Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar 9. ágúst 2025 09:03 Árlega gefur ILGA-Europe, félag hinsegin fólks í Evrópu og Mið-Asíu, út sérstakt Regnbogakort sem birtir yfirlit og samanburð um lagaleg réttindi hinsegin fólks í heimshlutanum. Með kortinu, sem nær til 49 landa, er hægt að bera saman lagalega stöðu hinsegin fólks á milli landa. Ísland hefur verið á mikilli uppleið á undanförnum árum og fór á skömmum tíma úr 17. sæti, með 47% þáverandi viðmiða uppfyllt, og upp í það næstfyrsta árið 2024, með 83% viðmiða uppfyllt. Í dag eru lagaleg réttindi hinsegin fólks á Íslandi með þeim bestu í heimi. Þótt lagaleg réttindi og félagslegur veruleiki fari ekki alltaf saman eru þau grundvöllur þeirra breytinga sem orðið hafa hér á landi á síðustu árum. Meginástæður þessara framfara eru lög um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru árið 2019 og lög um bann við bælingarmeðferðum sem tóku gildi árið 2024 auk breytinga á hegningarlögum, sem styrkt hafa vernd gegn hatursglæpum og hatursáróðri gegn hinsegin fólki. Þá samþykktu stjórnvöld fyrstu aðgerðaráætlunina í málefnum hinsegin fólks árið 2022 og nú er unnið að endurnýjun hennar með það fyrir augum að ný áætlun verði samþykkt á Alþingi í haust. Nýtt regnbogakort: Ísland fellur um eitt sæti Regnbogakort ársins 2025 var birt í maí. Þar kemur í ljós að Ísland bætir eilítið við sig frá fyrra ári og uppfyllir nú 84,06% matsþátta en fellur engu að síður niður um eitt sæti og hafnar í því þriðja. Ástæða hækkunarinnar er nýr matsþáttur um hatursorðræðu vegna kyneinkenna, atriði sem Ísland uppfyllti einnig áður en því var bætt í viðmið kortsins. Á sama tíma bætir Belgía stöðu sína á milli ára, og tekur annað sætið af Íslandi. Árangur Belgíu er fyrst og fremst vegna aðgerða stjórnvalda þar í landi gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Sá árangur sem náðst hefur á Íslandi átti sér sannarlega ekki stað í tómarúmi heldur er hann afrakstur markvissrar vinnu fjölda aðila. Þar má nefna forvera minn í starfi, Daníel E. Arnarsson, en ekki síður annað starfsfólk, stjórnarfólk, sjálfboðaliða, Trans Ísland og Intersex Ísland. Ekki má heldur gleyma framlagi stjórnvalda sjálfra, stjórnmálafólks og embættismanna, sem hafa unnið að framgangi hinsegin málefna á undanförnum árum. Öflugt alþjóðastarf Áhugi á alþjóðlegu samstarfi við Samtökin ‘78 hefur aukist samhliða þeim árangri sem Ísland hefur náð á Regnbogakorti ILGA-Europe. Ísland er í dag eitt af þeim löndum sem litið er hvað helst til. Við erum afar meðvituð um hlutverk okkar og tökum þátt í alþjóðasamstarfi eftir fremsta megni, enda vitum við sem er,að við verðum ekki frjáls fyrr en öll eru frjáls. Hver eru næstu skref? Þótt mikið hafi áunnist er björninn ekki unninn. Ísland á enn nokkuð í land til að uppfylla öll skilyrði Regnbogakortsins og þangað skal áfram stefnt. Mikilvægt er að ráðist verði í lagasetningu sem bætir líkamlega friðhelgi intersex fólks og frekari aðgerðir gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Þá þarf að tryggja rétt homma og annarra hinsegin karla til blóðgjafa og öflugri umgjörð fyrir hinsegin fólk á flótta. Allt eru þetta atriði sem ILGA-Europe horfir til. Til viðbótar eru ýmis atriði sem ekki eru hluti af viðmiðum Regnbogakortsins en eru engu að síður mikilvæg, til dæmis bætt lagaleg réttindi barna sem eiga frá fyrstu tíð fleiri en tvo foreldra. Samtökin ‘78 eiga í virku samtali við stjórnvöld þar sem meðal annars er þrýst á ofangreinda þætti. Þessu hlutverki okkar munum við áfram sinna með öflugum hætti. Við erum í algjöru dauðafæri að koma Íslandi í allra fremstu röð í heiminum hvað varðar lagaleg réttindi hinsegin fólks. Það er því sjálfsögð krafa hinsegin samfélagsins að Ísland styrki áfram stöðu sína sem fyrirmynd á heimsvísu og nái fyrsta sæti Regnbogakortsins innan fárra ára. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Kári Garðarsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Sjá meira
Árlega gefur ILGA-Europe, félag hinsegin fólks í Evrópu og Mið-Asíu, út sérstakt Regnbogakort sem birtir yfirlit og samanburð um lagaleg réttindi hinsegin fólks í heimshlutanum. Með kortinu, sem nær til 49 landa, er hægt að bera saman lagalega stöðu hinsegin fólks á milli landa. Ísland hefur verið á mikilli uppleið á undanförnum árum og fór á skömmum tíma úr 17. sæti, með 47% þáverandi viðmiða uppfyllt, og upp í það næstfyrsta árið 2024, með 83% viðmiða uppfyllt. Í dag eru lagaleg réttindi hinsegin fólks á Íslandi með þeim bestu í heimi. Þótt lagaleg réttindi og félagslegur veruleiki fari ekki alltaf saman eru þau grundvöllur þeirra breytinga sem orðið hafa hér á landi á síðustu árum. Meginástæður þessara framfara eru lög um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru árið 2019 og lög um bann við bælingarmeðferðum sem tóku gildi árið 2024 auk breytinga á hegningarlögum, sem styrkt hafa vernd gegn hatursglæpum og hatursáróðri gegn hinsegin fólki. Þá samþykktu stjórnvöld fyrstu aðgerðaráætlunina í málefnum hinsegin fólks árið 2022 og nú er unnið að endurnýjun hennar með það fyrir augum að ný áætlun verði samþykkt á Alþingi í haust. Nýtt regnbogakort: Ísland fellur um eitt sæti Regnbogakort ársins 2025 var birt í maí. Þar kemur í ljós að Ísland bætir eilítið við sig frá fyrra ári og uppfyllir nú 84,06% matsþátta en fellur engu að síður niður um eitt sæti og hafnar í því þriðja. Ástæða hækkunarinnar er nýr matsþáttur um hatursorðræðu vegna kyneinkenna, atriði sem Ísland uppfyllti einnig áður en því var bætt í viðmið kortsins. Á sama tíma bætir Belgía stöðu sína á milli ára, og tekur annað sætið af Íslandi. Árangur Belgíu er fyrst og fremst vegna aðgerða stjórnvalda þar í landi gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Sá árangur sem náðst hefur á Íslandi átti sér sannarlega ekki stað í tómarúmi heldur er hann afrakstur markvissrar vinnu fjölda aðila. Þar má nefna forvera minn í starfi, Daníel E. Arnarsson, en ekki síður annað starfsfólk, stjórnarfólk, sjálfboðaliða, Trans Ísland og Intersex Ísland. Ekki má heldur gleyma framlagi stjórnvalda sjálfra, stjórnmálafólks og embættismanna, sem hafa unnið að framgangi hinsegin málefna á undanförnum árum. Öflugt alþjóðastarf Áhugi á alþjóðlegu samstarfi við Samtökin ‘78 hefur aukist samhliða þeim árangri sem Ísland hefur náð á Regnbogakorti ILGA-Europe. Ísland er í dag eitt af þeim löndum sem litið er hvað helst til. Við erum afar meðvituð um hlutverk okkar og tökum þátt í alþjóðasamstarfi eftir fremsta megni, enda vitum við sem er,að við verðum ekki frjáls fyrr en öll eru frjáls. Hver eru næstu skref? Þótt mikið hafi áunnist er björninn ekki unninn. Ísland á enn nokkuð í land til að uppfylla öll skilyrði Regnbogakortsins og þangað skal áfram stefnt. Mikilvægt er að ráðist verði í lagasetningu sem bætir líkamlega friðhelgi intersex fólks og frekari aðgerðir gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Þá þarf að tryggja rétt homma og annarra hinsegin karla til blóðgjafa og öflugri umgjörð fyrir hinsegin fólk á flótta. Allt eru þetta atriði sem ILGA-Europe horfir til. Til viðbótar eru ýmis atriði sem ekki eru hluti af viðmiðum Regnbogakortsins en eru engu að síður mikilvæg, til dæmis bætt lagaleg réttindi barna sem eiga frá fyrstu tíð fleiri en tvo foreldra. Samtökin ‘78 eiga í virku samtali við stjórnvöld þar sem meðal annars er þrýst á ofangreinda þætti. Þessu hlutverki okkar munum við áfram sinna með öflugum hætti. Við erum í algjöru dauðafæri að koma Íslandi í allra fremstu röð í heiminum hvað varðar lagaleg réttindi hinsegin fólks. Það er því sjálfsögð krafa hinsegin samfélagsins að Ísland styrki áfram stöðu sína sem fyrirmynd á heimsvísu og nái fyrsta sæti Regnbogakortsins innan fárra ára. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78.
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar