Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2025 15:29 Embætti ríkislögreglustjóra segir erfitt að alhæfa um fjármögnun gereyðingarvopna hér á landi þar sem erfitt sé að greina slík brot. Vísir/Anton Ríkislögreglustjóri segir engar vísbendingar hafa fundist um það að fjármögnun fyrir gereyðingarvopn eigi sér stað hér á landi. Það sama eigi við um það hvort hér séu framin brot gegn alþjóðlegum þvingunaraðgerðum eða sniðganga á þeim. Þetta er samkvæmt nýju áhættumati embættisins á fjármögnun gereyðingarvopna sem birt var í dag. Um er að ræða viðbót við áhættumat um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem gefið var út í lok árs 2023. Markmið þessa mats er að greina og meta áhættu á fjármögnun gereyðingarvopna með heildstæðum hætti og er matið gert í samræmi við lög um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna. Mat þetta felur í sér greiningu á þremur flokkum ógna. Fyrsti flokkurinn eru ríki sem sæta þvingunaraðgerðum, eins og Norður-Kórea og Íran. Annar flokkurinn snýr að aðilum óháðum ríkjum og sá þriðji snýr að útflutningi á hlutum með tvíþætt notagildi. Það er að segja hluti sem hægt er að nota í bæði borgaralegum og hernaðarlegum tilgangi. Skjáskot úr mati ríkislögreglustjóra. Strax í upphafi matsins kemur fram að engar vísbendingar hafi fundist um að fjármögnun gereyðingarvopna hafi átt sér stað hér á landi. Það sama eigi við um brot gegn alþjóðlegum þvingunaraðgerðum eða sniðgöngu á þeim. Hins vegar segir að almennt sé viðurkennt að erfitt sé að greina slík brot og því sé ekki hægt að fullyrða að þau eigi sér ekki stað. „Ríki sem sæta þvingunaraðgerðum eru ávallt að leita nýrra leiða til að fjármagna gereyðingarvopn. Eftir því sem önnur ríki herða regluverk og auka eftirlit verður Ísland fýsilegri kostur fyrir slíka brotastarfsemi. Öflugar fyrirbyggjandi aðgerðir, reglulegt áhættumat, regluverk sem er uppfært eftir þörfum og skilvirkt eftirlit eru lykilþættir í að draga úr hættu á að Ísland verði nýtt sem milliliður eða skjól fyrir fjármögnun gereyðingarvopna,“ segir í matinu. Lögreglumál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Þetta er samkvæmt nýju áhættumati embættisins á fjármögnun gereyðingarvopna sem birt var í dag. Um er að ræða viðbót við áhættumat um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem gefið var út í lok árs 2023. Markmið þessa mats er að greina og meta áhættu á fjármögnun gereyðingarvopna með heildstæðum hætti og er matið gert í samræmi við lög um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna. Mat þetta felur í sér greiningu á þremur flokkum ógna. Fyrsti flokkurinn eru ríki sem sæta þvingunaraðgerðum, eins og Norður-Kórea og Íran. Annar flokkurinn snýr að aðilum óháðum ríkjum og sá þriðji snýr að útflutningi á hlutum með tvíþætt notagildi. Það er að segja hluti sem hægt er að nota í bæði borgaralegum og hernaðarlegum tilgangi. Skjáskot úr mati ríkislögreglustjóra. Strax í upphafi matsins kemur fram að engar vísbendingar hafi fundist um að fjármögnun gereyðingarvopna hafi átt sér stað hér á landi. Það sama eigi við um brot gegn alþjóðlegum þvingunaraðgerðum eða sniðgöngu á þeim. Hins vegar segir að almennt sé viðurkennt að erfitt sé að greina slík brot og því sé ekki hægt að fullyrða að þau eigi sér ekki stað. „Ríki sem sæta þvingunaraðgerðum eru ávallt að leita nýrra leiða til að fjármagna gereyðingarvopn. Eftir því sem önnur ríki herða regluverk og auka eftirlit verður Ísland fýsilegri kostur fyrir slíka brotastarfsemi. Öflugar fyrirbyggjandi aðgerðir, reglulegt áhættumat, regluverk sem er uppfært eftir þörfum og skilvirkt eftirlit eru lykilþættir í að draga úr hættu á að Ísland verði nýtt sem milliliður eða skjól fyrir fjármögnun gereyðingarvopna,“ segir í matinu.
Lögreglumál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira