Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kristján Már Unnarsson skrifar 2. ágúst 2025 21:21 Stífla Skeiðsfossvirkjunar er þrjátíu metra há. Fyrir innan er dalurinn sem fór á kaf í Stífluvatn. Sigurjón Ólason Áttatíu ára afmælis Skeiðsfossvirkjunar í Fljótum í Skagafirði verður minnst með samverustund sem hefst við virkjunina klukkan ellefu í fyrramálið, sunnudag. Eigandi virkjunarinnar, Orkusalan, stendur fyrir afmælisfögnuðinum, sem er hluti af hátíðardagskrá Síldarævintýrisins á Siglufirði. „Skeiðsfossvirkjun, knúin af krafti Fljótaár, var lykilstoð í þeirri stórkostlegu uppbyggingu sem fylgdi síldarævintýrinu á Siglufirði. Hún tryggði rafmagn til verksmiðja, heimila og fyrirtækja og lagði grunn að því samfélagi sem þá byggðist upp,“ segir í tilkynningu Orkusölunnar, sem býður upp á ókeypis rútuferð frá Ráðhústorginu á Siglufirði klukkan 10:30. Skráning í rútuna er í gegnum heimasíðu Orkusölunnar. Stöðvarhús Skeiðsfossvirkjunar. Hún hóf raforkuframleiðslu árið 1945.Sigurjón Ólason Þar segir að afmælisveislan fari fram í fallegu og skógi vöxnu umhverfi við stöðvarhúsið. Veitingar verði í boði á svæðinu frá klukkan ellefu; grillaðar pylsur, drykkir, afmæliskaka og kaffi. Fyrir börnin verði boðið upp á leiktæki; hoppukastala, kubb og pétanque. Sigtryggur Kristjánsson, stöðvarstjóri Skeiðsfossvirkjunar, mun sýna gestum virkjunina og spjalla um sögu hennar og starfsemi. Sýning verður í stöðvarhúsinu og boðið upp á göngu að stíflunni. Lónið sem myndaðist ofan stíflunnar sökkti dalnum. Sjö sveitabæir fóru í eyði.Sigurjón Ólason Kristinn G. Jóhannsson, listmálari á Akureyri, málaði þessa mynd af dalnum eins og hann leit út áður. Þá voru tvö lítil vötn í dalum. Málverkið er í eigu Ómars Ragnarssonar.Kristinn G. Jóhannsson Rafveita Siglufjarðar hóf að reisa virkjunina á stríðsárunum þegar síldarbærinn var helsta auðsuppspretta þjóðarinnar. Þrjátíu metra há stíflan myndaði Stífluvatn árið 1945. Hún var þá hæsta steinsteypta stífla í Evrópu og lengi hæsta stífla á Íslandi. Hún kostaði hins vegar einhverjar mestu fórnir sem um getur í virkjanasögu landsins. Túnum og engjum sjö sveitabæja var sökkt og búsetan lagðist af, eins og fjallað er um í þessari frétt: Skagafjörður Fjallabyggð Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Umhverfismál Landbúnaður Byggðamál Tengdar fréttir Stíflan sem sökkti heilum dal og eyddi sjö bæjum telst afturkræf Heilum dal var sökkt og sjö sveitabæir fóru í eyði með Skeiðsfossvirkjun sem reist var til að rafvæða Siglufjörð. Stöðvarstjórinn, sem brátt lætur af störfum eftir yfir fjörutíu ára starf við virkjunina, segir að svona yrði örugglega ekki gert í dag. 15. september 2022 22:30 Stíflan í Laxá sprengd vegna þess að hún lá vel við höggi Bændur úr Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu rifja upp þennan magnaða atburð, sem talinn er hafa markað þáttaskil í náttúruvernd hérlendis. 19. febrúar 2018 22:15 Þingeyingar sprengdu áður stíflu en vilja núna virkja Sú óvenjulega staða er komin upp í Þingeyjarsveit að mikill meirihluti íbúa í nærsamfélaginu vill fá svokallaða Einbúavirkjun í Skjálfandafljóti inn á aðalskipulag, virkjun sem sveitarstjórnin hafði hafnað. 27. febrúar 2024 22:22 Segir Laxárdeilu vonandi lokið með bættri virkjun Áratuga rekstrarvandræði Laxárvirkjunar í Þingeyjarsýslum virðast fyrir bí eftir viðamiklar endurbætur á virkjuninni. Vonast er til að jafnframt sé lokið deilunni sem markaði upphaf náttúruverndar á Íslandi. 11. október 2017 21:28 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
„Skeiðsfossvirkjun, knúin af krafti Fljótaár, var lykilstoð í þeirri stórkostlegu uppbyggingu sem fylgdi síldarævintýrinu á Siglufirði. Hún tryggði rafmagn til verksmiðja, heimila og fyrirtækja og lagði grunn að því samfélagi sem þá byggðist upp,“ segir í tilkynningu Orkusölunnar, sem býður upp á ókeypis rútuferð frá Ráðhústorginu á Siglufirði klukkan 10:30. Skráning í rútuna er í gegnum heimasíðu Orkusölunnar. Stöðvarhús Skeiðsfossvirkjunar. Hún hóf raforkuframleiðslu árið 1945.Sigurjón Ólason Þar segir að afmælisveislan fari fram í fallegu og skógi vöxnu umhverfi við stöðvarhúsið. Veitingar verði í boði á svæðinu frá klukkan ellefu; grillaðar pylsur, drykkir, afmæliskaka og kaffi. Fyrir börnin verði boðið upp á leiktæki; hoppukastala, kubb og pétanque. Sigtryggur Kristjánsson, stöðvarstjóri Skeiðsfossvirkjunar, mun sýna gestum virkjunina og spjalla um sögu hennar og starfsemi. Sýning verður í stöðvarhúsinu og boðið upp á göngu að stíflunni. Lónið sem myndaðist ofan stíflunnar sökkti dalnum. Sjö sveitabæir fóru í eyði.Sigurjón Ólason Kristinn G. Jóhannsson, listmálari á Akureyri, málaði þessa mynd af dalnum eins og hann leit út áður. Þá voru tvö lítil vötn í dalum. Málverkið er í eigu Ómars Ragnarssonar.Kristinn G. Jóhannsson Rafveita Siglufjarðar hóf að reisa virkjunina á stríðsárunum þegar síldarbærinn var helsta auðsuppspretta þjóðarinnar. Þrjátíu metra há stíflan myndaði Stífluvatn árið 1945. Hún var þá hæsta steinsteypta stífla í Evrópu og lengi hæsta stífla á Íslandi. Hún kostaði hins vegar einhverjar mestu fórnir sem um getur í virkjanasögu landsins. Túnum og engjum sjö sveitabæja var sökkt og búsetan lagðist af, eins og fjallað er um í þessari frétt:
Skagafjörður Fjallabyggð Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Umhverfismál Landbúnaður Byggðamál Tengdar fréttir Stíflan sem sökkti heilum dal og eyddi sjö bæjum telst afturkræf Heilum dal var sökkt og sjö sveitabæir fóru í eyði með Skeiðsfossvirkjun sem reist var til að rafvæða Siglufjörð. Stöðvarstjórinn, sem brátt lætur af störfum eftir yfir fjörutíu ára starf við virkjunina, segir að svona yrði örugglega ekki gert í dag. 15. september 2022 22:30 Stíflan í Laxá sprengd vegna þess að hún lá vel við höggi Bændur úr Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu rifja upp þennan magnaða atburð, sem talinn er hafa markað þáttaskil í náttúruvernd hérlendis. 19. febrúar 2018 22:15 Þingeyingar sprengdu áður stíflu en vilja núna virkja Sú óvenjulega staða er komin upp í Þingeyjarsveit að mikill meirihluti íbúa í nærsamfélaginu vill fá svokallaða Einbúavirkjun í Skjálfandafljóti inn á aðalskipulag, virkjun sem sveitarstjórnin hafði hafnað. 27. febrúar 2024 22:22 Segir Laxárdeilu vonandi lokið með bættri virkjun Áratuga rekstrarvandræði Laxárvirkjunar í Þingeyjarsýslum virðast fyrir bí eftir viðamiklar endurbætur á virkjuninni. Vonast er til að jafnframt sé lokið deilunni sem markaði upphaf náttúruverndar á Íslandi. 11. október 2017 21:28 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Stíflan sem sökkti heilum dal og eyddi sjö bæjum telst afturkræf Heilum dal var sökkt og sjö sveitabæir fóru í eyði með Skeiðsfossvirkjun sem reist var til að rafvæða Siglufjörð. Stöðvarstjórinn, sem brátt lætur af störfum eftir yfir fjörutíu ára starf við virkjunina, segir að svona yrði örugglega ekki gert í dag. 15. september 2022 22:30
Stíflan í Laxá sprengd vegna þess að hún lá vel við höggi Bændur úr Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu rifja upp þennan magnaða atburð, sem talinn er hafa markað þáttaskil í náttúruvernd hérlendis. 19. febrúar 2018 22:15
Þingeyingar sprengdu áður stíflu en vilja núna virkja Sú óvenjulega staða er komin upp í Þingeyjarsveit að mikill meirihluti íbúa í nærsamfélaginu vill fá svokallaða Einbúavirkjun í Skjálfandafljóti inn á aðalskipulag, virkjun sem sveitarstjórnin hafði hafnað. 27. febrúar 2024 22:22
Segir Laxárdeilu vonandi lokið með bættri virkjun Áratuga rekstrarvandræði Laxárvirkjunar í Þingeyjarsýslum virðast fyrir bí eftir viðamiklar endurbætur á virkjuninni. Vonast er til að jafnframt sé lokið deilunni sem markaði upphaf náttúruverndar á Íslandi. 11. október 2017 21:28