Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. júlí 2025 10:01 Srdjan Tufegdzic situr með Valsmenn á toppi Bestu-deildarinnar. Vísir/Diego „Ég ætla að segja að eftir fimm umferðir hafi allir verið búnir að afskrifa það að Valur væri eitthvað að fara að keppa við Breiðablik og Víking,“ sagði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar, í síðasta þætti. Gengi Vals undanfarnar vikur var sérstaklega til umræðu í síðasta þætti Stúkunnar. Liðið tyllti sér á topp Bestu-deildar karla með dramatískum 1-2 sigri gegn Víkingum og þrátt fyrir að það sé aðeins markatala sem heldur Valsmönnum á toppnum í bili hafa sérfræðingar Stúkunnar mikla trú á því að hlutirnir séu að ganga upp hjá Valsmönnum. „Það verður að hrósa Túfa (Srdjan Tufegdzic, þjálfara Vals) fyrir að opna ísskápinn oft til að byrja með og að vera þarna,“ bætti Guðmundur við. „Hann er mættur þarna. Hann er ekki búinn að vinna neitt, en hann er mættur á toppinn og fyrir utan það er hann mættur í bikarúrslit.“ Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, tók í sama streng. „Það er auðvelt að samgleðjast honum. Það er ekki það að hann sé frændi minn eða eitthvað svoleiðis, það er bara það að hann er svo „likeable“ þegar hann fer í viðtöl og á einhvern hátt heldur maður með honum,“ sagði Baldur. „En svo gengur þetta brösulega, og það var alveg þannig á tímabili. Maður hugsaði bara að það þyrfti ekkert mikið að ganga, nokkrir tapleikir og þá kannski gera þeir breytingar. Þannig hefur umræðan allavega verið, en hann er búinn að standa þetta allt af sér.“ Hefur skapað betri móral innan liðsins Þá segir Baldur einnig að Túfa hafi unnið mikið verk til að skapa betri móral innan Valsliðsins. „Svo kemur Kiddi (Kristinn Freyr Sigurðsson) núna og einhvernveginn bara staðfestir það innan úr leikmannahópnum að það er bara ekki búin að vera góð liðsheild þarna,“ sagði Baldur. „Og Túfa er búinn að vera þarna frá degi eitt að reyna að berja þetta inn í liðið. Við öll sem fylgjumst með fótbolta erum búin að sjá það í svo langan tíma að ef þessir hæfileikaríku leikmenn nenna að hlaupa og nenna að berjast og vera lið, þá geta þeir unnið titilinn. Þeir eru bara loksins búnir að fatta það,“ bætti Baldur við, en umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Stúkan Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Gengi Vals undanfarnar vikur var sérstaklega til umræðu í síðasta þætti Stúkunnar. Liðið tyllti sér á topp Bestu-deildar karla með dramatískum 1-2 sigri gegn Víkingum og þrátt fyrir að það sé aðeins markatala sem heldur Valsmönnum á toppnum í bili hafa sérfræðingar Stúkunnar mikla trú á því að hlutirnir séu að ganga upp hjá Valsmönnum. „Það verður að hrósa Túfa (Srdjan Tufegdzic, þjálfara Vals) fyrir að opna ísskápinn oft til að byrja með og að vera þarna,“ bætti Guðmundur við. „Hann er mættur þarna. Hann er ekki búinn að vinna neitt, en hann er mættur á toppinn og fyrir utan það er hann mættur í bikarúrslit.“ Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, tók í sama streng. „Það er auðvelt að samgleðjast honum. Það er ekki það að hann sé frændi minn eða eitthvað svoleiðis, það er bara það að hann er svo „likeable“ þegar hann fer í viðtöl og á einhvern hátt heldur maður með honum,“ sagði Baldur. „En svo gengur þetta brösulega, og það var alveg þannig á tímabili. Maður hugsaði bara að það þyrfti ekkert mikið að ganga, nokkrir tapleikir og þá kannski gera þeir breytingar. Þannig hefur umræðan allavega verið, en hann er búinn að standa þetta allt af sér.“ Hefur skapað betri móral innan liðsins Þá segir Baldur einnig að Túfa hafi unnið mikið verk til að skapa betri móral innan Valsliðsins. „Svo kemur Kiddi (Kristinn Freyr Sigurðsson) núna og einhvernveginn bara staðfestir það innan úr leikmannahópnum að það er bara ekki búin að vera góð liðsheild þarna,“ sagði Baldur. „Og Túfa er búinn að vera þarna frá degi eitt að reyna að berja þetta inn í liðið. Við öll sem fylgjumst með fótbolta erum búin að sjá það í svo langan tíma að ef þessir hæfileikaríku leikmenn nenna að hlaupa og nenna að berjast og vera lið, þá geta þeir unnið titilinn. Þeir eru bara loksins búnir að fatta það,“ bætti Baldur við, en umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Stúkan Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira