Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. júlí 2025 10:08 Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir segir ungt fólk það sem drífi áfram einmanaleika á Íslandi. Vísir/Bjarni Einmanaleiki er vaxandi vandamál á Íslandi. Ungar konur upplifa sig í auknum mæli félagslega einangraðar og margar velta því fyrir sér hvernig þær geti eignast vini. Sérfræðingur segir aukinni einstaklingshyggju um að kenna. Þegar Sara Líf Guðjónsdóttir bauð öðrum einmana mæðrum að vera með í opnum mömmuhópi fékk hún yfir hundrað skilaboð, allt frá mæðrum sem upplifa að þær hafi einangrast og finna fyrir einmanaleika. Reglulega birtast sambærilegar færslur á kvennahópum á Facebook þar sem konur lýsa því yfir að þær upplifi sig rosalega einmana, segjast eiga enga vini og líða illa, spyrja hvar aðrar konur séu að eignast vini, hvernig fullorðið fólk fari að því að eignast vini og spyrja hvort það sé skrítið að eiga engar vinkonur á þeim aldri sem þær eru. Aukin áhersla á einstaklingshyggju Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir sérfræðingur sem skrifað hefur bók um vandann, segir þessi dæmi sýna svart á hvítu að einmanaleiki hafi aukist til muna á Íslandi. „Þau sem bera uppi aukið algengi einmanaleika í samfélaginu okkar í dag er ungt fólk. Átján til þrjátíu ára. Kannski eru konur meira reiðubúnar að viðurkenna það, að tala um það,“ segir Aðalbjörg. „Það sem við upplifum þegar við erum einmana er að við tilheyrum ekki, að það sé enginn sem heyri í okkur eða sjái okkur. Þannig að það að skrifa eitthvað svona eins og inn á þennan samfélagsmiðil og fá þessi jákvæðu viðbrögð getur verið fyrir marga fyrsta skrefið út úr einsemdinni.“ Breytingum á samfélaginu um að kenna Aðalbjörg segist telja einmanaleika eins mikið mein meðal karla, þeir ræði tilfinningar sínar hins vegar ekki á sama hátt. Hún segist telja gríðarlegar breytingar á íslensku samfélagi vera um að kenna. „Við höfum svolítið verið að fara frá því að vera samfélag heildarhagsmuna þar sem við erum að passa hvert upp á annað yfir í það að vera samfélag einstaklingshyggju. Við erum öll í einhverri samkeppni. Við erum að keppast um að vera eins mjó og við getum, geta ferðast eins mikið og við getum, eiga allt og ekki neitt.“ Færsla Söru inni á Beautytips sýnir að sögn Aðalbjargar að samfélagsmiðlar geti verið bæði meinið og lausnin í baráttunni við einmanaleika. „Við þurfum líka að gæta að því hvernig við notum samfélagsmiðlana. Taka okkur hlé, skammta okkur tíma og eins og hún talar um í þessu ágæta viðtali hún Sara að banka bara upp á.“ Geðheilbrigði Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira
Þegar Sara Líf Guðjónsdóttir bauð öðrum einmana mæðrum að vera með í opnum mömmuhópi fékk hún yfir hundrað skilaboð, allt frá mæðrum sem upplifa að þær hafi einangrast og finna fyrir einmanaleika. Reglulega birtast sambærilegar færslur á kvennahópum á Facebook þar sem konur lýsa því yfir að þær upplifi sig rosalega einmana, segjast eiga enga vini og líða illa, spyrja hvar aðrar konur séu að eignast vini, hvernig fullorðið fólk fari að því að eignast vini og spyrja hvort það sé skrítið að eiga engar vinkonur á þeim aldri sem þær eru. Aukin áhersla á einstaklingshyggju Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir sérfræðingur sem skrifað hefur bók um vandann, segir þessi dæmi sýna svart á hvítu að einmanaleiki hafi aukist til muna á Íslandi. „Þau sem bera uppi aukið algengi einmanaleika í samfélaginu okkar í dag er ungt fólk. Átján til þrjátíu ára. Kannski eru konur meira reiðubúnar að viðurkenna það, að tala um það,“ segir Aðalbjörg. „Það sem við upplifum þegar við erum einmana er að við tilheyrum ekki, að það sé enginn sem heyri í okkur eða sjái okkur. Þannig að það að skrifa eitthvað svona eins og inn á þennan samfélagsmiðil og fá þessi jákvæðu viðbrögð getur verið fyrir marga fyrsta skrefið út úr einsemdinni.“ Breytingum á samfélaginu um að kenna Aðalbjörg segist telja einmanaleika eins mikið mein meðal karla, þeir ræði tilfinningar sínar hins vegar ekki á sama hátt. Hún segist telja gríðarlegar breytingar á íslensku samfélagi vera um að kenna. „Við höfum svolítið verið að fara frá því að vera samfélag heildarhagsmuna þar sem við erum að passa hvert upp á annað yfir í það að vera samfélag einstaklingshyggju. Við erum öll í einhverri samkeppni. Við erum að keppast um að vera eins mjó og við getum, geta ferðast eins mikið og við getum, eiga allt og ekki neitt.“ Færsla Söru inni á Beautytips sýnir að sögn Aðalbjargar að samfélagsmiðlar geti verið bæði meinið og lausnin í baráttunni við einmanaleika. „Við þurfum líka að gæta að því hvernig við notum samfélagsmiðlana. Taka okkur hlé, skammta okkur tíma og eins og hún talar um í þessu ágæta viðtali hún Sara að banka bara upp á.“
Geðheilbrigði Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira