erfitt að velja eitt augnablik Ítalans yfir annað. 14. ágúst 2025 15:07 Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira
„Þetta er leikur sem ég gleymi aldrei. Þó ég sé ekkert sérstakur Manchester City maður, en að þeir tryggi sér titilinn með þessum hætti á lokasekúndunum var hreint ótrúlegt,“ segir Gummi um leikinn. Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari sem verður sérfræðingur í kringum umfjöllun Sýnar Sport frá enska boltanum í vetur, hafði þegar valið sigurmark Sergio Aguero sem eftirminnilegasta augnablik sem hann man eftir. Svo ótrúlegur leikur, þar sem barátta um titilinn ræðst í lokaumferð vegna tveggja marka á 90. mínútu, er mörgum eðlilega ofarlega í huga. Gummi er að líkindum minnsti aðdáandi Joey Barton á Íslandi en hann kom töluvert við sögu í leiknum. „Barton fékk þarna rautt fyrir almennan fautaskap,“ segir Gummi og er það augnablik mörgum Íslendingum jafnvel ofar í huga heldur en sigurmark Aguero í leiknum, e.t.v. vegna lýsingar Gumma á atvikinu á sínum tíma. Klippa: Enska augnablikið: Gummi Ben kallar Barton vitleysing og aumingja Gummi sagði Barton meðal annars vitleysing, aumingja sem ætti ekki heima í íþróttum og glæpamann sem ætti að læsa inni í kostuglegri lýsingu af hreint ótrúlegri atburðarrás sem varð snemma í síðari hálfleik í leiknum fræga. Sjón er sögu ríkari og má heyra magnaða lýsingu Gumma á eftirminnilegu atviki í spilaranum að ofan. Gummi Ben mun lýsa enska boltanum á Sýn Sport í vetur, fyrst leik Liverpool og Bournemouth á Sýn Sport í kvöld. Hann mun einnig stýra þáttunum Big Ben með Hjálmari Erni Jóhannssyni á fimmtudögum í vetur. Þar verður rauðvín álíka mikið til umræðu og rauð spjöld. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport. Önnur augnablik sérfræðinga í enska boltanum á Sýn Sport má sjá að neðan.
Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Á morgun fer boltinn að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Paolo Di Canio er ofarlega á lista Ólafs Kristjánssonar, enda eftirminnilegur maður og erfitt að velja eitt augnablik Ítalans yfir annað. 14. ágúst 2025 15:07 Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira
Enska augnablikið: Englar og djöflar Á morgun fer boltinn að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Paolo Di Canio er ofarlega á lista Ólafs Kristjánssonar, enda eftirminnilegur maður og erfitt að velja eitt augnablik Ítalans yfir annað. 14. ágúst 2025 15:07