Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar 2. ágúst 2025 07:30 Lög um þjóðaratkvæðagreiðslur má fyrst og fremst finna í stjórnarskránni og lögum nr. 91/2010 um framkvæmd þeirra. Forseti Íslands getur vísað lögum til þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef frumvarp er samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, öðlast það gildi sem lög. Niðurstaðan er lagalega bindandi. Alþingi getur samþykkt ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Alþingi getur einnig sérstaklega mælt fyrir um bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu með stjórnarskrárbreytingu. Þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi eru í raun pólitískt bindandi, þar sem afar ólíklegt er að Alþingi eða Forseti Íslands gangi gegn vilja þjóðarinnar Umsókn um aðild að ESB er óheimil samkvæmt stjórnarskránni Stjórnarskráin heimilar ekki aðild Íslands að ESB. Skilyrði fyrir aðild Íslands er að stjórnarskránni verði breytt og þar kveðið á um heimild stjórnvalda til að framselja ríkisvald til alþjóðlegra ríkjasambanda, eins og ESB. Fulltrúum Íslands sem taka þátt í viðræðum við ESB er því óheimilt að semja um þau málefni sem stjórnarskráin bannar. Hafa fulltrúar ráðuneytisins upplýst fulltrúa ESB um að stjórnarskráin heimili ekki slíkar samningaviðræður án undanfarandi stjórnarskrárbreytingar? Er ætlunin að breyta stjórnarskránni eftir á ef þjóðin samþykkir að hefja aðlögunarviðræður, sem utanríkisráðherra kallar gjarnan „samningaviðræður“ eða „aðildarviðræður“? Er vilji meðal Íslendinga til að afsala fullveldi? Fyrir hvað? Er líklegt að Íslendingar samþykki svo róttækar breytingar á stjórnarskránni að þær leiði til þess að Ísland láti af fullveldi og framselji valdheimildir til erlends ríkjasambands? Er vilji hjá meirihluta þjóðarinnar til að afsala sjálfstæði landsins, auðlindum þess, orku, landi, vatni og fiskimiðum? Hvað með löggjafarvaldið, dómsvaldið og framkvæmdavaldið? Á að fela embættismönnum Evrópusambandsins vald til að hafa áhrif á stjórnun landsins í framtíðinni? Er það sú framtíðarsýn sem við viljum fyrir Ísland? Er það sú framtíðarsýn sem við óskum fyrir komandi kynslóðir Íslendinga sem nú eru að vaxa úr grasi? Hvað stendur þá eftir? Niðurstaða: Umræða um þjóðaratkvæðagreiðslu um að hefja aðlögunarferli vegna inngöngu í ESB stenst ekki ákvæði stjórnarskrárinnar, þar sem slíkt ferli krefst undanfarandi stjórnarskrárbreytinga. Til að setja þetta í samhengi mætti ímynda sér að boðað væri til þjóðaratkvæðagreiðslu um að Ísland innleiddi herskyldu eða dauðarefsingu. Hvoru tveggja er bannað samkvæmt stjórnarskránni og aðeins mögulegt að undangengnum stjórnarskrárbreytingum og það sama gildir um aðild Íslands að ESB. Myndi íslenska þjóðin samþykkja slíkar róttækar stjórnarskrárbreytingar? Ekki er hægt að efla til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðlögunarviðræður um inngöngu Íslands í ESB, án undanfarandi stjórnarskrárbreytinga! Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlíus Valsson Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Lög um þjóðaratkvæðagreiðslur má fyrst og fremst finna í stjórnarskránni og lögum nr. 91/2010 um framkvæmd þeirra. Forseti Íslands getur vísað lögum til þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef frumvarp er samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, öðlast það gildi sem lög. Niðurstaðan er lagalega bindandi. Alþingi getur samþykkt ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Alþingi getur einnig sérstaklega mælt fyrir um bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu með stjórnarskrárbreytingu. Þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi eru í raun pólitískt bindandi, þar sem afar ólíklegt er að Alþingi eða Forseti Íslands gangi gegn vilja þjóðarinnar Umsókn um aðild að ESB er óheimil samkvæmt stjórnarskránni Stjórnarskráin heimilar ekki aðild Íslands að ESB. Skilyrði fyrir aðild Íslands er að stjórnarskránni verði breytt og þar kveðið á um heimild stjórnvalda til að framselja ríkisvald til alþjóðlegra ríkjasambanda, eins og ESB. Fulltrúum Íslands sem taka þátt í viðræðum við ESB er því óheimilt að semja um þau málefni sem stjórnarskráin bannar. Hafa fulltrúar ráðuneytisins upplýst fulltrúa ESB um að stjórnarskráin heimili ekki slíkar samningaviðræður án undanfarandi stjórnarskrárbreytingar? Er ætlunin að breyta stjórnarskránni eftir á ef þjóðin samþykkir að hefja aðlögunarviðræður, sem utanríkisráðherra kallar gjarnan „samningaviðræður“ eða „aðildarviðræður“? Er vilji meðal Íslendinga til að afsala fullveldi? Fyrir hvað? Er líklegt að Íslendingar samþykki svo róttækar breytingar á stjórnarskránni að þær leiði til þess að Ísland láti af fullveldi og framselji valdheimildir til erlends ríkjasambands? Er vilji hjá meirihluta þjóðarinnar til að afsala sjálfstæði landsins, auðlindum þess, orku, landi, vatni og fiskimiðum? Hvað með löggjafarvaldið, dómsvaldið og framkvæmdavaldið? Á að fela embættismönnum Evrópusambandsins vald til að hafa áhrif á stjórnun landsins í framtíðinni? Er það sú framtíðarsýn sem við viljum fyrir Ísland? Er það sú framtíðarsýn sem við óskum fyrir komandi kynslóðir Íslendinga sem nú eru að vaxa úr grasi? Hvað stendur þá eftir? Niðurstaða: Umræða um þjóðaratkvæðagreiðslu um að hefja aðlögunarferli vegna inngöngu í ESB stenst ekki ákvæði stjórnarskrárinnar, þar sem slíkt ferli krefst undanfarandi stjórnarskrárbreytinga. Til að setja þetta í samhengi mætti ímynda sér að boðað væri til þjóðaratkvæðagreiðslu um að Ísland innleiddi herskyldu eða dauðarefsingu. Hvoru tveggja er bannað samkvæmt stjórnarskránni og aðeins mögulegt að undangengnum stjórnarskrárbreytingum og það sama gildir um aðild Íslands að ESB. Myndi íslenska þjóðin samþykkja slíkar róttækar stjórnarskrárbreytingar? Ekki er hægt að efla til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðlögunarviðræður um inngöngu Íslands í ESB, án undanfarandi stjórnarskrárbreytinga! Höfundur er læknir.
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar