„Við viljum alls ekki fá of marga“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. júlí 2025 12:16 Margir tjalda á Borgarfirði eystra þegar þeir sækja Bræðsluna. Vísir/Kolbeinn Tumi Bræðslan fagnar 20 ára afmæli í dag en forvígismaður hátíðarinnar útilokar ekki tuttugu ár til viðbótar. Dagskráin sé veglegri í ár en vanalega og búið að ráða lúðrasveit og bæta við auka kvöldi vegna tilefnisins. Uppselt er á hátíðina og er biðlað til fólks að leggja ekki leið sína á hátíðarsvæðið án miða. Nóg er um að vera um allt land næstu daga enda fer ein stærsta ferðahelgi Íslendinga nú í hönd. Til að mynda má nefna Trilludaga á Siglufirði, Mærudagar á Húsavík og þá fagnar Bræðslan á Borgarfirði Eystra tuttugu ára afmæli með sérstakri hátíðardagskrá. Fagna í kvöld eins og hátíðin var í upphafi Heiðar Ásgeirsson, sem hefur stýrt Bræðslunni öll árin frá 2005 ásamt bróður sínum Magna Ásgeirssyni, segir að dagskráin verði sérstaklega vegleg vegna tilefnisins. „Það eru sérstakir afmælistónleikar í Bræðslunni í kvöld á föstudagskvöldi. Það er í fyrsta skipti sem við opnum hana á föstudagskvöldi. Venjulega höfum við bara verið þarna í eitt kvöld á laugardagskvöldi. Það er Emilíana Torrini sem verður með sérstaka afmælistónleika þar í kvöld og það var einmitt hún sem byrjaði þetta með okkur hérna árið 2005.“ Of snemmt sé til að segja til um hvort föstudagskvöldið sé komið til að vera. Dagskráin á morgun sé einnig sveipuð nostalgíu. „Á morgun erum við með ungt og efnilegt fólk eins og alltaf en við erum líka með á sviði svona fólk sem er búið að fylgja okkur svolítið í gegnum tíðina og koma nokkru sinnum. Þetta verður svolítið bland af afturhvarfi til fortíðar og svo einhverju nýju líka.“ Aldrei verið meiri eftirspurn Aldrei hefur skapast jafn mikil stemmning fyrir Bræðslunni og í ár að mati Heiðars. „Þessi fjörður, hér búa ekki nema 100 manns yfir árið. Við viljum alls ekki fá of marga gesti þó við viljum auðvitað taka á móti öllum. Það er algjörlega uppselt og eftirspurnin aldrei verið meiri en núna.“ Hann tekur fram að um stór tímamót sé að ræða og að þeir bræðurnir hafi aldrei búist við að þetta myndi ganga í tuttugu ár. „Á meðan þetta er gaman og gengur vel. Á meðan að samfélagið á Borgarfirði tekur þessu svona vel og á meðan að íbúarnir ná svona vel saman þá er engin ástæða önnur en að halda áfram.“ Tuttugu ár til viðbótar jafnvel? „Það er aldrei að vita. Aldrei að vita. Það er búið að halda þjóðhátíð í nokkuð mörg ár til dæmis.“ Bræðslan Múlaþing Tónleikar á Íslandi Mest lesið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Sjá meira
Nóg er um að vera um allt land næstu daga enda fer ein stærsta ferðahelgi Íslendinga nú í hönd. Til að mynda má nefna Trilludaga á Siglufirði, Mærudagar á Húsavík og þá fagnar Bræðslan á Borgarfirði Eystra tuttugu ára afmæli með sérstakri hátíðardagskrá. Fagna í kvöld eins og hátíðin var í upphafi Heiðar Ásgeirsson, sem hefur stýrt Bræðslunni öll árin frá 2005 ásamt bróður sínum Magna Ásgeirssyni, segir að dagskráin verði sérstaklega vegleg vegna tilefnisins. „Það eru sérstakir afmælistónleikar í Bræðslunni í kvöld á föstudagskvöldi. Það er í fyrsta skipti sem við opnum hana á föstudagskvöldi. Venjulega höfum við bara verið þarna í eitt kvöld á laugardagskvöldi. Það er Emilíana Torrini sem verður með sérstaka afmælistónleika þar í kvöld og það var einmitt hún sem byrjaði þetta með okkur hérna árið 2005.“ Of snemmt sé til að segja til um hvort föstudagskvöldið sé komið til að vera. Dagskráin á morgun sé einnig sveipuð nostalgíu. „Á morgun erum við með ungt og efnilegt fólk eins og alltaf en við erum líka með á sviði svona fólk sem er búið að fylgja okkur svolítið í gegnum tíðina og koma nokkru sinnum. Þetta verður svolítið bland af afturhvarfi til fortíðar og svo einhverju nýju líka.“ Aldrei verið meiri eftirspurn Aldrei hefur skapast jafn mikil stemmning fyrir Bræðslunni og í ár að mati Heiðars. „Þessi fjörður, hér búa ekki nema 100 manns yfir árið. Við viljum alls ekki fá of marga gesti þó við viljum auðvitað taka á móti öllum. Það er algjörlega uppselt og eftirspurnin aldrei verið meiri en núna.“ Hann tekur fram að um stór tímamót sé að ræða og að þeir bræðurnir hafi aldrei búist við að þetta myndi ganga í tuttugu ár. „Á meðan þetta er gaman og gengur vel. Á meðan að samfélagið á Borgarfirði tekur þessu svona vel og á meðan að íbúarnir ná svona vel saman þá er engin ástæða önnur en að halda áfram.“ Tuttugu ár til viðbótar jafnvel? „Það er aldrei að vita. Aldrei að vita. Það er búið að halda þjóðhátíð í nokkuð mörg ár til dæmis.“
Bræðslan Múlaþing Tónleikar á Íslandi Mest lesið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Sjá meira