Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2025 14:43 Olíuflutningaskipið Eagle S við akkeri nærri Porvoo í Finnlandi eftir að skipið skemmdi sæstrengi í Eistrasalti síðasta vetur. AP/Jussi Nukari/Lehtikuva Finnsk yfirvöld hafa ákært skipstjóra flutningaskips og tvo næstráðendur hans vegna skemmda sem þeir ollu á sæstreng í Eystrasalti á milli Finnlands og Eistlands í fyrra. Skipið er sagt hluti af svonefndum skuggaflota Rússa og skemmdarverkum þeirra í Evrópu. Skipsstjórnendurnir eru sakaðir um að hafa skorið á fimm sæstrengi með því að draga akkeri skipsins eftir hafsbotninum um níutíu kílómetra leið. Þeir skemmdu þannig Estlink-2 rafsæstrenginn og fjarskiptastrengi sem þúsundir Evrópubúa reiða sig á, að sögn AP-fréttastofunnar. Olíuflutningaskipið Eagle S er skráð á Cook-eyjum. Það er sagt hafa látið úr höfn með farm af olíu í Ust-Luga í Rússlandi áður en það skar á strengina í Finnlandsflóa á jóladag. Finnsk yfirvöld og Evrópusambandið telja skipið hluta af skuggaflota Rússa sem þeir nota til þess að komast í kringum refsiaðgerðir vestrænna ríkja vegna stríðsins í Úkraínu. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir eignaspjöll og truflanir á fjarskiptum. Með þeim hafi þeir valdið eigendum strengjanna tjóni sem sé metið á að minnsta kosti sextíu milljónir evra, jafnvirði um 8,6 milljarða íslenskra króna. Sakborningarnir eru sagðir neita sök og hafna því að Finnar hafi lögsögu yfir þeim því skemmdirnar hafi orðið utan landhelgi Finnlands. Estlink 2-sæstrengurinn getur annað um helmingi af raforkuþörf Eistlands yfir vetrarmánuðina. Skemmdirnar á honum ollu ekki rafmagnsleysi en raforkuverð hækkaði vegna þeirra. Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að valda skemmdum á sæstrengjum í Eystrasalti á undanförnum misserum. Þá hafa þeir truflað staðsetningartæki og fjarskipti við Finnland sem hefur haft áhrif á flugsamgöngur þar í landi. Rússland Finnland Skipaflutningar Fjarskipti Hernaður Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Skipsstjórnendurnir eru sakaðir um að hafa skorið á fimm sæstrengi með því að draga akkeri skipsins eftir hafsbotninum um níutíu kílómetra leið. Þeir skemmdu þannig Estlink-2 rafsæstrenginn og fjarskiptastrengi sem þúsundir Evrópubúa reiða sig á, að sögn AP-fréttastofunnar. Olíuflutningaskipið Eagle S er skráð á Cook-eyjum. Það er sagt hafa látið úr höfn með farm af olíu í Ust-Luga í Rússlandi áður en það skar á strengina í Finnlandsflóa á jóladag. Finnsk yfirvöld og Evrópusambandið telja skipið hluta af skuggaflota Rússa sem þeir nota til þess að komast í kringum refsiaðgerðir vestrænna ríkja vegna stríðsins í Úkraínu. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir eignaspjöll og truflanir á fjarskiptum. Með þeim hafi þeir valdið eigendum strengjanna tjóni sem sé metið á að minnsta kosti sextíu milljónir evra, jafnvirði um 8,6 milljarða íslenskra króna. Sakborningarnir eru sagðir neita sök og hafna því að Finnar hafi lögsögu yfir þeim því skemmdirnar hafi orðið utan landhelgi Finnlands. Estlink 2-sæstrengurinn getur annað um helmingi af raforkuþörf Eistlands yfir vetrarmánuðina. Skemmdirnar á honum ollu ekki rafmagnsleysi en raforkuverð hækkaði vegna þeirra. Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að valda skemmdum á sæstrengjum í Eystrasalti á undanförnum misserum. Þá hafa þeir truflað staðsetningartæki og fjarskipti við Finnland sem hefur haft áhrif á flugsamgöngur þar í landi.
Rússland Finnland Skipaflutningar Fjarskipti Hernaður Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila