Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. ágúst 2025 11:02 Sigurjón Baldur, Sigurður Gylfi og Þóra saka Rafmennt um alvarlegt brot gegn trausti og faglegum vinnubrögðum að auglýsa háskólastarfsemi sem á sér ekki stað. Akademískir starfsmenn Kvikmyndaskóla Íslands segja þekkingarfyrirtækið Rafmennt nota nöfn þeirra í blekkingarskyni að þeim forspurðum til að auglýsa skólann. Verið sé að auglýsa háskólastarfsemi sem á sér ekki stað. „Fyrirtækið Rafmennt auglýsir nú starfsemi, rannsóknir, akademíska stöðu og gæðakerfi í nafni Kvikmyndaskóla Íslands – án þess að sú starfsemi eigi sér stoð í raunveruleikanum. Þar er fullyrt að við undirritaðir gegnum formlegum stöðum, sem formaður rannsóknarráðs og fulltrúi í dómnefnd um akademískt hæfi – sem við gerum ekki undir stjórn þessara aðila,“ segir í yfirlýsingu sem þrír akademískir starfsmenn skólans sendu frá sér í morgun. Starfsmennirnir eru dr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor við Háskóla Íslands og formaður rannsóknarráðs KVÍ/IFS, dr. Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor við Háskóla Íslands og fulltrúi í dómnefnd um akademískt hæfi starfsmanna KVÍ/IFS og Þóra Fjeldsted,MA, sérfræðingur Tmakk eignarhaldsfélags KVÍ/IFS. Forsaga málsins er sú að eftir erfiðan rekstur um langt skeið var rekstrarfélag Kvikmyndaskólans tekið til gjaldþrotaskipta í mars. Óljóst var með framtíð skólans þar til tæknifyrirtækið Rafmennt tók við rekstrinum. Fyrirtækið greindi frá því í júní að skráning væri hafin í skólann á ný. Böðvar Bjarki Pétursson stofnandi Kvikmyndaskólans lýsti yfir áhyggjum af rekstri skólans undir Rafmennt og sagðist ekki hika við að lögsækja Rafmennt, skyldi félagið nota nafn Kvikmyndaskóla Íslands eða námskrána sem notast var við. „Alvarlegt brot gegn trausti“ Í yfirlýsingunni lýsa þau yfir furðu með þá stöðu sem er komin upp í kring um starfsemi skólans. Að þeim forspurðum hafi nöfn þeirra verið notuð til að beita þeim blekkingum hjá fyrirtækinu að um háskólastarfsemi sé að ræða í kvikmyndagerð hjá skólanum. „Það er alvarlegt brot gegn trausti, faglegum vinnubrögðum og siðferðislegum mörkum að auglýst sé háskólastarfsemi sem á sér ekki stað. Hvað þá að slík blekkingastarfsemi sé gerð í skjóli yfirvalda og með stuðningi þeirra,“ segir í yfirlýsingu Sigurjóns, Sigurðar og Þóru. Þau segjast í desember síðastliðnum hafa tekið þátt í innri úttekt sem leiddi í ljós að við skólann færi fram alþjóðlega samkeppnishæf háskólastarfsemi. Niðurstaða þeirrar úttektar hafi verið í samræmi við niðurstöður erlendra sérfræðinga sem gerðu úttekt á skólanum árið 2022. „Það er því óskiljanlegt að stjórnvöld skuli hafa farið fram með þeim hætti sem þau hafa gert og rekið 30 ára starfsemi Kvikmyndaskóla Íslands í þrot.“ Þau skora á Loga Má Einarsson ráðherra menningar-, nýsköpunar og háskólamála, að grípa til aðgerða og sjá til þess að háskólastarfsemi Kvikmyndaskólans sé gert kleift að standa undir nafni. Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Tengdar fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segir gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakar þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hafi neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Hann er þakklátur fyrir yfirtöku Rafmenntar en telur að námið muni samt sem áður breytast til muna. 21. apríl 2025 10:48 Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar. 17. apríl 2025 20:55 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
„Fyrirtækið Rafmennt auglýsir nú starfsemi, rannsóknir, akademíska stöðu og gæðakerfi í nafni Kvikmyndaskóla Íslands – án þess að sú starfsemi eigi sér stoð í raunveruleikanum. Þar er fullyrt að við undirritaðir gegnum formlegum stöðum, sem formaður rannsóknarráðs og fulltrúi í dómnefnd um akademískt hæfi – sem við gerum ekki undir stjórn þessara aðila,“ segir í yfirlýsingu sem þrír akademískir starfsmenn skólans sendu frá sér í morgun. Starfsmennirnir eru dr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor við Háskóla Íslands og formaður rannsóknarráðs KVÍ/IFS, dr. Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor við Háskóla Íslands og fulltrúi í dómnefnd um akademískt hæfi starfsmanna KVÍ/IFS og Þóra Fjeldsted,MA, sérfræðingur Tmakk eignarhaldsfélags KVÍ/IFS. Forsaga málsins er sú að eftir erfiðan rekstur um langt skeið var rekstrarfélag Kvikmyndaskólans tekið til gjaldþrotaskipta í mars. Óljóst var með framtíð skólans þar til tæknifyrirtækið Rafmennt tók við rekstrinum. Fyrirtækið greindi frá því í júní að skráning væri hafin í skólann á ný. Böðvar Bjarki Pétursson stofnandi Kvikmyndaskólans lýsti yfir áhyggjum af rekstri skólans undir Rafmennt og sagðist ekki hika við að lögsækja Rafmennt, skyldi félagið nota nafn Kvikmyndaskóla Íslands eða námskrána sem notast var við. „Alvarlegt brot gegn trausti“ Í yfirlýsingunni lýsa þau yfir furðu með þá stöðu sem er komin upp í kring um starfsemi skólans. Að þeim forspurðum hafi nöfn þeirra verið notuð til að beita þeim blekkingum hjá fyrirtækinu að um háskólastarfsemi sé að ræða í kvikmyndagerð hjá skólanum. „Það er alvarlegt brot gegn trausti, faglegum vinnubrögðum og siðferðislegum mörkum að auglýst sé háskólastarfsemi sem á sér ekki stað. Hvað þá að slík blekkingastarfsemi sé gerð í skjóli yfirvalda og með stuðningi þeirra,“ segir í yfirlýsingu Sigurjóns, Sigurðar og Þóru. Þau segjast í desember síðastliðnum hafa tekið þátt í innri úttekt sem leiddi í ljós að við skólann færi fram alþjóðlega samkeppnishæf háskólastarfsemi. Niðurstaða þeirrar úttektar hafi verið í samræmi við niðurstöður erlendra sérfræðinga sem gerðu úttekt á skólanum árið 2022. „Það er því óskiljanlegt að stjórnvöld skuli hafa farið fram með þeim hætti sem þau hafa gert og rekið 30 ára starfsemi Kvikmyndaskóla Íslands í þrot.“ Þau skora á Loga Má Einarsson ráðherra menningar-, nýsköpunar og háskólamála, að grípa til aðgerða og sjá til þess að háskólastarfsemi Kvikmyndaskólans sé gert kleift að standa undir nafni.
Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Tengdar fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segir gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakar þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hafi neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Hann er þakklátur fyrir yfirtöku Rafmenntar en telur að námið muni samt sem áður breytast til muna. 21. apríl 2025 10:48 Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar. 17. apríl 2025 20:55 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
„Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segir gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakar þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hafi neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Hann er þakklátur fyrir yfirtöku Rafmenntar en telur að námið muni samt sem áður breytast til muna. 21. apríl 2025 10:48
Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar. 17. apríl 2025 20:55
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?