Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. júlí 2025 15:23 Maðurinn starfaði sem öryggisvörður hjá bandaríska sendiráðinu í Osló. Getty Norskur maður, sem starfaði fyrir bandaríska sendiráðið í Osló, hefur verið ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana. Hann seldi ítarlegar upplýsingar um húsnæði og starfsmenn sendiráðsins. Maðurinn starfaði sem öryggisvörður í bandaríska sendiráðinu í höfuðborg Noregs og á hann að hafa deilt viðkvæmum upplýsingum um sendiráðið með Rússum og Írönum. Hann gæti verið dæmdur í allt að 21 árs fangelsi. Carl Fari ríkissaksóknari segir málið vera fordæmalaust. Meðal upplýsinganna var listi yfir starfsfólk ráðuneytisins en á honum voru nöfn, heimilisföng, símanúmer og lýsing á bílum þeirra og fjölskyldum þeirra. Þá veitti hann einnig upplýsingar um skipulagðar heimsóknir í sendiráðið, grunnmynd húsnæðisins og ljósmyndir af bílskúr sendiráðsins. Á meðal gagna var einnig listi yfir starfsmenn norsku leyniþjónustunnar sem starfa fyrir sendiráðið. Samkvæmt ítarlegri umfjöllun NRK viðurkennir maðurinn staðreyndir málsins en neitar allri sök að sögn lögfræðings hans. Þar segir einnig að það hafi verið náin tengsl Bandaríkjanna við Ísrael og stríð þeirra á Gasaströndinni sem hafi fengið hann til að hafa samband við leyniþjónustu Rússa og Írana. Fékk greitt í Bitcoin og evrum Maðurinn er einnig ákærður fyrir skattsvik en árið 2022 og árin fyrir það sagði hann tekjur sínar vera um tvö hundruð þúsund norskar krónur eða tæpa tvær og hálfa milljón íslenskra króna. Árið 2023 sagði hann tekjur sínar vera einungis 57 þúsund norskar krónur, eða tæpar sjö hundruð þúsund krónur. Samkvæmt ákærunni var hann í raun að fá greiddar fjögur hundruð þúsund norskar krónur sem samsvara tæpum fimm milljónum króna. Maðurinn er sagður hafa fengið greiðslur sínar frá Rússum og Írönum annars vegar í evrum og hins vegar í rafmyntinni Bitcoin. Rússar eru sagðir hafa greitt honum tíu þúsund evrur sem eru tæpar ein og hálf milljón krónur fyrir upplýsingarnar á meðan Íranir eru sagðir hafa greitt manninum 0,17 Bitcoin sem samsvaraði þá um 1,2 milljónum króna. Hann er sagður hafa reynt að fela greiðslurnar með því að fá ættingja og vini sína til að leggja inn peninginn og millifæra svo á sig sjálfan. Noregur Rússland Íran Erlend sakamál Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Fleiri fréttir Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Sjá meira
Maðurinn starfaði sem öryggisvörður í bandaríska sendiráðinu í höfuðborg Noregs og á hann að hafa deilt viðkvæmum upplýsingum um sendiráðið með Rússum og Írönum. Hann gæti verið dæmdur í allt að 21 árs fangelsi. Carl Fari ríkissaksóknari segir málið vera fordæmalaust. Meðal upplýsinganna var listi yfir starfsfólk ráðuneytisins en á honum voru nöfn, heimilisföng, símanúmer og lýsing á bílum þeirra og fjölskyldum þeirra. Þá veitti hann einnig upplýsingar um skipulagðar heimsóknir í sendiráðið, grunnmynd húsnæðisins og ljósmyndir af bílskúr sendiráðsins. Á meðal gagna var einnig listi yfir starfsmenn norsku leyniþjónustunnar sem starfa fyrir sendiráðið. Samkvæmt ítarlegri umfjöllun NRK viðurkennir maðurinn staðreyndir málsins en neitar allri sök að sögn lögfræðings hans. Þar segir einnig að það hafi verið náin tengsl Bandaríkjanna við Ísrael og stríð þeirra á Gasaströndinni sem hafi fengið hann til að hafa samband við leyniþjónustu Rússa og Írana. Fékk greitt í Bitcoin og evrum Maðurinn er einnig ákærður fyrir skattsvik en árið 2022 og árin fyrir það sagði hann tekjur sínar vera um tvö hundruð þúsund norskar krónur eða tæpa tvær og hálfa milljón íslenskra króna. Árið 2023 sagði hann tekjur sínar vera einungis 57 þúsund norskar krónur, eða tæpar sjö hundruð þúsund krónur. Samkvæmt ákærunni var hann í raun að fá greiddar fjögur hundruð þúsund norskar krónur sem samsvara tæpum fimm milljónum króna. Maðurinn er sagður hafa fengið greiðslur sínar frá Rússum og Írönum annars vegar í evrum og hins vegar í rafmyntinni Bitcoin. Rússar eru sagðir hafa greitt honum tíu þúsund evrur sem eru tæpar ein og hálf milljón krónur fyrir upplýsingarnar á meðan Íranir eru sagðir hafa greitt manninum 0,17 Bitcoin sem samsvaraði þá um 1,2 milljónum króna. Hann er sagður hafa reynt að fela greiðslurnar með því að fá ættingja og vini sína til að leggja inn peninginn og millifæra svo á sig sjálfan.
Noregur Rússland Íran Erlend sakamál Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Fleiri fréttir Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Sjá meira