„Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Smári Jökull Jónsson skrifar 11. ágúst 2025 12:15 Sigurbjörn Bárðarson, landsliðsþjálfari í hestaíþróttum. Vísir Heimsmeistaramóti íslenska hestsins lauk í Sviss í gær. Landsliðsþjálfari íslenska liðsins segir árangurinn á mótinu hafa verið frábæran og að tár hafi fallið hjá knöpum sem þurfa nú að skilja við hestana sína erlendis vegna sóttvarnalaga. Heimsmeistaramót íslenska hestsins fór fram í Sviss síðustu vikuna og lauk í gær. Ísland vann til gullverðlauna í níu keppnisgreinum af fjórtán auk þess að vinna tíu silfur og tvö brons. Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari segir árangurinn frábæran. „Þetta var gífurlega mikil uppskera og sérstaklega í yngri flokkunum þar sem vannst alveg gífurlega góður árangur. Yfir heildina kemur landslið Íslands út sem stór sigurvegari á mótinu. Við vinnum svokallaðan liðsbikar sem er mikill akkur í því að vinna,“ sagði Sigurbjörn í samtali við fréttastofu Sýnar. Þá sagði Sigurbjörn að sigur Aðalheiðar Önnu Guðjónsdóttur í slaktaumatölti hefði verið glæsilegur en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland vinnur til gullverðlauna í þeirri grein. Þá vann Árni Björn Pálsson tölthornið svokallaða sem er einn eftirsóttasti titill mótsins. Söluverð getur hlaupið á tugum milljóna en spurning með gróðann Nú þegar mótinu lýkur þarf að skilja hestana eftir erlendis vegna sóttvarnalaga hér á landi. Sigurbjörn sagði yfir 90% hestanna vera selda nú þegar en söluverð eins hests hleypur á milljónum eða jafnvel tugum milljóna. Hann sagði þó erfitt að tjá sig um fjárhagslegan ávinning af sölu þeirra. „Þú kynnir þig, kemur þér á framfæri. Þetta er atvinna manns og við það að koma þér á framfæri þá eru sóknarfæri á ýmsum stöðum í góða vinnu. Það eru allir að fá eitthvað til baka en svo þegar þú ert búinn að þjálfa hest í kannski fjögur ár, afburðagrip, þegar þú reiknar vinnuna þá er ekki þar með sagt að þú sér að græða svo mikið.“ Mæta jafnvel sínum eigin verðlaunahestum á næsta móti Þá nefnir hann að hestarnir séu seldir til erlendra aðila sem keppa jafnvel á þeim á næstu mótum. „Snúningurinn fyrir okkur er að við erum að fara með bestu hestana okkar, sem er tveggja, þriggja, fjögurra eða jafnvel fimm ára þjálfunarferli að baki og eru búnir að vinna til fjölda verðlauna hér á landi. Síðan eru þau látin af hendi og nýir eigendur eru andstæðingar og keppninautarnir sem mæta jafnvel á næsta mót á þeim sum hver.“ „Við erum þá að lenda í hörkuslag og verðum að vera búin að finna okkur nýjan stofn og koma aftur með nýtt blóð að keppa á móti okkar fyrrverandi skörungum. Svolítið mismunandi gefið á garðann eins og maður segir.“ Þá tengjast knapar hestum sínum tilfinningaböndum og tár megi sjá á hvarmi margra. „Þegar þeir eru að afhenda hestinn eða ljúka keppni þá er tekið utan um og þá sér maður að það brestur margur og klökknar, eðilegur viðskilnaður við vini sína þegar að þessum punkti kemur.“ Hestaíþróttir Hestar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Sjá meira
Heimsmeistaramót íslenska hestsins fór fram í Sviss síðustu vikuna og lauk í gær. Ísland vann til gullverðlauna í níu keppnisgreinum af fjórtán auk þess að vinna tíu silfur og tvö brons. Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari segir árangurinn frábæran. „Þetta var gífurlega mikil uppskera og sérstaklega í yngri flokkunum þar sem vannst alveg gífurlega góður árangur. Yfir heildina kemur landslið Íslands út sem stór sigurvegari á mótinu. Við vinnum svokallaðan liðsbikar sem er mikill akkur í því að vinna,“ sagði Sigurbjörn í samtali við fréttastofu Sýnar. Þá sagði Sigurbjörn að sigur Aðalheiðar Önnu Guðjónsdóttur í slaktaumatölti hefði verið glæsilegur en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland vinnur til gullverðlauna í þeirri grein. Þá vann Árni Björn Pálsson tölthornið svokallaða sem er einn eftirsóttasti titill mótsins. Söluverð getur hlaupið á tugum milljóna en spurning með gróðann Nú þegar mótinu lýkur þarf að skilja hestana eftir erlendis vegna sóttvarnalaga hér á landi. Sigurbjörn sagði yfir 90% hestanna vera selda nú þegar en söluverð eins hests hleypur á milljónum eða jafnvel tugum milljóna. Hann sagði þó erfitt að tjá sig um fjárhagslegan ávinning af sölu þeirra. „Þú kynnir þig, kemur þér á framfæri. Þetta er atvinna manns og við það að koma þér á framfæri þá eru sóknarfæri á ýmsum stöðum í góða vinnu. Það eru allir að fá eitthvað til baka en svo þegar þú ert búinn að þjálfa hest í kannski fjögur ár, afburðagrip, þegar þú reiknar vinnuna þá er ekki þar með sagt að þú sér að græða svo mikið.“ Mæta jafnvel sínum eigin verðlaunahestum á næsta móti Þá nefnir hann að hestarnir séu seldir til erlendra aðila sem keppa jafnvel á þeim á næstu mótum. „Snúningurinn fyrir okkur er að við erum að fara með bestu hestana okkar, sem er tveggja, þriggja, fjögurra eða jafnvel fimm ára þjálfunarferli að baki og eru búnir að vinna til fjölda verðlauna hér á landi. Síðan eru þau látin af hendi og nýir eigendur eru andstæðingar og keppninautarnir sem mæta jafnvel á næsta mót á þeim sum hver.“ „Við erum þá að lenda í hörkuslag og verðum að vera búin að finna okkur nýjan stofn og koma aftur með nýtt blóð að keppa á móti okkar fyrrverandi skörungum. Svolítið mismunandi gefið á garðann eins og maður segir.“ Þá tengjast knapar hestum sínum tilfinningaböndum og tár megi sjá á hvarmi margra. „Þegar þeir eru að afhenda hestinn eða ljúka keppni þá er tekið utan um og þá sér maður að það brestur margur og klökknar, eðilegur viðskilnaður við vini sína þegar að þessum punkti kemur.“
Hestaíþróttir Hestar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Sjá meira