Sport

Reiður Geno sendi á­horf­anda fingurinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Geno Smith, til vinstri, heilsar gömlum félögum eftir leikinn.
Geno Smith, til vinstri, heilsar gömlum félögum eftir leikinn. vísir/getty

Leikstjórnandi Las Vegas Raiders, Geno Smith, sem spilaði áður með Seattle Seahawks, var ekki ánægður með áhorfanda í gær er hann mætti á sinn gamla heimavöll með Raiders.

Á skiltinu stóð: „Hvor olli meiri vonbrigðum? Geno eða JaMarcus Russell“

Þess ber að geta að Smith stóð sig afar vel í búningi Seahawks. Slíkt hið sama verður ekki sagt um Russell. Skiltið var því frekar ósanngjarnt.

Smith tók svo sannarlega eftir skiltinu því hann gaf áhorfendum puttann og slíkt hið sama gerði félagi hans, Maxx Crosby.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×