Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. ágúst 2025 15:28 Uppkastsföturnar eru víst staðalbúnaður í andlegum athvörfum. Guardia Civil Spænska lögreglan gerði rassíu í tveimur andlegum athvörfum í austurhluta Spánar. Lögregla handtók þrjá og lagði hald á ellefu lítra af ayahuasca, 117 Sanpedrókaktusplöntur og nokkrar flöskur af froskaeitri. Öll eru þetta efni sem hafa ofskynjunaráhrif. Athvörfin græða á tá og fingri með því að selja „stjarnferðalög.“ Samkvæmt umfjöllun Guardian hafði spænska lögreglan haft fyrirtækið sem rak athvörfin til rannsóknar í um fimm mánuði. Um er að ræða tvö sveitarbýli í sveitarfélaginu Pedreguer í Alicante-héraði. Fyrirtækið auglýsti sig á internetinu sem viðurkennt andlegt heilsusetur sem bauð upp á „hefðbundin lækningameðul“ sem nutu mikilla vinsælda meðal evrópskra ferðamanna. Möluðu gull á andlegum ferðamönnum Í tilkynningu frá spænsku lögreglunni greinir hún frá að athvörfin hafi boðið upp á þriggja og fimm daga ferðapakka sem kostuðu þúsund evrur að meðaltali og fólu í sér gistingu og efnin sem tekin voru. Umrætt froskaeitur.Guardia Civil Ferðirnar samanstóðu af allt að 20 manns í senn sem leiddir voru í „stjarnferðalög“ af sex starfsmönnum fyrirtækisins. Slíkar ferðir fóru fram nokkrum sinnum í viku og drógu rannsakendur þá ályktun að hópurinn hefði aflað sér hundruð þúsunda evra á síðasta ári - mestmegnis í reiðufé sem ekki var gefið upp og því skildi ekki eftir sig nein bókhaldsspor. Margir bankareikningar voru notaðir í ýmsum löndum,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Frumstæð tilraunastofa Sextán gestir voru í athvarfi á vegum fyrirtækisins þegar rassían fór fram en lögreglan tekur fram að á vettvangi hafi ekki verið viðunandi aðstaða til að bregðast við ofskammti eða eitrun. Efnin hafi verið undirbúin undir neyslu í frumstæðri tilraunastofu. Auk ofskynjunarefnanna lagði lögregla hald á 945 töflur af rítalíni og hinar ýmsu plöntuafurðir sem voru sendar á rannsóknarstofu til efnagreiningar. Spánn Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun Guardian hafði spænska lögreglan haft fyrirtækið sem rak athvörfin til rannsóknar í um fimm mánuði. Um er að ræða tvö sveitarbýli í sveitarfélaginu Pedreguer í Alicante-héraði. Fyrirtækið auglýsti sig á internetinu sem viðurkennt andlegt heilsusetur sem bauð upp á „hefðbundin lækningameðul“ sem nutu mikilla vinsælda meðal evrópskra ferðamanna. Möluðu gull á andlegum ferðamönnum Í tilkynningu frá spænsku lögreglunni greinir hún frá að athvörfin hafi boðið upp á þriggja og fimm daga ferðapakka sem kostuðu þúsund evrur að meðaltali og fólu í sér gistingu og efnin sem tekin voru. Umrætt froskaeitur.Guardia Civil Ferðirnar samanstóðu af allt að 20 manns í senn sem leiddir voru í „stjarnferðalög“ af sex starfsmönnum fyrirtækisins. Slíkar ferðir fóru fram nokkrum sinnum í viku og drógu rannsakendur þá ályktun að hópurinn hefði aflað sér hundruð þúsunda evra á síðasta ári - mestmegnis í reiðufé sem ekki var gefið upp og því skildi ekki eftir sig nein bókhaldsspor. Margir bankareikningar voru notaðir í ýmsum löndum,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Frumstæð tilraunastofa Sextán gestir voru í athvarfi á vegum fyrirtækisins þegar rassían fór fram en lögreglan tekur fram að á vettvangi hafi ekki verið viðunandi aðstaða til að bregðast við ofskammti eða eitrun. Efnin hafi verið undirbúin undir neyslu í frumstæðri tilraunastofu. Auk ofskynjunarefnanna lagði lögregla hald á 945 töflur af rítalíni og hinar ýmsu plöntuafurðir sem voru sendar á rannsóknarstofu til efnagreiningar.
Spánn Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira