Innlent

Út­gerðin misst tengsl við al­menning og ó­mögu­legt að fá greiðslu­mat

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld.
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum og formaður stjórnar sjávarútvegssveitarfélaga telur útgerðina hafa misst tengslin við almenning. Sveitarfélögin vilji taka skrefin með nýrri ríkisstjórn svo hægt sé að undirbúa sveitarfélögin betur fyrir áhrif hækkunar veiðigjalda.

Kona, sem er í fjórum vinnum en kemst ekki í gegnum greiðslumat vegna íbúðakaupa, óttast að sitja föst á leigumarkaði. Fjármálaráðgjafar hafa sagt hana þurfa að sækja aðstoð frá öðrum vilji hún eignast íbúð.

Einmanaleiki er vaxandi vandamál á Íslandi. Rætt verður við sérfræðing í fréttatímanum, sem segir aukna einstaklingshyggju ástæðuna fyrir vaxandi einmanaleika.

Fjölmenn mótmæli fóru fram í Úkraínu í dag vegna umdeildra nýrra laga. Forseti landsins er sagður taka skref í átt að alræði með nýju lögunum.

Við verðum í beinni útsendingu frá fótboltamótinu Rey Cup, sem verður sett í Laugardal í kvöld. Og í sportpakkanum verður rætt við körfuboltamanninn Elvar Má Friðriksson, sem er orðinn þreyttur á fallbaráttu. Hann fer frá Grikklandi til Póllands.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á Sýn, Bylgjunni og Vísi klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×