Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2025 20:50 Austur-Grænlendingar upplifa sig afskipta. Vísir/Samsett Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland kann að koma fólki spánskt fyrir sjónir en nú er hann orðinn að veruleika. Athafnahjónin Mike og Anette Nicolaisen sem reka ferðaþjónustuveldi í Tasiilaq segja Austur-Grænlendinga upplifa sig afskipta og krefjast aðgerða. Hjónin voru á meðal þeirra sem stóðu að fjölmennri kröfugöngu sem fóru fram í Tasiilaq síðastliðinn maí, sem er stærsta byggð á austurströnd Grænlands, þar sem einangruninni afskiptaleysi stjórnvalda í Nuuk og Kaupmannahöfn var mótmælt. Áætlað var að um sexhundruð manns hafi tekið þátt í þeirri göngu sem verður að teljast mikið í ljósi þess að á svæðinu búi alls um 2500 manns. Fara á mis við hraða uppbyggingu Íbúar austurstrandarinnar upplifa sig afskipta. Samfélögin þar, byggðir á borð við Tasiilaq og Kúlúsúk, eru einöngruð og íbúum líður eins og þeir séu að fara á mis við þá miklu uppbyggingu sem á sér stað hinum megin Grænlandsjökuls. Það bætti heldur ekki úr skák þegar Icelandair tilkynnti að félagið myndi hætta við flugferðir til Kúlúsúk í janúar- og febrúarmánuðum en mikill birgðaflutningur fer fram á þeirri leið. Á meðal spjalda sem mótmælendur héldu á lofti í kröfugöngunni var spjald sem á stóð: „Flug til Íslands allt árið.“ Auk efnahagslegrar stöðnunar spilar tungumálið einnig þátt í einangrun Austur-Grænlendinga en mál þeirra, þó það sé nauðalíkt því sem talað er vestanmegin Grænlandsjökuls, er ekki gagnkvæmur skilningur þar á milli. Þrátt fyrir það fer skólahald fram á vesturgrænlensku. Þessu mótmæla Austur-Grænlendingar auk þess sem að skilti í bænum og götumerkingar séu að mestu leyti á vesturgrænlensku. Þetta kosningaplakat birti Mike Nicolaisen á samfélagsmiðlum.Mike Nicolaisen Mike Nicolaisen hefur, ef birtingar hans á samfélagsmiðlum má marka, ekki látið á sér standa og er ötull talsmaður byggðarlags síns, Tasiilaq, og Austur-Grænlands alls. Hann og kona hans reka stærsta hótel bæjarins, Hotel Ammassalik, farfuglaheimili og verslun í bænum. Þrátt fyrir persónulegan árangur hefur hann miklar áhyggjur af framtíð heimasveitarsinnar. Í viðtali við danska ríkisútvarpið gengst hann við því að hugmyndin kunni að hljóma langsótt fyrir sumum, jafnvel út í hött, en að flokkurinn nýstofnaði sé til kominn af sofandahætti stjórnvalda vestan jökuls. „Já, þetta er langsótt en þetta er því miður afleiðing þess að vera ekki hluti af Grænlandi. Maður er útlægur. Maður upplifir sig annars flokks,“ segir hann við blaðamann danska ríkisútvarpsins og að hans sögn í uppgjafartón. Fíkn, munaðarleysi og sjálfsvíg Flokkurinn hefur enn ekki formlega verið stofnaður né heldur er undirskriftarsöfnun að því marki hafin, enn sem komið er. Hjónin segjast vera komin með nóg af köldu viðmóti stjórnvalda í Nuuk og leita því á náðir danska þingsins í leit að fjárfestingum í innviðum þar nyrðra. Samfélagið á Austur-Grænlandi stendur hvað berskjaldaðast frammi fyrir samfélagsmeinum sem hrjá landið allt. Vandamál á borð við fíkn, munaðarleysi og há sjálfsmorðstíðni. Mike Nicolaisen upplifir sig raddlausan.Mike Nicolaisen „Afleiðing þessa alls er sjálfsvíg,“ er haft eftir Mike en hann missti sjálfur uppkominn son sinn úr sjálfsvígi á síðasta ári. „Við eigum dóttur saman sem er fimm ára. Þegar hún verður fullorðin á hún að njóta þess að í Tasiilaq sé sundlaug, flugvöllur, að það séu tækifæri til menntunar og að fólk geti átt fullnægjandi líf hér,“ segir Mike Nicolaisen. Grænland Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Hjónin voru á meðal þeirra sem stóðu að fjölmennri kröfugöngu sem fóru fram í Tasiilaq síðastliðinn maí, sem er stærsta byggð á austurströnd Grænlands, þar sem einangruninni afskiptaleysi stjórnvalda í Nuuk og Kaupmannahöfn var mótmælt. Áætlað var að um sexhundruð manns hafi tekið þátt í þeirri göngu sem verður að teljast mikið í ljósi þess að á svæðinu búi alls um 2500 manns. Fara á mis við hraða uppbyggingu Íbúar austurstrandarinnar upplifa sig afskipta. Samfélögin þar, byggðir á borð við Tasiilaq og Kúlúsúk, eru einöngruð og íbúum líður eins og þeir séu að fara á mis við þá miklu uppbyggingu sem á sér stað hinum megin Grænlandsjökuls. Það bætti heldur ekki úr skák þegar Icelandair tilkynnti að félagið myndi hætta við flugferðir til Kúlúsúk í janúar- og febrúarmánuðum en mikill birgðaflutningur fer fram á þeirri leið. Á meðal spjalda sem mótmælendur héldu á lofti í kröfugöngunni var spjald sem á stóð: „Flug til Íslands allt árið.“ Auk efnahagslegrar stöðnunar spilar tungumálið einnig þátt í einangrun Austur-Grænlendinga en mál þeirra, þó það sé nauðalíkt því sem talað er vestanmegin Grænlandsjökuls, er ekki gagnkvæmur skilningur þar á milli. Þrátt fyrir það fer skólahald fram á vesturgrænlensku. Þessu mótmæla Austur-Grænlendingar auk þess sem að skilti í bænum og götumerkingar séu að mestu leyti á vesturgrænlensku. Þetta kosningaplakat birti Mike Nicolaisen á samfélagsmiðlum.Mike Nicolaisen Mike Nicolaisen hefur, ef birtingar hans á samfélagsmiðlum má marka, ekki látið á sér standa og er ötull talsmaður byggðarlags síns, Tasiilaq, og Austur-Grænlands alls. Hann og kona hans reka stærsta hótel bæjarins, Hotel Ammassalik, farfuglaheimili og verslun í bænum. Þrátt fyrir persónulegan árangur hefur hann miklar áhyggjur af framtíð heimasveitarsinnar. Í viðtali við danska ríkisútvarpið gengst hann við því að hugmyndin kunni að hljóma langsótt fyrir sumum, jafnvel út í hött, en að flokkurinn nýstofnaði sé til kominn af sofandahætti stjórnvalda vestan jökuls. „Já, þetta er langsótt en þetta er því miður afleiðing þess að vera ekki hluti af Grænlandi. Maður er útlægur. Maður upplifir sig annars flokks,“ segir hann við blaðamann danska ríkisútvarpsins og að hans sögn í uppgjafartón. Fíkn, munaðarleysi og sjálfsvíg Flokkurinn hefur enn ekki formlega verið stofnaður né heldur er undirskriftarsöfnun að því marki hafin, enn sem komið er. Hjónin segjast vera komin með nóg af köldu viðmóti stjórnvalda í Nuuk og leita því á náðir danska þingsins í leit að fjárfestingum í innviðum þar nyrðra. Samfélagið á Austur-Grænlandi stendur hvað berskjaldaðast frammi fyrir samfélagsmeinum sem hrjá landið allt. Vandamál á borð við fíkn, munaðarleysi og há sjálfsmorðstíðni. Mike Nicolaisen upplifir sig raddlausan.Mike Nicolaisen „Afleiðing þessa alls er sjálfsvíg,“ er haft eftir Mike en hann missti sjálfur uppkominn son sinn úr sjálfsvígi á síðasta ári. „Við eigum dóttur saman sem er fimm ára. Þegar hún verður fullorðin á hún að njóta þess að í Tasiilaq sé sundlaug, flugvöllur, að það séu tækifæri til menntunar og að fólk geti átt fullnægjandi líf hér,“ segir Mike Nicolaisen.
Grænland Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira