„Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Auðun Georg Ólafsson skrifar 5. ágúst 2025 13:20 Helga Haraldsdóttir, formaður Hinsegin daga. Sigurjón Ólason „Hátíðin var sett í hádeginu í sameiningu með Reykjavíkurborg þar sem regnbogafáni var dreginn að húni ásamt því að transfáninn var krítaður á stéttina fyrir framan Iðnó,“ segir Helga Haraldsdóttir, formaður Hinsegin daga.Upplýsingamiðstöð Hinsegin daga verður staðsett í Iðnó í vikunni en Reykjavíkurborg er helsti stuðningsaðili daganna. Hinsegin dagar fara nú fram í 26. sinn. Hápunkturinn daganna er að sjálfsögðu Gleðigangan sem fer fram á laugardag, 9. ágúst, þar sem hinsegin fólk sameinast í ákalli um réttátt, litríkt samfélag. Gangan leggur af stað frá Hallgrímskirkju stundvíslega kl. 14. Dagskrá daganna er fjölbreytt eins og sjá má á hinsegindagar.is. Transfáninn krítaður á stéttina milli Ráðhúss Reykjavíkur og Iðnó. Sigurjón Ólason Í ár hafa Hinsegin dagar lagt sérstaka áherslu á að sýna samstöðu með hinsegin fólki víða um heim, til dæmis með þátttöku á mannréttindaráðstefnu í Washington og með sýnileika á Budapest Pride þar sem vegið hefur verið að grundvallarréttindum hinsegin fólks. „Slagorð Hinsegin daga í ár er samstaða skapar samfélag en við vildum með því minna á sterku þjóðartaug okkar. Íslendingar hafa alltaf getað staðið saman, rétt eins og hinsegin samfélagið.“ Finnst þér skorta upp á slíka samstöðu í dag? „Ég held að þetta sé góð áminning. Umræðan hefur verið ofboðslega pólariserandi í sitt hvoru horninu. Þá er gott að minna okkur öll á að það er sterk taug í okkur. Grunnur okkar er að standa saman þó við séum ekki alltaf sammála.“ Eru einhverjir viðburðir á Hinsegin dögum sem standa upp úr, fyrir utan Gleðigönguna? „Við erum með Regnbogaráðstefnu á fimmtudag þar sem verða margir fræðslufyrirlestrar. Sú sem stofnaði Black Pride í Bretlandi verður sérstakur gestur. Við erum einnig að fá góða gesti frá Budapest í Ungverjalandi en Gleðigangan þar var hreinlega bönnuð af þarlendum stjórnvöldum fyrr á þessu ári. Svo verður Hjólaskautapartí fyrir 13-19 ára og Pridegrill Trans Íslands, svo nokkuð sé nefnt.“ Hinsegin Gleðigangan Mannréttindi Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Hinsegin dagar fara nú fram í 26. sinn. Hápunkturinn daganna er að sjálfsögðu Gleðigangan sem fer fram á laugardag, 9. ágúst, þar sem hinsegin fólk sameinast í ákalli um réttátt, litríkt samfélag. Gangan leggur af stað frá Hallgrímskirkju stundvíslega kl. 14. Dagskrá daganna er fjölbreytt eins og sjá má á hinsegindagar.is. Transfáninn krítaður á stéttina milli Ráðhúss Reykjavíkur og Iðnó. Sigurjón Ólason Í ár hafa Hinsegin dagar lagt sérstaka áherslu á að sýna samstöðu með hinsegin fólki víða um heim, til dæmis með þátttöku á mannréttindaráðstefnu í Washington og með sýnileika á Budapest Pride þar sem vegið hefur verið að grundvallarréttindum hinsegin fólks. „Slagorð Hinsegin daga í ár er samstaða skapar samfélag en við vildum með því minna á sterku þjóðartaug okkar. Íslendingar hafa alltaf getað staðið saman, rétt eins og hinsegin samfélagið.“ Finnst þér skorta upp á slíka samstöðu í dag? „Ég held að þetta sé góð áminning. Umræðan hefur verið ofboðslega pólariserandi í sitt hvoru horninu. Þá er gott að minna okkur öll á að það er sterk taug í okkur. Grunnur okkar er að standa saman þó við séum ekki alltaf sammála.“ Eru einhverjir viðburðir á Hinsegin dögum sem standa upp úr, fyrir utan Gleðigönguna? „Við erum með Regnbogaráðstefnu á fimmtudag þar sem verða margir fræðslufyrirlestrar. Sú sem stofnaði Black Pride í Bretlandi verður sérstakur gestur. Við erum einnig að fá góða gesti frá Budapest í Ungverjalandi en Gleðigangan þar var hreinlega bönnuð af þarlendum stjórnvöldum fyrr á þessu ári. Svo verður Hjólaskautapartí fyrir 13-19 ára og Pridegrill Trans Íslands, svo nokkuð sé nefnt.“
Hinsegin Gleðigangan Mannréttindi Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira