Fótbolti

Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær

Siggeir Ævarsson skrifar
Bruno Fernandes skoraði bæði mörk United í gær
Bruno Fernandes skoraði bæði mörk United í gær Vísir/Getty

Sumardeild ensku úrvalsdeildarinnar er í fullum gangi í Bandaríkjunum þessa dagana en í þessu móti spila Manchester United, Bournemouth, West Ham og Everton. Tveir leikir fóru fram í gær og mörkin má sjá hér að neðan.

Everton og Bournemouth mættust í fyrri leik dagsins á MetLife vellinum í New Jersey þar sem Bournemouth fór með öruggan 3-0 sigur af hólmi. Varamaðurinn Philip Billing kom Bournemouth yfir með þrumuskoti fyrir utan teig á 55. mínútu áður en Dango Outtara tvöfaldaði forystu liðsins fjórum mínútum síðar.

Það var svo annar varamaður, Daniel Adu-Adjei, sem bætti þriðja marki Borunemouth við á 59. mínútu eftir að hafa nýtt sér mistök í varnarlínu Everton.

Klippa: Everton - Bournemouth 0-3

Manchester United og West Ham mættust svo í seinni leik dagsins þar sem Bruno Fernandes skoraði bæði mörk United áður en Jarrod Bowen minnkaði muninn. Alphonse Areola, markvörður West Ham, vill sennilega gleyma þessum leik sem fyrst en hann gaf United vítaspyrnu á silfurfati og lagði svo nánast upp seinna mark Fernandes eftir mistök í uppspili.

Klippa: Manchester United - West Ham 2-1



Fleiri fréttir

Sjá meira


×