Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. júlí 2025 10:01 Srdjan Tufegdzic situr með Valsmenn á toppi Bestu-deildarinnar. Vísir/Diego „Ég ætla að segja að eftir fimm umferðir hafi allir verið búnir að afskrifa það að Valur væri eitthvað að fara að keppa við Breiðablik og Víking,“ sagði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar, í síðasta þætti. Gengi Vals undanfarnar vikur var sérstaklega til umræðu í síðasta þætti Stúkunnar. Liðið tyllti sér á topp Bestu-deildar karla með dramatískum 1-2 sigri gegn Víkingum og þrátt fyrir að það sé aðeins markatala sem heldur Valsmönnum á toppnum í bili hafa sérfræðingar Stúkunnar mikla trú á því að hlutirnir séu að ganga upp hjá Valsmönnum. „Það verður að hrósa Túfa (Srdjan Tufegdzic, þjálfara Vals) fyrir að opna ísskápinn oft til að byrja með og að vera þarna,“ bætti Guðmundur við. „Hann er mættur þarna. Hann er ekki búinn að vinna neitt, en hann er mættur á toppinn og fyrir utan það er hann mættur í bikarúrslit.“ Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, tók í sama streng. „Það er auðvelt að samgleðjast honum. Það er ekki það að hann sé frændi minn eða eitthvað svoleiðis, það er bara það að hann er svo „likeable“ þegar hann fer í viðtöl og á einhvern hátt heldur maður með honum,“ sagði Baldur. „En svo gengur þetta brösulega, og það var alveg þannig á tímabili. Maður hugsaði bara að það þyrfti ekkert mikið að ganga, nokkrir tapleikir og þá kannski gera þeir breytingar. Þannig hefur umræðan allavega verið, en hann er búinn að standa þetta allt af sér.“ Hefur skapað betri móral innan liðsins Þá segir Baldur einnig að Túfa hafi unnið mikið verk til að skapa betri móral innan Valsliðsins. „Svo kemur Kiddi (Kristinn Freyr Sigurðsson) núna og einhvernveginn bara staðfestir það innan úr leikmannahópnum að það er bara ekki búin að vera góð liðsheild þarna,“ sagði Baldur. „Og Túfa er búinn að vera þarna frá degi eitt að reyna að berja þetta inn í liðið. Við öll sem fylgjumst með fótbolta erum búin að sjá það í svo langan tíma að ef þessir hæfileikaríku leikmenn nenna að hlaupa og nenna að berjast og vera lið, þá geta þeir unnið titilinn. Þeir eru bara loksins búnir að fatta það,“ bætti Baldur við, en umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Stúkan Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira
Gengi Vals undanfarnar vikur var sérstaklega til umræðu í síðasta þætti Stúkunnar. Liðið tyllti sér á topp Bestu-deildar karla með dramatískum 1-2 sigri gegn Víkingum og þrátt fyrir að það sé aðeins markatala sem heldur Valsmönnum á toppnum í bili hafa sérfræðingar Stúkunnar mikla trú á því að hlutirnir séu að ganga upp hjá Valsmönnum. „Það verður að hrósa Túfa (Srdjan Tufegdzic, þjálfara Vals) fyrir að opna ísskápinn oft til að byrja með og að vera þarna,“ bætti Guðmundur við. „Hann er mættur þarna. Hann er ekki búinn að vinna neitt, en hann er mættur á toppinn og fyrir utan það er hann mættur í bikarúrslit.“ Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, tók í sama streng. „Það er auðvelt að samgleðjast honum. Það er ekki það að hann sé frændi minn eða eitthvað svoleiðis, það er bara það að hann er svo „likeable“ þegar hann fer í viðtöl og á einhvern hátt heldur maður með honum,“ sagði Baldur. „En svo gengur þetta brösulega, og það var alveg þannig á tímabili. Maður hugsaði bara að það þyrfti ekkert mikið að ganga, nokkrir tapleikir og þá kannski gera þeir breytingar. Þannig hefur umræðan allavega verið, en hann er búinn að standa þetta allt af sér.“ Hefur skapað betri móral innan liðsins Þá segir Baldur einnig að Túfa hafi unnið mikið verk til að skapa betri móral innan Valsliðsins. „Svo kemur Kiddi (Kristinn Freyr Sigurðsson) núna og einhvernveginn bara staðfestir það innan úr leikmannahópnum að það er bara ekki búin að vera góð liðsheild þarna,“ sagði Baldur. „Og Túfa er búinn að vera þarna frá degi eitt að reyna að berja þetta inn í liðið. Við öll sem fylgjumst með fótbolta erum búin að sjá það í svo langan tíma að ef þessir hæfileikaríku leikmenn nenna að hlaupa og nenna að berjast og vera lið, þá geta þeir unnið titilinn. Þeir eru bara loksins búnir að fatta það,“ bætti Baldur við, en umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Stúkan Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira