Enski boltinn

Gyökeres á leið í læknis­skoðun og fær númerið hans Henry

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Viktor Gyökeres er loks að fá ósk sína uppfyllta, að verða leikmaður Arsenal. 
Viktor Gyökeres er loks að fá ósk sína uppfyllta, að verða leikmaður Arsenal.  Maciej Rogowski/Eurasia Sport Images/Getty Images

Samkomulag er í höfn milli Arsenal og Sporting um kaup og sölu á sænska sóknarmanninum Viktor Gyökeres, sem er á leiðinni til Lundúna og mun gangast undir læknisskoðun á morgun.

David Ornstein hjá The Athletic greinir frá og segir kaupverðið 63,5 milljónir evra, aðrar 10 milljónir evra gætu svo bæst við í bónusgreiðslum.

Gyökeres hafi fengið leyfi frá Sporting til að ferðast til Lundúna og muni gangast undir læknisskoðun hjá Arsenal á morgun, fimm ára samningur verði svo undirritaður í kjölfarið.

Svíinn muni fá treyju númer fjórtán, númer sem Arsenal goðsögnin Thierry Henry bar einnig á bakinu.

Arsenal og Sporting hafa verið í viðræðum í allt sumar og Svíinn hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á Lundúnaliðinu. Manchester United reyndi við Gyökeres líka en án árangurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×