Innlent

Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Hilmar og Linda, sem eru á fullu á Borg um helgina að spila á harmonikkurnar sínar og fara létt með það.
Hilmar og Linda, sem eru á fullu á Borg um helgina að spila á harmonikkurnar sínar og fara létt með það. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mikil stemning er á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi um helgina en þar er stór hópur fólks komin saman til að taka þátt í harmonikkuhátíð, sem kallast „Nú er lag“. Spilað er í tjöldum á daginn og svo eru dansleikir á kvöldin í félagsheimilinu.

Harmonikkuböll eru haldin á kvöldin með sérstakri hljómsveit og þar er ekkert gefið eftir á dansgólfinu, það er dansað og dansað.

Maður sér að það er heilmikil stemning hérna?

„Já heil mikil stemning og það er alls staðar þar sem harmonikkan ræður ríkjum. Harmonikan er í sókn, sem betur fer enda menningararfur og ég vona að hún verði það áfram,“ segir Gylfi Björgvinsson, formaður Félags Harmonikuunnenda í Reykjavík.

Gylfi Björgvinsson, formaður Félags Harmonikuunnenda í Reykjavík hvetur fólk til að koma á Borg og taka þátt í hátíð helgarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Gylfir segir að allir séu hjartanlega velkomnir á Borg um helgina.

„Já, já og um að gera að taka fram dansskóna og koma og dansa og skemmta sér,“ segir Gylfi.

En hvað er það við harmonikuna og tónlistina, sem er svona heillandi?

„Það er svo margt, þetta er fjölhæft hljóðfæri. Það er alltaf einhvern tíman fjör þar sem er harmonikka, það er alltaf gaman, er það ekki svoleiðis,“ segir Linda Guðmundsdóttir, harmonikkuleikari frá Finnbogastöðum á Ströndum

„Svo er það tóninn, það er engin tónn svona eins og harmonikkan býður upp á.

Tónn harmonikkunnar kemur við hjartað,“ segir Hilmar Hjartarson, harmonikkuleikari frá Steinstúni í Norðurfirði í Árneshreppi.

Það er mikið dansað á Borg um helgina við harmonikkuspil af bestu gerð.Magnús Hlynur Hreiðarsson

En nú sér maður ekki oft konu spila á harmonikku, hvað segir þú við því Linda?

„Já, ég held að við séum í minnihluta ennþá allavega. Þegar ég var að byrja að spila þá var þetta bara mjög fáséð, maður var bara eins og Geirfugl,“ segir hún hlæjandi.

Sérstök harmonikku hljómsveit spilar á böllunum á kvöldin.Magnús Hlynur Hreiðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×