Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2025 12:11 Norskir kafarar með skutulbyssur að störfum í Langadalsá í Ísafjarðardjúpi árið 2023. Köfun eftir eldislöxum er blómlegur iðnaður í Noregi enda eldislaxar sífellt að sleppa úr sjókvíum. Sigurður Þorvaldsson Þrír eldislaxar voru veiddir af fulltrúum Stangveiðifélags Reykjavíkur í Haukadalsá í Dalabyggð í nótt. Fiskifræðingur segir neyðarástand ríkja í ánni og kallar eftir því að leyfisveitingum til sjókvíaeldis sé hætt þegar í stað. Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varaði í gærkvöldi við strokulaxi í Haukadalsá eftir að fjöldi stórra laxa, allt að 90 sentímetrar að stærð, veiddist neðarlega í ánni. Eftir að myndir og myndbönd birtust af löxunum í gær var Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur kallaður út og fór hann vestur í Dali með fulltrúum Íslenska náttúruverndarsjóðsins og Stangveiðifélags Reykjavíkur. „Ég náði þarna bæði eldislöxum, sem voru sannarlega sjókvíaeldislaxar, og svo einhverjum sem gætu verið það. Ég tók síðan sýni úr öllum og drap alla sem voru sjókvíaelsilaxar og vafalaxar svo náttúran fengi nú að njóta vafans,“ segir Jóhannes Sturlaugsson, fiskifræðingur. „Þyrmir yfir mann“ Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu er eftirlitsmaður á leiðinni vestur sem mun kanna aðstæður og aðstæður verða jafnframt kannaðar í öðrum laxveiðiám á Norðvesturlandi. Fiskistofa er þá í samtali við norska kafara, sem komu til landsins árið 2023, um hvort tilefni sé til að þeir komi hingað aftur. Jóhannes segir ástandið hafi litið illa út og aðkoman hafi verið slæm. „Þá þyrmir nú aðeins yfir mann því að þetta gæti þýtt að það sé svipað ástand víðar í ánni og ef það er jafnt og þétt í henni allri þá litist manni ekki á blikuna.“ Laxeldin sleppi án afleiðinga Hann vonar að þetta sé ekki vísirinn að álíka slysi og árið 2023, þegar eldislaxar veiddust í fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíum í Patreksfirði. „Ef sjókvíaeeldi er leyft hér við land er þetta það sem raungerist því miður,“ segir Jóhannes. „Það er ótrúlegt nokk að þeir sem valda þessu kannast aldrei við að neitt sleppi fyrr en eftirá og þá klóra þeir sér mikið í kollinum um hvað hafi eiginlega gerst.“ Lax Dalabyggð Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segir þrjá eldislaxa hafa veiðst í Haukadalsá í Dalabyggð á Vesturlandi í nótt og vitað sé um fleiri. Staðan sé verri en menn þorðu að vona en næstu skref sé að senda lífssýni til rannsóknar, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. 14. ágúst 2025 10:07 Vara við eldislax í Haukadalsá Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varar við strokulax í Haukadalsá og segir að fjöldi stórra laxa allt að 90 sentímetrar að stærð hafi fundist neðarlega í ánni. 13. ágúst 2025 21:50 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varaði í gærkvöldi við strokulaxi í Haukadalsá eftir að fjöldi stórra laxa, allt að 90 sentímetrar að stærð, veiddist neðarlega í ánni. Eftir að myndir og myndbönd birtust af löxunum í gær var Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur kallaður út og fór hann vestur í Dali með fulltrúum Íslenska náttúruverndarsjóðsins og Stangveiðifélags Reykjavíkur. „Ég náði þarna bæði eldislöxum, sem voru sannarlega sjókvíaeldislaxar, og svo einhverjum sem gætu verið það. Ég tók síðan sýni úr öllum og drap alla sem voru sjókvíaelsilaxar og vafalaxar svo náttúran fengi nú að njóta vafans,“ segir Jóhannes Sturlaugsson, fiskifræðingur. „Þyrmir yfir mann“ Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu er eftirlitsmaður á leiðinni vestur sem mun kanna aðstæður og aðstæður verða jafnframt kannaðar í öðrum laxveiðiám á Norðvesturlandi. Fiskistofa er þá í samtali við norska kafara, sem komu til landsins árið 2023, um hvort tilefni sé til að þeir komi hingað aftur. Jóhannes segir ástandið hafi litið illa út og aðkoman hafi verið slæm. „Þá þyrmir nú aðeins yfir mann því að þetta gæti þýtt að það sé svipað ástand víðar í ánni og ef það er jafnt og þétt í henni allri þá litist manni ekki á blikuna.“ Laxeldin sleppi án afleiðinga Hann vonar að þetta sé ekki vísirinn að álíka slysi og árið 2023, þegar eldislaxar veiddust í fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíum í Patreksfirði. „Ef sjókvíaeeldi er leyft hér við land er þetta það sem raungerist því miður,“ segir Jóhannes. „Það er ótrúlegt nokk að þeir sem valda þessu kannast aldrei við að neitt sleppi fyrr en eftirá og þá klóra þeir sér mikið í kollinum um hvað hafi eiginlega gerst.“
Lax Dalabyggð Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segir þrjá eldislaxa hafa veiðst í Haukadalsá í Dalabyggð á Vesturlandi í nótt og vitað sé um fleiri. Staðan sé verri en menn þorðu að vona en næstu skref sé að senda lífssýni til rannsóknar, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. 14. ágúst 2025 10:07 Vara við eldislax í Haukadalsá Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varar við strokulax í Haukadalsá og segir að fjöldi stórra laxa allt að 90 sentímetrar að stærð hafi fundist neðarlega í ánni. 13. ágúst 2025 21:50 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segir þrjá eldislaxa hafa veiðst í Haukadalsá í Dalabyggð á Vesturlandi í nótt og vitað sé um fleiri. Staðan sé verri en menn þorðu að vona en næstu skref sé að senda lífssýni til rannsóknar, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. 14. ágúst 2025 10:07
Vara við eldislax í Haukadalsá Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varar við strokulax í Haukadalsá og segir að fjöldi stórra laxa allt að 90 sentímetrar að stærð hafi fundist neðarlega í ánni. 13. ágúst 2025 21:50