Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2025 08:00 Arne Slot getur ekki kvartað yfir skorti á fé til leikmannakaupa hjá Liverpool í sumar. Robin Jones/Getty Images Það virðist sífellt óumflýjanlegra að Liverpool klófesti framherjann Alexander Isak á metfé frá Newcastle United. Hann myndi bætast við ógnvænlega sterka framlínu liðsins. Varnarleikurinn hefur aftur á móti verið áhyggjuefni sumarsins. Liverpool vann 3-1 sigur á japanska liðinu Yokohama Marinos í fyrradag þar sem þeir japönsku komust heldur auðveldlega gegnum vörn Púllara til að ná 1-0 forystu. Virgil van Dijk neyddist á einum tímapunkti til að hysja upp um félaga sinn Ibrahima Konaté eftir að mistök hans veittu heimamönnum færi, auk þess sem nýi markvörðurinn Georgi Mamardashvili tók á honum stóra sínum með góðri vörslu undir lok fyrri hálfleiks. Það var gegn liði sem er í fallsæti í japönsku úrvalsdeildinni. Skyndisóknir AC Milan gegn Liverpool-liðinu um helgina létu vörnina líta illa út ítrekað. Ítalska liðið vann nokkuð sannfærandi 4-2 sigur. Konaté og van Dijk eru einu miðverðirnir með liðinu í Asíu, eftir að Joe Gomez fór meiddur heim á leið til Liverpool-borgar. Gomez hefur aldrei haldið sér heilum í gegnum eina leiktíð á tíu ára ferli hans í Bítlaborginni. Jarrell Quansah var þá seldur til Bayer Leverkusen í byrjun júlí. Í æfingaleikjum sumarsins hafa bakverðirnir Kostas Tsimikas og Andrew Robertson, auk miðjumannana Trey Nyoni og Wataru Endo, þurft að fylla upp í miðvarðarstöðuna. Sú staða virðist fámenn á meðan sóknarstjörnur flykkjast að. Vissulega festi Liverpool kaup á bakvörðunum Jeremie Frimpong og Milos Kerkez eftir brottför Trent Alexander-Arnold, sem verður seint kallaður frábær varnarlega. 170 milljónir punda fóru aftur á móti í Florian Wirtz og Hugo Ekitike og gætu 100+ milljónir til viðbótar farið í kaup á Isak. Þá er Brasilíumaðurinn Rodrygo sagður hafa óskað eftir að fara til Liverpool þegar ljóst varð að hann sé ekki í framtíðaráformum Xabi Alonso hjá Real Madrid. En er Liverpool þá að styrkja rangan enda vallarins? Téður Alonso hafði betur gegn Liverpool í baráttunni um Dean Huijsen, miðvörð Bournemouth, snemmsumars sem var efstur á lista í Bítlaborginni. Marc Guéhi, miðvörður Crystal Palace, hefur verið orðaður við liðið en fátt heyrst af mögulegum skiptum hans um hríð. Oliver Glasner, þjálfari Crystal Palace, vill síður sleppa leikmönnum, enda Palace eytt alls þremur milljónum punda í tvo leikmenn í sumar, annan þeirra markvörð. Þýski þjálfarinn kvartaði yfir því í vikunni að Palace hefði aðeins 17 aðalliðsmenn innan sinna raða og að mikil þörf væri á styrkingu á hópnum fyrir komandi Evrópuævintýri bikarmeistaranna. Aðrir sem hafa verið orðaðir við Liverpool eru til að mynda Konstantinos Koulierakis, 21 árs miðvörður Wolfsburg, Andreas Christensen í Barcelona, og Giovanni Leoni, 18 ára miðvörður Parma. Áhugavert verður að sjá hvort Liverpool grípi til ráðstafana hvað miðvarðarstöðuna varðar nú þegar nær dregur því að enska úrvalsdeildin fari af stað. Sömuleiðis verður gaman að sjá í hvoru liðanna Marc Guéhi verði þegar Liverpool og Palace spila um Samfélagsskjöldinn þann 10. ágúst næstkomandi. Styrkja frekar styrkleika en veikleika? Íþróttastjórnandinn Billy Beane, sem er viðfangsefni kvikmyndarinnar Moneyball frá árinu 2011, og er talinn á meðal frumkvöðla í gagnavæðingu íþróttanna, sagði nýverið í viðtali að félög falli gjarnan fyrir þeirri rökvillu að styrkja þurfi veikar stöður. Það einskorði einbeitingu þeirra um of og önnur tækifæri geti glatast á markaðnum. Oft sé hreinlega betra að styrkja stöðu sem er sterk fyrir. Ef til vill er Liverpool að því. Fari liðið þá leið er ef til vill hreinlega best að sækja poppið og fylgjast spenntur með blússandi sóknarleik í vetur. Liverpool opnar tímabilið í ensku úrvalsdeildinni föstudaginn 15. ágúst þegar Bournemouth heimsækir Anfield. Samfélagsskjöldurinn auk allra 380 leikjanna í ensku úrvalsdeildinni verða sýndir á rásum Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Liverpool vann 3-1 sigur á japanska liðinu Yokohama Marinos í fyrradag þar sem þeir japönsku komust heldur auðveldlega gegnum vörn Púllara til að ná 1-0 forystu. Virgil van Dijk neyddist á einum tímapunkti til að hysja upp um félaga sinn Ibrahima Konaté eftir að mistök hans veittu heimamönnum færi, auk þess sem nýi markvörðurinn Georgi Mamardashvili tók á honum stóra sínum með góðri vörslu undir lok fyrri hálfleiks. Það var gegn liði sem er í fallsæti í japönsku úrvalsdeildinni. Skyndisóknir AC Milan gegn Liverpool-liðinu um helgina létu vörnina líta illa út ítrekað. Ítalska liðið vann nokkuð sannfærandi 4-2 sigur. Konaté og van Dijk eru einu miðverðirnir með liðinu í Asíu, eftir að Joe Gomez fór meiddur heim á leið til Liverpool-borgar. Gomez hefur aldrei haldið sér heilum í gegnum eina leiktíð á tíu ára ferli hans í Bítlaborginni. Jarrell Quansah var þá seldur til Bayer Leverkusen í byrjun júlí. Í æfingaleikjum sumarsins hafa bakverðirnir Kostas Tsimikas og Andrew Robertson, auk miðjumannana Trey Nyoni og Wataru Endo, þurft að fylla upp í miðvarðarstöðuna. Sú staða virðist fámenn á meðan sóknarstjörnur flykkjast að. Vissulega festi Liverpool kaup á bakvörðunum Jeremie Frimpong og Milos Kerkez eftir brottför Trent Alexander-Arnold, sem verður seint kallaður frábær varnarlega. 170 milljónir punda fóru aftur á móti í Florian Wirtz og Hugo Ekitike og gætu 100+ milljónir til viðbótar farið í kaup á Isak. Þá er Brasilíumaðurinn Rodrygo sagður hafa óskað eftir að fara til Liverpool þegar ljóst varð að hann sé ekki í framtíðaráformum Xabi Alonso hjá Real Madrid. En er Liverpool þá að styrkja rangan enda vallarins? Téður Alonso hafði betur gegn Liverpool í baráttunni um Dean Huijsen, miðvörð Bournemouth, snemmsumars sem var efstur á lista í Bítlaborginni. Marc Guéhi, miðvörður Crystal Palace, hefur verið orðaður við liðið en fátt heyrst af mögulegum skiptum hans um hríð. Oliver Glasner, þjálfari Crystal Palace, vill síður sleppa leikmönnum, enda Palace eytt alls þremur milljónum punda í tvo leikmenn í sumar, annan þeirra markvörð. Þýski þjálfarinn kvartaði yfir því í vikunni að Palace hefði aðeins 17 aðalliðsmenn innan sinna raða og að mikil þörf væri á styrkingu á hópnum fyrir komandi Evrópuævintýri bikarmeistaranna. Aðrir sem hafa verið orðaðir við Liverpool eru til að mynda Konstantinos Koulierakis, 21 árs miðvörður Wolfsburg, Andreas Christensen í Barcelona, og Giovanni Leoni, 18 ára miðvörður Parma. Áhugavert verður að sjá hvort Liverpool grípi til ráðstafana hvað miðvarðarstöðuna varðar nú þegar nær dregur því að enska úrvalsdeildin fari af stað. Sömuleiðis verður gaman að sjá í hvoru liðanna Marc Guéhi verði þegar Liverpool og Palace spila um Samfélagsskjöldinn þann 10. ágúst næstkomandi. Styrkja frekar styrkleika en veikleika? Íþróttastjórnandinn Billy Beane, sem er viðfangsefni kvikmyndarinnar Moneyball frá árinu 2011, og er talinn á meðal frumkvöðla í gagnavæðingu íþróttanna, sagði nýverið í viðtali að félög falli gjarnan fyrir þeirri rökvillu að styrkja þurfi veikar stöður. Það einskorði einbeitingu þeirra um of og önnur tækifæri geti glatast á markaðnum. Oft sé hreinlega betra að styrkja stöðu sem er sterk fyrir. Ef til vill er Liverpool að því. Fari liðið þá leið er ef til vill hreinlega best að sækja poppið og fylgjast spenntur með blússandi sóknarleik í vetur. Liverpool opnar tímabilið í ensku úrvalsdeildinni föstudaginn 15. ágúst þegar Bournemouth heimsækir Anfield. Samfélagsskjöldurinn auk allra 380 leikjanna í ensku úrvalsdeildinni verða sýndir á rásum Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn