Enski boltinn

Flúraði sig til minningar um Jota

Valur Páll Eiríksson skrifar
Tsimikas fékk sér flúr á handabakið til minningar um Jota. Sérstök merking var framan á treyju Liverpool í leik helgarinnar við AC Milan vegna Jota.
Tsimikas fékk sér flúr á handabakið til minningar um Jota. Sérstök merking var framan á treyju Liverpool í leik helgarinnar við AC Milan vegna Jota. Samsett/X/Getty

Nýtt húðflúr Grikkjans Kostas Tsimikas hefur vakið athygli. Hann heiðrar minningu fallins félaga, Diogo Jota, sem féll frá eftir bílslys fyrr í sumar.

Tsimikas er ásamt öðrum leikmönnum Liverpool staddur í Japan þar sem liðið mætir Yokohama Marinos á miðvikudaginn kemur. Liverpool tapaði 4-2 fyrir AC Milan í æfingaleik í Singapúr um helgina.

Myndir af nýju húðflúri hans fóru í dreifingu fyrir helgi. Tsimikas fékk sér nýtt flúr til minningar um Portúgalann Diogo Jota sem féll frá ásamt bróður sínum í bílslysi fyrr í sumar.

Á handabaki Tsimikas stendur: Vildi að þú værir hér, 20. Um er að ræða treyjunúmer Jota, sem bar töluna 20 hjá Liverpool en hefur nú verið lagt varanlega á hilluna til að heiðra minningu Portúgalans.

Vegna áfallsins hefur Liverpool einnig dregið úr skyldum leikmanna gagnvart fjölmiðlum og styrktaraðilum á meðan Asíureisu liðsins stendur.

Liverpool hefur leik í ensku úrvalsdeildinni gegn Bournemouth á föstudagskvöldið 15. ágúst. Sá leikur verður líkt og hinir 380 leikir tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni sýndur beint á rásum Sýnar Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×