Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. ágúst 2025 13:16 Donnarumma yrði sá fyrsti til að skipta milli félaganna síðan þau gengu undir eignarhald Persaflóaríkjanna. EPA/FRANCK FIFE / POOL MAXPPP OUT Ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma er á förum frá PSG og mögulega á leið til Manchester City. Hann yrði fyrsti leikmaðurinn til að skipta milli félaganna síðan þau gengu undir eignarhald tveggja óvinveittra ríkja við Persaflóann. Þjálfari PSG staðfesti í gær að Donnarumma væri á förum frá félaginu og franski miðillinn L‘equipe slær því föstu að Donnarumma sé búinn að ganga frá samkomulagi við Manchester City. Donnarumma yrði sá fyrsti í rúmlega tuttugu ár til að skipta milli þessara félaga en enginn hefur gert það síðan þau voru keypt af ríkissjóðum Katar (PSG) og Sameinuðu arabísku furstadæmanna (City). Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við PSG og þyrfti því að vera keyptur en mið-austurlensku ríkin eiga almennt ekki gott samband, viðskiptalega eða stjórnmálalega. Milliríkjadeilur smituðu út frá sér Milliríkjaerjurnar stóðu sem hæst frá árinu 2017 til 2021. Katar var þá beitt viðskiptaþvingunum af öðrum Persaflóaríkjum, Sameinuðu arabísku furstadæmunum þeirra á meðal. Á sama tíma myndaðist mikil togstreita milli City og PSG. Bæði lið höfðu verið í vandræðum með FFP fjármálareglurnar en PSG tókst samt að ganga frá kaupum á Neymar og Kylian Mbappé fyrir metfé sumarið 2017. City mótmælti kaupunum mikið, sérstaklega í ljósi þess að á svipuðum tíma var City dæmt út úr Evrópukeppnum UEFA fyrir að brjóta fjármálareglur (ákvörðun sem var síðan felld niður). Erjurnar áttu eftir að breiðast enn frekar út árið 2021 þegar City samþykkti að vera hluti af Ofurdeildinni umdeildu, sem PSG var harðlega á móti. Síðar sama ár gekk Lionel Messi svo til liðs við PSG og eyðilagði drauma þjálfarans Pep Guardiola um endurfundi við einn besta fótboltamann sögunnar. Vinir og óvinir UEFA PSG og City hafa líka verið með sitt hvora stefnuna í nálgun sinni við knattspyrnuyfirvöld. PSG er mikill vinur UEFA en City hefur gagnrýnt sambandið harðlega. Áhugavert verður að fylgjast með því hvort Donnarumma verði maðurinn sem grefur stríðsöxina milli félaganna, eða hvort enn frekari átök bakvið tjöldin brjótist út. Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Sjá meira
Þjálfari PSG staðfesti í gær að Donnarumma væri á förum frá félaginu og franski miðillinn L‘equipe slær því föstu að Donnarumma sé búinn að ganga frá samkomulagi við Manchester City. Donnarumma yrði sá fyrsti í rúmlega tuttugu ár til að skipta milli þessara félaga en enginn hefur gert það síðan þau voru keypt af ríkissjóðum Katar (PSG) og Sameinuðu arabísku furstadæmanna (City). Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við PSG og þyrfti því að vera keyptur en mið-austurlensku ríkin eiga almennt ekki gott samband, viðskiptalega eða stjórnmálalega. Milliríkjadeilur smituðu út frá sér Milliríkjaerjurnar stóðu sem hæst frá árinu 2017 til 2021. Katar var þá beitt viðskiptaþvingunum af öðrum Persaflóaríkjum, Sameinuðu arabísku furstadæmunum þeirra á meðal. Á sama tíma myndaðist mikil togstreita milli City og PSG. Bæði lið höfðu verið í vandræðum með FFP fjármálareglurnar en PSG tókst samt að ganga frá kaupum á Neymar og Kylian Mbappé fyrir metfé sumarið 2017. City mótmælti kaupunum mikið, sérstaklega í ljósi þess að á svipuðum tíma var City dæmt út úr Evrópukeppnum UEFA fyrir að brjóta fjármálareglur (ákvörðun sem var síðan felld niður). Erjurnar áttu eftir að breiðast enn frekar út árið 2021 þegar City samþykkti að vera hluti af Ofurdeildinni umdeildu, sem PSG var harðlega á móti. Síðar sama ár gekk Lionel Messi svo til liðs við PSG og eyðilagði drauma þjálfarans Pep Guardiola um endurfundi við einn besta fótboltamann sögunnar. Vinir og óvinir UEFA PSG og City hafa líka verið með sitt hvora stefnuna í nálgun sinni við knattspyrnuyfirvöld. PSG er mikill vinur UEFA en City hefur gagnrýnt sambandið harðlega. Áhugavert verður að fylgjast með því hvort Donnarumma verði maðurinn sem grefur stríðsöxina milli félaganna, eða hvort enn frekari átök bakvið tjöldin brjótist út.
Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Sjá meira