Vara við eldislax í Haukadalsá Agnar Már Másson skrifar 13. ágúst 2025 21:50 Samtökin segja augljóst að um eldislax sé að ræða. Icelandic Wildlife Fund Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varar við strokulax í Haukadalsá og segir að fjöldi stórra laxa allt að 90 sentímetrar að stærð hafi fundist neðarlega í ánni. Icelandic Wildlife Fund, eða Íslenski náttúruverndarsjóðurinn, birtir mynd á Facebook af fisk sem mun hafa veriðst í Haukadalsá í Dölunum við Breiðafjörð í dag. Samtökin segja að fiskurinn sé „augljóslega eldislax“ og það megi meðal annars sjá á sporði og aflöguðum neðri kjálka. Hópurinn við ána hafi landað að minnsta kosti þremur öðrum löxum af svipaðri stærð. „Samkvæmt lýsingum af staðnum er áin „full af fiski“ neðarlega, 80 til 90cm stórum,“ skrifa samtökin sem telja engar líkur á göngu stórlaxa á þessum tíma í ágúst. Allt bendi því til að þessi fiskur hafi sloppið úr sjókvíaeldi. „Við biðjum veiðimenn um að vera á sérstöku varðbergi og sleppa alls ekki laxi sem lítur svona út heldur drepa hann og skila til erfðagreiningar hjá Hafrannsóknastofnun.“ Samtökin hafi haft samband við MAST, Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnun og fengið staðfest að ekkert strok hafi verið tilkynnt. Á þessari mynd frá Hafró má sjá hvernig greina megi eldislax og villtan lax í sundur.Hafrannsóknarstofnun „Enginn vafi leikur hinsvegar á að fiskurinn á myndinni er eldislax.“ Þó er bent á að nánast ómögulegt geti verið að greina á útliti eingöngu eldislax sem hefur sloppið ungur úr sjókví og gangi í ár eftir langa dvöl í hafi. Þetta myndi ekki vera fyrsta sinn sem eldislax er veiddur í áni en í maí í fyrra greindu Veidar.is frá því að bræður hefðu veitt eldislax í Haukadalsá. Freyr Frostason, formaður Umhverfissjóðsins, segir við fréttastofu að líklegast komi fiskarnir frá sjákvíum við Suðurfirðina á Vestfjörðum. Stangveiði Dalabyggð Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Icelandic Wildlife Fund, eða Íslenski náttúruverndarsjóðurinn, birtir mynd á Facebook af fisk sem mun hafa veriðst í Haukadalsá í Dölunum við Breiðafjörð í dag. Samtökin segja að fiskurinn sé „augljóslega eldislax“ og það megi meðal annars sjá á sporði og aflöguðum neðri kjálka. Hópurinn við ána hafi landað að minnsta kosti þremur öðrum löxum af svipaðri stærð. „Samkvæmt lýsingum af staðnum er áin „full af fiski“ neðarlega, 80 til 90cm stórum,“ skrifa samtökin sem telja engar líkur á göngu stórlaxa á þessum tíma í ágúst. Allt bendi því til að þessi fiskur hafi sloppið úr sjókvíaeldi. „Við biðjum veiðimenn um að vera á sérstöku varðbergi og sleppa alls ekki laxi sem lítur svona út heldur drepa hann og skila til erfðagreiningar hjá Hafrannsóknastofnun.“ Samtökin hafi haft samband við MAST, Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnun og fengið staðfest að ekkert strok hafi verið tilkynnt. Á þessari mynd frá Hafró má sjá hvernig greina megi eldislax og villtan lax í sundur.Hafrannsóknarstofnun „Enginn vafi leikur hinsvegar á að fiskurinn á myndinni er eldislax.“ Þó er bent á að nánast ómögulegt geti verið að greina á útliti eingöngu eldislax sem hefur sloppið ungur úr sjókví og gangi í ár eftir langa dvöl í hafi. Þetta myndi ekki vera fyrsta sinn sem eldislax er veiddur í áni en í maí í fyrra greindu Veidar.is frá því að bræður hefðu veitt eldislax í Haukadalsá. Freyr Frostason, formaður Umhverfissjóðsins, segir við fréttastofu að líklegast komi fiskarnir frá sjákvíum við Suðurfirðina á Vestfjörðum.
Stangveiði Dalabyggð Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira