Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2025 09:03 Hannah Hampton fagnar í leikslok ásamt varamarkverði sínum Khiöru Keating sem hefur hoppað upp í fangið á henni. Getty/Harriet Lander Enska kvennalandsliðið í fótbolta varði Evrópumeistaratitil sinn í gær eftir sigur á heimsmeisturum Spánar í vítakeppni í Basel. Hetja liðsins var ásamt fleirum markvörðurinn Hannah Hampton. Hannah Hampton varði tvær af fyrstu þremur vítaspyrnum Spánverja í vítakeppninni og sú fjórða fór síðan framhjá. Spekingarnir í útsendingu norska ríkisútvarpsins komu augu á brellu Englendinga sem gæti hafa átt stóran þátt í sigrinum. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports Football (@tntsportsfootball) Starfsmenn enska landsliðsins undirbjuggu Hampton með sérstökum hætti fyrir vítakeppnina. Þeir klipptu hluta af markmannstreyju Hampton og límdu á hana miða með upplýsingum um vítaskyttur spænska liðsins. „Það er svo klassískt að Englendingum detti svona í hug. Þeir vilja alltaf gera hlutina aðeins öðruvísi,“ sagði Andrine Hegerberg, knattspyrnusérfræðingur NRK. Það er þekkt að markverðir séu með upplýsingar um vítaskyttur mótherjanna á vatnsflöskum sínum en enska liðið fór aðra leið að þessu sinni. „Þetta er frábært. Allir ættu að hafa þetta á vatnsflöskunni en staðreyndin er sú að þú gleymir oft því sem þú varst að skoða í spenningnum, þegar þú lætur frá þér flöskuna. Þarna getur hún bara skoðað miðann á hendinni rétt fyrir spyrnuna og hún er með allt á hreinu,“ sagði Kristoffer Løkberg, annar sérfræðingur NRK. Hannah Hampton er 24 ára gömul og leikmaður Chelsea. Saga hennar er stórmerkileg því sem ung stúlka var því spáð að hún gæti ekki spilað fótbolta vegna augnsjúkdóms. Hún fór í margar aðgerðir og gafst aldrei upp. Hún var í EM-hópnum á síðasta Evrópumóti líka en spilaði þá ekki leik því Mary Earps var þá aðalmarkvörður liðsins. Earps gaf ekki lengur kost á sér í landsliðið þegar landsliðsþjálfarinn Sarina Wiegman ýjaði að því að Hampton væri aðeins á undan henni í vetur. Hampton nýtti tækifærið og átti mikinn þátt í sigrum enska liðsins í tveimur vítakeppnum á mótinu. Hún varði líka margoft vel í leikjum enska liðsins. Enska þjóðin saknar því ekki Mary Earps mikið í dag. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) EM 2025 í Sviss Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Sjá meira
Hannah Hampton varði tvær af fyrstu þremur vítaspyrnum Spánverja í vítakeppninni og sú fjórða fór síðan framhjá. Spekingarnir í útsendingu norska ríkisútvarpsins komu augu á brellu Englendinga sem gæti hafa átt stóran þátt í sigrinum. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports Football (@tntsportsfootball) Starfsmenn enska landsliðsins undirbjuggu Hampton með sérstökum hætti fyrir vítakeppnina. Þeir klipptu hluta af markmannstreyju Hampton og límdu á hana miða með upplýsingum um vítaskyttur spænska liðsins. „Það er svo klassískt að Englendingum detti svona í hug. Þeir vilja alltaf gera hlutina aðeins öðruvísi,“ sagði Andrine Hegerberg, knattspyrnusérfræðingur NRK. Það er þekkt að markverðir séu með upplýsingar um vítaskyttur mótherjanna á vatnsflöskum sínum en enska liðið fór aðra leið að þessu sinni. „Þetta er frábært. Allir ættu að hafa þetta á vatnsflöskunni en staðreyndin er sú að þú gleymir oft því sem þú varst að skoða í spenningnum, þegar þú lætur frá þér flöskuna. Þarna getur hún bara skoðað miðann á hendinni rétt fyrir spyrnuna og hún er með allt á hreinu,“ sagði Kristoffer Løkberg, annar sérfræðingur NRK. Hannah Hampton er 24 ára gömul og leikmaður Chelsea. Saga hennar er stórmerkileg því sem ung stúlka var því spáð að hún gæti ekki spilað fótbolta vegna augnsjúkdóms. Hún fór í margar aðgerðir og gafst aldrei upp. Hún var í EM-hópnum á síðasta Evrópumóti líka en spilaði þá ekki leik því Mary Earps var þá aðalmarkvörður liðsins. Earps gaf ekki lengur kost á sér í landsliðið þegar landsliðsþjálfarinn Sarina Wiegman ýjaði að því að Hampton væri aðeins á undan henni í vetur. Hampton nýtti tækifærið og átti mikinn þátt í sigrum enska liðsins í tveimur vítakeppnum á mótinu. Hún varði líka margoft vel í leikjum enska liðsins. Enska þjóðin saknar því ekki Mary Earps mikið í dag. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
EM 2025 í Sviss Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Sjá meira